Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Blaðsíða 22
Stafalogn við Þingvallavatn, skýin speglast i vatnsfletinum. gengu. Óx svo aftur á einu dægri sem áður var. Árið 1631 þornaði upp Sogið, svo að í því mátti taka silunga á þurru. Árið 1646, hinn 26. júní, skipti vatnið í Öxará litum nær tvær eyktir, varð álitum sem blóð. Nokkuð er til fleira af slíkum sögn- um í annálum og þjóðsögum, þótt hér verði eigi til tínt. Ýmsar sögur fara af skrímslum og alls konar ókindum í vötnum hér á landi, og hafa ýmsir menn, jafnvel á síðari tímum, tjáð sig hafa séð slík- ar skepnur. Sngan veit ég þó á lífi, sem telur sig hafa séð nokkuð slíkt í Þingvallavatni. Ekki fer það þó með öllu varhluta af þess konar frá- sögnum og fara nokkrar hér á eftir: í Ölversvatnsannál segir svo árið 1748: Sást í Naustapolli eitt sinn um sumarið kind ein, svo sem selur væri, hafði áður sézt þvílíkt fáum ártxni fyrr í Þorsteinsvík í sama vatni. Eggert Ólafsson og Bjarni Páls- son segja svo frá í Ferðabók sinni í kaflanum um undarleg vötn og ár: Sagt er, að stundum í kyrru veðri, en þó sjaldan, sjáist ægilega stórvax- in skrímsli koma upp úr Þingvalla- vatni, og að upp af þeim standi gufu- strókar, líkir hvalablæstri Meira er svo ekki um það Sagt er, að fyrir löngu hafi bóndinn í Mjóanesi verið við veiði- skap á bláís. Sá hann þá urriða gegn- um ísinn, furðulega stóran, og mæld- ist honum hann vera 13 feta langur. Er sagt, að hann hafi mælt urriðann á þann hátt að feta ísinn uppi yíir honum. Um miðja 19. öld bjó maður sá í Mjóanesi, er Einar hét Einarsson. Stundaði hann dorgveiði niður um ís á vetrum. Einhverju sinni lá hann á ísnum og dorgaði. Kemur þá svo á færið, að hann fær ekkert við ráðið, og er það dregið úr höndum hans, hvernig sem hann streitist á móti. Hafði hann vettlinga á höndum, og var færinu brugðið um aðra hönd- ina, Varð það honuin til bjargar, að hann sjálfur farið með, svo var átak- vettlingurinn dróst af hendinni og fylgdi færinu í vökina, ella hefði ið mikið og snöggt. í vökinni kvaðst hann hafa séð ferlíki mikið, líkt og bak á stórvöxnum urriða, en miklu stórdröfnóttara. Hvarf þetta fljótt, er hann lét færið laust. Einai stóri, sem dáinn er fyrir nökkrum árum, var fóstursonur Ein- ars í Mjóanesi. Sagði liann þessa sögu nokkuð öðruvisi. Hann taldi, að þetta hefði verið Tómas, bróðir Einars, og hefði hann stundað veiðina í Hestvík út af Sigríðarklifi. Kvað hann þetta hafa verið íyrir miöjan vetur, og gekk Tómas á milli, þótt það sé all- löng leið. Hann kvað færið hafa slitn- að, en ekki tekið með sér vettlinginn. Um 1870—1880 bjuggu hjón á Skálabrekku, Bjarni Sigurðsson og Guðríður kona hans. Eitt sinn að sumri til, er þau ætluðu að vitja um net, sjá þau, að suðvestur af Skála- brekkuhólmum morrar eitthvað í hálfu kafi í --'atnsfletinum. Var þetta, að sögn þeirra, líkast allstórum báti 4 hvolfi og svart að lit. Ekki vildu Lausn 7. krossgátu þau koma nálægt þessu, en sneru við, og hvarf þetta svo sjónum þeirra von bráðar. Á þessari öld veit ég ekki til, að neitt ókennilegt hafi sézt í Þing- vallavatni, enda eru flestir hættir að trúa á tilveru slíkra fyrirbrigða. Mun þeim þá og einnig fækka, sem sjá þau. Öldin er breytt, en hið fagra Þing- vallavatn er hið sama og það hefur verið um aldaraðir. Enn þá heillar það og seiðir, jafnt unga sem aldna. Þeir, sem lifað hafa ævintýri bemskunnar á strönd þess, geta ekki gleymt því. MUNKSELUR Framhald af 248. síðu. og ýmsu öðru virðist mega ætla að árlegur vöxtur stofnsins sé nú um 12 af hundraði. Fái nann að vera í friði næstu áratugi og aldir í þessum heimkynnum sínum, ætti að vera ó- þarfi að láta hann deyja út úr þessu, en hann er hættulega nálægt því, og því er fyllstu aðgætni þörf. GLETTUR Sárari var skömntin en skaöinn Jón Markússon bjó í Eskifelli inn- an við aura Jökulsár í Lóni, víðs fjarri öðrum byggðum bólum. Eigi að síður reri hann á báti, sem gekk til fiskjar úr Hvalneskróki, og fór löngum heiman og heim kvölds og morgna, þótt löng væri sjávargatan og ekki torfærulaus. Nú gerðist það einu sinni, að Jón kom of seint til skips og missti af róðri fyrir þær sakir. Þegar menn fóru að vorkenna honum að hafa misst af ábatanum, svaraði hann: „Það er ekkert skaðinn hjá skömm- inni.“ N2? C E N 6 1 B ta >< *- E 61 É L fi' pj I E H fí rJ ö ►L< 1 N N T I MT oU ►i<aQöEaEati<cics o K *EJC3* O Pl D S x 0 y & □ M —1 Pi ►I<Bn*E3BIHE1Hn>L<aXiaEl R IS STiHM jó D R E P fl N II r U K K*L Q^öS^I<aQBH m 262 T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.