Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Blaðsíða 3
annað að gera en reyna að færa
bátinn fram fyrir klettatangann
og setja hann upp skjólmegin f
tnalarfjöru, sem þar var. Bátnum,
sem var sjö smálestir, var svo
þokað meðfram tanganum og tókst
það án skemmda á honum, og var
hann svo dreginn upp í fjöruna
og bundinn þar, svo að hann hagg
aðist ekki í varinu við tangann.
Þetta voru fyrstu kynni mín af
séra Þórarni, og viðtökurnar, sem
við Einar fengum á Valþjófsstað,
voru með iþeim höfðingsbrag, sem
ekki gleymist.
Við Einar héldum svo áfraim
ferð okkar og starfi daginn eftir.
Lá nú leiðin út með fljótinu með
viðkomu á þeim bæjum, þar sem
fjárvon var. Sóttist ferðin því
fremur seint, og gistum við á
Ormarsstöðum næstu nótt og höfð
um þar ágætan beina. Þá bjó
Þórarinn Sölvason á Ormarsstöð-
um stórbúi. Á Ormarsstöðum var
mikill bær í gömlum stíl og virtist
hinn ágætasti. Man ég þar eftir
tveimur ágætlega búnum sam-
liggjandi stofum, borðstofu og
viðhafnarstofu. En djúpar þóttu
mér gluggakisturnar. Þó var ágæt
birta í stofunum. Þarna á Ormars
stöðum var vigtað allmargt fé.
-Þaðan héldum við svo út Fellin
og mig minnir, að síðast vigtuðui.n
við fé hjá Runólfi Bjarnasyni,
bónda á Hafrafelli. Runólfur var
maður gestrisinn og skemmtilegur.
En nú var kominn í okkur hugur
a'ð komast sem fyrst heim, enda
erindinu lokið. Góðgerðir urðum
við þó að þiggja 'að loknu starfi-
Héldum við svo af stað, og var
þá komið kvöld. Hugðumst við
hvíla okkur á Egilsstöðum. Þgngað
komum við nokkru eftir háttatíma.
Samt fór Einar og vakti einhvern
til þess að vita, hvort við gætum
fengið gistingu. En þá var þar
svo mikið af gestum, að engin leið
var að hýsa okkur. Við fórum
því í hlöðu, sem var þar á hlaðinu,
og þar ætluðum við að blunda. Nú
var góðviðrið, sem við höfðum
fengið í ferðinni, á enda og kom-
in rigning.
Við fórum inn um vindaugað á
hlöðunni, sem var full af heyi,
og hafði myndazt stakkur ofan á
heyinu, og einhverjir dropar drupu
úr þakinu, svo að þarna var ekki
sem vistlegast-
Samt lögðum við okkur út af i
reiðfötunum, en ekki varð okkur
svefnsamt. Við höfðum okkur því
á fætur og tókum hesta okkar
klukkan þrjú eða fjögur um nútt
ina og lögðum á Fjarðarheiði.
Ferðin gekk greitt. Dálítið rigntíi
Sigurður Vilhjálmsson
á Hánefsstöðum.
á leiðinni. Hestarnir voru heim-
fúsir og furðuléttir í spori, þótt
þeir væru slæptir eins og við Ein
ar eftir daginn á undan, og hvíid
in lítil.
Við komum svo um fótaferðar-
tíma í kaupstaðinn. Þar með lauk
þessari fyrstu markaðsferð minni.
Eg hélt svo heim að Hánefsstöðum,
eftir að ég hafði notið góðgerða
hjá Einari og konu hans.
Næstu tvö haustin fékk Stefán
mig í þessar ferðir, og fór ég þá
einn eins og áður segir. Þá fékk
ég í veganesti lista yfir skuldir
nokkurra bænda, og átti ég að
finna þá og krefja um greiðslu ðg
taka kindur upp í skuldina. Kaup
félag Héraðsbúa var þá að færast
í aukana og fékk svo til allt fé a
svæðinu, sem ég átti að fara um.
Áætlunin um ferðirnar var meö
svipuðum hætti eins og áður, og
eitthvað tíndi ég saman af kindum
í þessum ferðum. Nú man ég ekki
lengur töluna.
Þessar markaðsferðir lögðust
svo niður. Héraðsfé fór allt tii
slátrunar hjá Kaupféiagi Héraðs-
búa, og sláturfjárrekstrar yfir
Fjarðarheiði lögðust með öllu nið
ur. Síðasta ferð mín endaði með
því, að Stefán bað mig um að
reyna að kaupa áttatíu kindur af
vinnumanni einum, sem hafði kom
ið með kindur sínar til Seyðisfjarð
ar og ætlaði að selja þær hæstbjóð
anda. Framtíðin hafði líka hug
á þessum kindum, enda hafði verð
lag þá hækkað verulega vegna
styrjaldarinnar. Maðurinn var
kominn með kindurnar að slátur
húsi Framtíðarirmar, og höfðu ver
ið gerð eitthvað losaraleg kaup. Eg
náði svo í hann og fékk að vita,
hvað hann ætti að fá fyrir kind
urnar hjá Framtíðinni. Eg bauð
undir eins fimmtíu aurum hærra,
og maðurinp beit- á krókinn og
kindurnar fóru til Stefáns. En
nafni minn Jónsson, sem var
framkvæmdastjóri Framtíðarinn-
ar, varð ævareiður og hringdi sam
stundis 1 símatin og úthúðaði mér
við Stefán. Eg fór undir eins til
Stefáns og tilkynnti honum kaup
in og lét hann vita, að hann yrði
að borga kindurnar með pening-
um undir eins, og það gerði hann.
Var Stefán vel ángður með kaupin
og þótti gott að geta leikið á
Framtíðina. Eg var harðánægður,
hafði alltaf gaman af væringum
kaupmannanna, og þó ég fæii
þessar markaðsferðir hafði ég eng
an áhuga á velgengni þeirra. Hins
vegar kynntist ég héraðinu óg
mönnum þar í þessum ferðum.
Héraðinu var skipt í svæði til
þessara fjárkaupa. Þannig var
svæði það, sem ég fór um, Vellir.
Fljótsdalur ag Fell. Aðrir menn
fóru um Tungu, Jökuldal og Hlíð,
svo og Eiða- og Hjaltastaðaþing-
hár. Svipaða skiptingu hafði Frain
tíðin á markaðsferðum sínum.
Þótt þetta væru kallaðar mark-
aðsferðir, voru engir eiginlegir
markaðir haldnir. Bændur voru
heimsóttir og féð vigtað og merkt
verzlununum heima hjá þeim. Þeg
ar hver kind hafði verið vegin, B
var ineð pensli slett málningu 1 I
hnakkann á kindinni Fénu var §
svo safnað saman í stóra rekstra ■
og rekið yfir heiðina. Við, sem íór S
um til kaunanna, höfðum ekkeit S
af fjárrekstri að segja. Það voru 9
aðrir menn. sem önnuðust þá. ■
Þegar tíð var góð á haustin,
voru markaðsferðirnar hinar
skemmtilegustu. Eg var heppinn
með veður þau haust, sem ég
fór þessar ferðir. En sumir dag-
arnir voru allstrangir, sérstaklega
fyrsta haustið, þegar margt fé var
vegið og merkt og svo þeyst á
milli fjárkaupastaðanna. Það
höfðu verið gerðar áætlanir fyrir
fram og bændum tilkynnt, hve-
nær átti að vigta hjá hverjum,
svo að þeir hefðu féð við. Þess-
ari áætlun urðum við svo að
fyígja og urðum því stundum
seint fyrir á gistingarstöðum.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
243