Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 2
I. Unga fólkið, sem nú er að al- ast upp, getur tæplega gert sér grein yrir lífskjörum forfeðranna, sem bjuggu við hinar frumstæðustu ástæður um aldaraðir, eða sett sig í spor þeirra. Þótt ekki sé farið lengra aftur í tímann en svo sem sextíu eða sjötíu ár, þá er allt orðið gerbreytt frá því, sem var. Ætla ég nú að bregða upp lítilli mynd af erfiðleikum þeim, sem þá voru á því að ná til læknis. Fyrsti læknirinn á Austfjörð- um var Brynjólfur Pétursson á Brekku í Fljótsdal, er skipaður var fjórðungslæknir 1772. Um- dæmi hans mun hafa verið báðar Múlasýslur. Geta kunnugir menn gert sér í hugarlund, að ekki muni hafa verið hlaupið að því fyrir alla að ná í lækni. En frá þeim tíma hef ég engar ábyggi- legar sagnir. Ég drep því niður árin 1890—1891. Þá gekk kíghóstafaraldur á Austfjörðum. Á Eskifirði var þá læknir Fritz Zeuthen, danskur maður, er áður hafði verið lækn- ir á Brekku í Fljótsdal. Var hann settur á Eskifjörð, þegar Iæknum var fjölgað á Austurlandi, og voru nálægir firðir og nokkrar sveitir á Héraði innan læknisdæmis hans. Hann var þá orðinn roskinn með- ur og átti óhægt um ferðalög nema á sjó, enda var sagt, að honum væri óljúft að ferðast á annan hátt. Þótti hann dálítið önuglyndur, ef út af því brá. I þessum kíghóstafaraldri veikt- ist sá, er þetta skrifar, ásamt öðru barni á sama heimili. Frizt fceuthen var sóttur og lét hann í té einhver meðul, en gat þess þó um leið, að ekki væri til neins að sækja sig oftar. Stúlkunni myndi batna, en um strákinn væri meiri vafi. Þetta skildi fólk svo, áð von- lítið væri um mig. Svo fór líka, að stúlkunni batnaði fljótlega, þegar hún fékk meðulin, en mér ekki strax að minnsta kosti. Þegar þetta gerðist, var ég í Seljateigshjáleigu í Reyðarfirði hirá Bjarna Eiríkssyni, sem þar .............................. bjó, en Sveinn Sveinsson, móður- bróðir minn, var vinnumaður hans og hafði mig á kaupi sínu. Nú fréttist það, að Eyjólfur Þorsteinsson, áður á Stuðlum, en þá í Berufirði, hefði meðul, sem reyndust vel við kíghósta. Hann fékkst við hómópatalækningar. Og þar sem engin batamerki sá- ust á mér, þrátt fyrir meðulin frá Zeuthen, og jafnvel talið, að ég væri að dauða kominn, afréð Sveinn, móðurbróðir minn, að fara suður til Berufjarðar til þess að leita þar eftir meðulum. Sveinn var einn á ferð. Komst hann tíðindalítið til Berufjarðar, fékk meðulin og sneri þegar heim á leið. Hann tók sér gistingu í Tóarseli í Breiðdal, og þar varð hann ^ síðan veðurtepptur næsta dag. Á öðrum dagi, sem mun hafa verið þriðjudagurinn 20. janúar 1891, lagði hann af stað í mjög vondu veðri, norðanbyl. Reyndi fólk í Tóarseli mjög að aftra hon- um að fara á fjallið í því veðri, en engar fortölur gátu heft för hans. Fjallvegur sá, sem hann hugð- ist fara, var Stafsheiði og þaðan upp í Þórudal og síðan Þórdals- heiði til Reyðarfjarðar. Kvaddi nú Sveinn og hraðaði sér af stað. Vissi fólkið í Tóarseli ekki, hvað í skarst, en norðanbylur hélzt hina næstu daga. Með Sveini var hundur, sem Tryggur hét. Föstudagsnótt hina næstu var krafsað í gluggann yfir rúmi því, sem ég var í. Þar hafði Sveinn sofið hjá mér. Var þar kom inn Tryggur, og þóttust þá allir vita, að eitthvað óhugnalegt hefði komið fyrir. Næsta dag var bjart veður, og var þá safnað mönnum til þess að leita mannsins, og var hundur- inn hafður með í leitinni. Ekkert fannst samt. Var þá farið suður í Þorvaldsstaði í Breiðdal og gist þar. En um nóttina hvarf hund- urinn, og sáu leitarmenn, að hann hafði farið sömu leið til baka og einungis stanzað á einum stað, rifið sér þar bæli og lagzt niður á þykkan skafl. Eitthvað var reynt að grafa á þessum stað, en ekkert fannst. Var þetta á norðurbrún Stafsheiðar. Síðar um veturinn voru farnar fimm eða sex leitarferðir, og hund urinn hafður með, en hann sneri alltaf við á norðurbrún Stafsheið- ar. Varð einskis vart fyrr en um vorið, að snjóa leysti. Þá fannst líkið við stóran stein mjög nærri þeim stað, þar sem hundurinn hafði grafið sér bæli í fönnina. Af mér er það að segja, að mér batnaði kíghóstinn. En eftir þetta ólst ég upp á flækingi á milli vandalausra manna. En það er önnur saga. II. Næst er til að taka veturinn 1903. Ég var þá vinnumaður hjá Friðriki Eiríkssyni á Hryggstekk í Skriðdal. Það var að kvöldi dags 7. marzmánaðar, að Finnbogi Ólafsson, þá bóndi á Arnhóls- stöðum, kom til húsbónda míns og bað hann að lána sér mig norð- ur í Fljótsdal með bréf til Jónas- ar Kristjánssonar læknis, sem þá var á Hrafnkelsstöðum. Dóttir Finnboga var mjög veik, og bréfið var þess efnis að biðja lækninn að koma til hennar. í þessu bréfi var einnig sjúkdómslýsing. Ég lagði af stað snemma morg- uns 8. marz. Úrkomulaust var, en þykkt loft, og um fullbirtu, þegar ég var kominn á austurbrún Hall- ormsstaðarháls upp af Mýrum, ♦ 70 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.