Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 13
hinna göfugustu íslendinga snortið, er þeir gengu til ábergingax á hin- um mestu viðhafnarstundum. Nú skal hann bræddur upp í stríðsgjald. XVIII. Veturinn er fljótur að líða í glaumi og gestaboðum Hamborgar, cg um það bil er brumið fer að þrútna á trjánum, er tekið að ferma ís- landsförin og reiðbúa þau. Skútan sú, sem Gissur tekur sér fari með, vindur upp segl snemma í aprílmán- uði.. Það líður líka að vori á íslandi, og þá tekur fólk í Skálholti að halda uppi spurnum um það, hvort Hamborgara hafi orðið vart við land- ið. Það má ætla, að festarkonunni leiki ekki hvað sízt hugur á slíku. Ólíklegt er, að aðrir bíði heimkomu biskupsins með meiri óþreyju. Samt er það einn dag, þegar mjög er að vori liðið, að hún stendur ferðbúin á hlaði í Skálholti. Hún ætlar að ríða austur yfir Tungufljót að Bræðratungu. Og hún tekur með sér undarlega margt af því, sem hún á í Skálholti. Próventukerlingar Ögmund ar biskups hnippast á og stinga sam- an nefjum af áfergju, þegar þær horfa á eftir festarkonunni austur úr tröðunum, og vinnukona staðar- ins standa á gægjum við húshornin. Viku fyrir krossmessu fréttist það til Skálholts, að Gissur Einarsson er út kominn í Hafnarfjörð. Litlu síðar Maríudýrkunin er einn hugþekkasti þáttur hins kaþólska siöar, og ví3a voru hér á landi ágæt Maríulíkneski í kirki- um, áður en ófyrirlátssamir ribbaldar af hinum nýja sið hófu að brjóta líkneski og fyrirfara helgum dómum. Mörg fögur Maríuvers voru líka kveðin í landinu, og þeim var öllu erfiðara að festa hendur: Bið ég María bjargi mér burt úr þessum nauðum, annars heims og einnig hér, ástmær guðs, ég treysti þér, bið þú fyrir mér bæði lífs og dauðum. kemur hann heim í Skálholt. Bræð- ur hans þrír fagna honum af blíðu, móðir hans faðmar hann að sér. Þó er líkt og ekki sé allt með, fejldu. Guðrún Gottskálksdóttir kemúr ekki í leitirnar, og loks leiðir Jón Ein- arsson bróður sinn afsíðis og segir honum ill tíðindi. Festarkona er á brottu farin, þunguð af völdum kirkjuprestsins, séra Eysteins Þórð- arsonar. Gissur setur hljóðan. Sjálf- sagt veit hann þó ekki, að því er líka hvíslað um göng og hlöð á biskupsstólnum, að móðir hans, fimm tug kona eða eldri, sem átti að gæta Guðrúnar með kirkjuprestinum, hafi einnig gerzt honum vikaliprari en góðu hófi gegnir. Gissur biskup Einarsson gengur hljóður til sængur, og hin fyrsta nótt hans á stólnum líður af. Hinn næsta dag, er séra Eysteinn er kom- inn í mátstofu og setztur að borði, snarast bræður Gissurar, séra Jón, Þorlákur og Halldór, inn með al- væpni. Það verður fátt um kveðjur. Séra Eysteinn hleypur upp og vef- ur kápu sinni að höndum sér, en þeir bræður sækja að honum allir þrír. Leikurinn berst fram og aft- ur, og kirkjupresturinn reynir að bera af sér höggin með kápunni. En það berast brátt á hann sár. Þá stekkur hann yfir borðið og fær dregið sleddu, sem hann er með á sér. Eftir nokkur vopnaviðskipti hleypur hann á Þorlák og keyrir hann undir sig. Rekur hann þá sledd- una fyrir brjóst andstæðingi sínum og hleypur á hana ofan. En með því að Þorlákur er í pansara, bognar vopnið, en gengur ekki í gegn. f þessum svifum kemur séra Jón höggi á kirkjuprest, svo að af verður mik- ið sár, og tekur nú blóðrás að mæða hann. Þegar menn koma til og fá skilið þá, er séra Eysteinn óvígur orðinn, og eru á honum talin þrettán sár. Þó þöktir öndin í vitunum á honum. XIX, Andrúmsloftið kringum Gissur biskup er dálítið ónotalegt. Hann hefur unnið lokasigur á undraskömm um tíma og hlotið fulla biskups- TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 181

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.