Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 5
fyrst fram um 1550, en orðiJ fléttu- saumur er ungt. Fyrir kemur, að augnsaumur og fléttusaumur eru not aðir saman á ábreiðu. — Þetta hér er krossofin ábreiða, sem mun vera sérstæð að því leyti, að hún er gerð af karlmanni. Þórð- ur Sveinbjörnsson, ritari Stefáns amt- manns Stephensens á Hvítárvöllum óf hana. Þórður var snjall vefari, og mun amtmannsfrúin hafa fært sér þá kunnáttu hans í nyt. Þarna eru upp- hafsstafir amtmannshjónanna í ábreiðunni og einnig ártalið 1815. Þegar amtmannsfrúin var orðin ekkja, gekk Þórður að eiga hana og gerðist sýslumaður og háyfirdóm ari. Á safni í Stokkhólmi er til ábreiða með ártalinu 1814. Hún er að gerð afar lík, ábreiðunni frá Hvítárvöllum, og er hreint engin fjarstæða að hugsa sér, að Þórður hafi ofið hana líka. í henni eru aðrir upphafsstafir, sem vel gætu verið stafir biskups- hjónanna, Steingríms Jónssonar og Valgerðar Jónsdóttur, en stafirnir eru SIS og VID. — Hér er rúmábreiða, sem er merkt Helgu Björnsdóttur, móður Dómhildar Eiríksdóttur. Á henni er ártalið 1721. Þessi ábreiða er með fléttusaumi. Ég gæti trúað, að munstrið á þessari ábreiðu mætti finna í útlendum sjónabókum frá þessum tíma, en ég hef ekki athug- að það nákvæmlega. Ábreiðan er óvenjuleg fyrir það, að grunnurinn er grár, en annars er hann yfirleitt hafður gulur í þessum ábreiðum. Stafar það eflaust upprunalega af því, að útlend altar- isklæði og aðrir saumaðir helgigrip- ir höfðu gylltan grunn. — Þarna er ábreiða frá því um 1700, sem talin er vera eftir dætur séra Hjalta Þorsteinssonar í Vatns- firði, og hefur hann ef til vill teikn- að fyrir þær munstrið. En séra Hjalti var maður listhneigður og málaði meðal annars mannamyndir. Þarna er iíka ábreiða með nafni Þóru, dótt- ur Stefáns skálds Ólafssonar. Nú komum við að skáp með ýmiss konar fatnaði, bæði kvenna og karla. Þar er meðal annars samfella með afar fögrum rósabekk, saumuðum í mörgum litum. — Þessi samfella með blómstur- saumnum er eftir Guðrúnu, dóttur Skúla fógeta Magnússonar. Hún varð snemma ekkja og vann fyrir sér með hannyrðum. Þær bjuggu saman, Guð- rún og Ragnheiður Þórarinsdóttur, mágkona hennar, og stunduðu hann- yrðir. Guðrún var hjá Stephensens- fólkinu í Viðey og dó þar. Áferðin á blómstursaumnum minnir á steypi- lykkju, en hann er saumaður öðru vísi. Þessir blómstursaumuðu bekkir á samfellum virðast hafa komizt í Krossofln rúmábretða, handaverk Þórðar Sveinbjörnssonar, síSar hayfirdomart (Þjms. (4096) tízku á síðari hluta 18. aldar og tíðk- azt eitthvað fram yfir aldamótin. Samfellur urðu til á síðasta fjórð- ungi 18. aldar. Áður var notað pils og svunta, en síðar var það fellt saman í eitt, og er nafnið dregið af því. — Þarna höfum við kvenhempu með flosuðum hempuborðum. Þetta mun áður hafa heitið rósaflos, en er nú kallað hálfflos. Það var mikið um, að flosaðir borðar væru hafðir á hempum. Þessir flosuðu borðar voru gerðir í svonefndum floslár, sem er eins konar lítill vefstóll. í honum voru einnig flosaðar sessur, en stóra hluti var ekki hægt að flosa í hon- um. — Úr því að farið er að minnast á hempur og hempuborða, verðum við að líta á skinnsaumuðu borðana. Hér eru þrír heilir hempuborðar og bútur af hinum fjórða, allir með svo- nefndum skinnsaumi. Þetta eru einu íslenzku munirnir, sem vitað er um með þessum saumi. Þetta er eins konar saumuð blúnda, gerð úr ís- lenzkum togþræði. Tveir af þessum borðum eru samstæðir, sinn af hvor- um barmi á sömu flík, en hinir eru ósamstæðir. Borðarnir eru gerðir úr svörtum eða svartbrúnum togþræði. Munstrið í rósabekknum er gert úr kríluðu bandi, sem er sums staðar varpað saman, en víðast hvar hald- ið í skorðum með kappmelluðum grunnum og böndum. Nafnið skinnsaumur er að öllum líkindum dregið af því, að saumur- inn hefur verið unninn á skinni. Munstrið hefur verið dregið á skinn, bönd þrædd á það eftir uppdrættin- um og þau síðan saumuð saman, einnig eftir munstrinu með grunn- um og tengiböndum. Ekki eru kunn- ar neinar íslenzkar heimildir um að sauma á skinn, en aðferðin er al- þekkt erlendis við blúndusaum. Skinnsaumurinn, eins og hann kem- ur fram á þessum hempuborðum, er T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 173

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.