Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 9
„Hver einn bær á sína sögu,1' sagði Matthías Jochumsson. Hvert byggðarlag geymir sögur og sagnir um það fólk, sem þar hefur eytt ævidögum sínum. Einn af þeim stöð- um, sem ríkur er af sögum frá fyrri árum, er Djúpivogur við Berufjörð, enda miðstöð fyrir stórt verzlunar- svæði um langan tima. Sveitin í kring var nefnd Hálsþinghá eftir prestssetr- inu Hálsi í Hamarsfirði. Hér verður sagt í fáum dráttum frá konu, sem eyddi ævi sinni í Hálsþinghá, undir hinum fagra og svipmikla Búlands- tindi. Háls í Hamarsfirði var fyrr prests- setur eins og áður er sagt. Þar rændu Tyrkir á seytjándu öld og handtóku prestinn og heimafólk hans. Bæjarstæðið er fagurt í vina- legum hvammi undir Hálsunum. En hlunnindi hafa verið þar minni en á mörgum öðrum prestssetrum. Varp eyjarnar í Hamarsfirði nefnast Þvott- áreyjar og voru eign prestssetursins á Þvottá fyrr meir. Síðasti prestur- inn á Hálsi, séra Jón Einarsson, flosnaði þaðan upp á hörðu vori 1812 eftir þriggja ára veru þar. Frá þeim tíma hefur Háls ekki verið prestssetur, þótt kirkja stæði þar fram um aldamótin. Á undan séra Jóni Einarssyni var séra Árni Skaftason prestur á Hálsi. Hann fluttist þangað árið 1795 og var þar prestur til dauðadags. En hann drukknaði niður um ís á Beru- fjarðarleirum 16. febrúar 1809. Séra Árni var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Steinunni Sveinsdóttur, missti hann eftir stutta sambúð. Síð- ari kona hans var Helga Vigúfsdótt- ir, Jónssónar, sýslumanns í Þingeyj- arþingi. Hún var fædd 1775, en dó 30. marz 1855, áttatíu ára gömul, eflaust södd lífdaganna, því að margt gekk henni á móti í lífinu. Eftir að hún fluttist frá Halldóru, fór hún á Fossárdal. Þar var hún í þrjú ár, en flyzt þá að Markúsar- seli í Álftafirði 1853 og er talin lifa þar á efnum sínum. Þar er hún til dauðadags, 1855. Þau séra Árni eignuðust sjö börn. Henni var því mikill vandi á hönd- um, er hún missti mann sinn, og er það dómur síðari tíma, að hún T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 177

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.