Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 14
vígslu. Valdið liggur honum í hönd um, þó að það hafi orðið honum dýrkeypt. Ekki er teljandi fyrirstaða á því, að menn vilji hneigjast til fylgis við hann. Þorri verslegra mektarmanna í hinu víðlenda biskupsdæmi hans hefur hraðan á að snúast til hins nýja siðar, því að þar við getur leg- ið, hvort þeir halda lénum sínum og hreppa önnur ný. Líf án léna — það er dapurleg tilhugsun og illskárra að snara frá sér Maríu guðsmóður og dýr lingunum. Sjálfir klerkarnir hafa vísað veginn, flestir beygt sig. Og þó að nokkrir hafi gengið úr skaft- inu, þá eru þeir ekki fleiri en svo, að biskupinn getur fyllt skörðin með þvl að vígja fáeina lögréttumenn og efnábændur til prestsembættis. Þeir eru fáir, hinir vígðu menn, sem hafa þann hug i brjósti að ógna biskupi, þegar hann leitar gistingar hjá þeim, eins og séra Þórður Pálsson í Hraun- gerði. Hinir kunna að vera nokkrir, sem óttast ekki einungis biskupinn í Skálholti, sem þeir lúta, af því að hann er þeim. svo nálægur, heldur einnig reikningsskapinn við máttar- völd himinsins. En þau reyna þeir að blíðka með sannkaþólskri bæna- gerð og yfirbót í leynum. En þó að Gissur biskup hafi unn- ið þann sigur, sem ekki verður dreg- inn í efa, er hann öðrum þræði um- komulaus maður. Hann hefur kom- izt að raun um það, sem Ögmund- ur biskup fékk áður að reyna, að ekki er allt trútt af hendi þeirra, sem liann væntir sér af mestrar holl- ustu, og hann hlýtur að vita, að loft allt er lævi blandið, hversu mjög sem smjaðrað er fyrir honum. Hin hjóllynda festarkona hans, sem gildn ar jafnt og þétt undir belti austur í Bræðratungu, hefur líka greitt stærilæti hans sár, sem varla getur hafzt vel við. Og nú brýtur sá mað- ur, er ekki vílaði fyrir sér að ryðja garpinum Ögmiyidi Pálssyni úr vegi með næsta óviðfelldnum aðförum, odd af oflæti sínu: Þau boð ganga frá Skálholti í Bræðratungu, að Giss- ur biskup Einarsson vilji þá miskunn á gera við sína festarkonu að taka hana sér til ekta, unnandi henni forláts á drýgðum lostaverknaði. Bróður hennar, Oddi Gottskálkssyni á Reykjum, virðist þó slíkt horfa til hneykslis meðal almúgans. En hér verður ekkert hneyksli. Þvi afstýrir sá, sem sizt var að vænta: Guðrún Gottskálksdóttir vísar á bug forláts- boðum biskupsins, með öllu fráhverf því að ganga með honum í eina sæng. Kvenfólkið í Árnessýslu kross- ar sig hátt og lágt, þó að það sé raunar eitt af því, sem ekki á leng- ur að gera, þegar það spyr þetta þverlyndi stórbrotlegrar konunnar. Og enn sést það, a,ð Guðrún Gott- skálksdóttir er engum lík: Elur hún ekki í þokkabót þríbura í Bræðra tungu, þegar skikkanlegar húsfreyj- ur í heiðursamlegu hjónabandi láta sér nægja eitt eða i bsasta lagi tvö? En öll til þess að deyja jafn- óðum og þau skreppa inn í þenn- an heim, þó með þeirri miskunn, að skírn verður komið á þau, svo að jafnvel hneykslanlegt líferni þess- arar dæmalausu konu verður að lok- um til þess að fjölga sálunum hjá guði. En þó að Gissur biskup hafi vak- ið furðu manna með því að unna Guðrúnu sætta, ef hún hefði viljað þekkjast það, þá er hann kirkjuprest- inum ekki jafnmildur, særðum þret- tán sárum. Þegar Pétur Einarsson frá Stað á Ölduhrygg tekur hann í sitt skjól- að Bessastöðum, þykir biskupn- um skörin færast upp í bekkinn, enda slíks bjarnargreiða sízt að vænta af fornvini. Það dylst ekki þykkjan, þegar biskupinn skrifar þessum vopnabróður sínum og ávítar hann fyrir að hafa „boðið þeim héðan af garði ofan til yðar, sem mér hafa sýnt svívirðu." XX En nú er biskupi ekki til setunnar boðið. Hann hefur gert ferð á Aust- firði, og nú er ráð að ríða á Vest- firði. Það er uppi fótur og fit á höfðingjasetrunum, þegar biskup kemur í garð með föruneyti sitt, og ekkert er til sparað að veita honum virðulegar viðtökur. Eitt þeirra höf- uðbóla, þar sem hann tekur sér gist- ingu, er Núpur í Dýrafirði, þar sem býr ein rómaðasta matróna landsins, Guðrún Björnsdóttir frá Ögri, ekkja Hannesar Eggertssonar hirðstjóra, er átti að föður norskan aðalsmann úr Víkinni. Á þeim bæ skortir hvorki rausn né skörungsskap. Og kannski eldir þar líka eftir af fornri þykkju í garð gömlu kirkjuhöfðingjanna, sem sóttu fastast að hremma Vatns- fjarðarauð. Það er löng leið sunnan úr Skál- holti og vestur i Dýrafjörð, og ferð- in hefur stundum sótzt seint yfir fjallvegina á Vestfjörðum. Biskupn- um hefur gefizt gott tóm til þess að hugsa sitt ráð, þegar klöngrazt var yfir Þingmannaheiði og Kleifa- heiði. Og dætur matrónunnar á Núpi standa til mikils arfs og ekki aðrar jómfrúr frumvaxta betur ættaðar en þær. Þess vegna er það, að biskup- inn á ekki það erindi eitt að Núpi að hvílast þar um nætursakir. Hann er þangað kominn til þess að kaupa sér konu og fylla þann sess, sem þríburamóðirin synduga og þver- lynda hefur hafnað. Kvonbænum Gissurar biskups er vel tekið á Núpi, svo sem vænta mátti. Katrín Hannesdóttir er honum heitin með ráði móður hennar og frændgarðs þess, sem þar átti mál- urn að svara. Og þegar biskup kem- ur heim í Skálholt úr þessari yfir- reið, er kaupmáli gerður, og litlu síð- ar er festaröl drukkið í stóru. stofu. Þangað er þá komin Guðrún Björns- dóttir, kona ótrauð til ferðalaga, og synir hennar þrír, og þar eru líka þrír bræður biskups — þeir hinir sömu og bái-u vopn á séra Eystein Þórðarson. Á eftir fylgir fögur brúð- kaupsveizla að liðnum hóflegum tíma. XXI Árin mjakast áfram. Virðulegur kennifaðir, Marteinn Lúter, spyrst andaður suður á Þýzkalandi — „hafði predikað það hreina guðsorð i tuttugu og átta ár og fjóra mánuði, þrem dögum miður.“ Kannski gráta sumir þurrum tárum. En það er annað, sem vekur geig: Formyrkvan ir miklar verða á sólu og tungli, og slíkt hefur aldrei þótt boða gott. Og norður í Vatnsdal rifnar fjall í sundur, steypist yfir bæinn Skíða- staði og grandar þrettán eða fjórtán mönnum. Vofir reiði guðs yfir þessu landi? Sé svo, þá veit alþýða manna, hvað þeirri reiði veldur. Gissur biskup Einarsson þykist kannski líka renna gnin í það. Áður en Marteinn Lúter dó, út gekk sú bók, er sannaði gðð- um mönnum að páfadómurinn er af djöflinum stiftaður, og þó veður páfavillan enn uppi í sjálfu Skál- holtsbiskupsdæmi. Þegar þeir menn deyja, sem þó hafa látizt játa hin- um nýja sið, ákalla þeir guðsmóð- ur og helga menn í erfðagerningum sínum. Hvar sem því verður við kom- ið, krýpur fólk að krossum og lík- neskjum, kertakveikingar eru sífellt iðkaðar. latínubænir á hvers manns » vörum, helgra dóma vitjað á laun. Þó að strjálazt hafi göngur manna í Skálholti síðan Þorláksskrín var borið á afvikinn stað, þar sem ekki er auðvelt aðgöngu, þá er einungis leitað nýrra úrræða. í kirkjunni í Kaldaðarnesi er til dæmis róðukross, sem lengi hefur hvílt á mikil helgi, og nú streymir fólk þangað. Á kross- messum er þar múgur og margmenni, og lasburða fólk vestan yfir Hellis- heiði gerir sér jafnvél ferð austur á Kambabrún, þótt það treysti sér ekki lengra, til þess að gera þar bæn sína, því að þaðan sér heim til Kaldaðarness í sæmilegu skyggni. Gissur biskup „formerkir fyllilega, að sá blindleiki og hjátrú fer enn nú ekki svo mjög minnkandi sem skyldi, að fávíst fólk leiti sinnar velferðar hjá svo auvirðulegum hlutum sem hjá einum og öðrum líkneskjum og sérlega hjá þeirri róðukrossmynd, sem hér er í Kaldaðarnesi, méð áheit- um og fórnfæringum og heitgöng- um.“ Það er margt, sem mæðir biskup- 182 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.