Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Síða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Síða 20
Tvær tengur, gerðar af mönnum af Chamberlensættinni. en af kaupunum yrði, skyldi Hugh Chamberlen standast þraut, er færði sönnur á ágæti tækisins. Próf þetta fór fram 19. ágúst 1670. Frægur franskur læknir, Mauriceau, hafði árangurslaust reynt að hjálpa konu, sem ekki gat fa|'t, og hafði hann nú gefið upp alla von um, að sér tæk- ist það. Kom þá Hugh Chamberlen til skjalanna og kvaðst mundu ljúka verkinu á stundarfjórðungi. En það kom á daginn, að Chamberlen hafði Þannlg voru tækl þau, er arabíski læknirinn Abúlkasim lýsfl i bók sinnl. lofað meiru en hann gat efnt. Eftir þriggja klukkustunda strit varð hann að gefast upp, en konan dó næsta dag án þess að nokkuð yrði fyrir hana gert. f þessu tilviki hefur verið um að ræða of þrönga grind, en þegar svo er, kemur töngin ekki að gagni. Af þessu sést, að Hugh Chamberlen hefur ekki gert sér grein fyrir, hvenær hægt er að koma tönginni við og hvenær ekki. Að sjálfsögðu varð ekkert úr sölu á tönginni í þetta sinn. Öðru hvoru megin við aldamótin 1700 seldi Hugh Chamberlen töng- ina til Hollands. Læknir nokkur í Amsterdam, Roonhuysen að nafni, keypti hana. í Hollandi gekk hún síðan kaupum og sölum. Jafnvel eft- ir að hún var kunngerð í Englandi milli 1730 og 1740, urðu allir, sem vildu verða fæðingarlæknar í Hol- landi, að kaupa töngina af lærifeðr- um sínum, því að öðrum kosti fengu þeir ekki leyfi til að starfa sem slík- ir. Verra var þó, að það, sem selt var, var ekki nándar nærri alltaf hin rétta töng, heldur annað, varla nothæft verkfæri. Virðist tönginni hafa farið aftur í höndum Hollend- inga. Roonhuysen, sem fyrstur fékk hana til umráða, gætti þess vand- lega að láta engan fá vitneskju um gerð hennar. Hann lét ekki einu sinni konur þær, er hann hjálpaði, sjá töngina, hvað þá Ijósmæður eða aðra, sem eitthvað gætu á henni grætt. Loks kom þó að því, að Roon- huysen gat ekki lengur haldið furðu- verkinu leyndu. Eitt sinn bar svo við, er hann var í þann veginn að taka til starfa, að borgarstjórinn í Amsterdam kom og gerði boð fyrir hann. Roonhuysen flýtti sér að fela tækið, en elzti nemandi hans, sem þarna var staddur, og hann hafði lofað að kenna listina, fann töngina, meðan hinn brá sér frá, og teiknaði hana upp. Það hafði reyndar spurzt út, að til væri leynilegt meðal til hjálpar fæðandi konum, en ekki var vitað hvað það var. Ýmsar ágizkanir voru uppi, talið, að þetta væri einhvers konar lyf, eða bara sú aðferð að snúa fóstrinu. En óvíst er, hvort nokkur hefur verið svo snjall að láta sér detta hið rétta í hug. Allur þessi feluleikur Chamberlen- ættarinnar með töngina leiddi ti þess, að öðrum var veittur heiður- inn af uppfinningunni. Allt fram til ársins 1882 töldu margir fræðimenn, að höfundur fæðingartangarinnar væri flæmski læknirinn Johan Pal- fyn. Honum var meira að segja reist- ur minnisvarði af því tilefni. Palfyn á að vísu skilið viðurkenningu, því að hann lagði af fúsum vilja fram tæki það, sem hann notaði. Þetta áhald líkist helzt tveimur skeiðum, 188 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.