Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 7
Silki- og gullsaumaður messuskrúði frá Hólum, stóla, handlín og höfuðlín (Þjms. 6028). Á endum handlínsins eru myndir af íslenzkum dýrlingum, Þorlákl helga og Jóni Ögmundssynl. Ljósmynd: Gísli Gestson. kona til að kenna Elínu Þorláksdótt- ur, mágkonu Ragnheiðar, og mætti hugsa sér, að einhver áhrif hafi bor- izt frá henni til Ragnheiðar, til dæm- is gæti Ragnheiður hafa lært eitt- hvað af Elínu. Hér höfum við hökul, sem hjónin Jón Thorlacius sýslumáður og Sess- elja Hallgrímsdóttir gáfu Víðivalla- kirkju á Fljótsdal. í krossi á baki hökulsins er Kristsmynd saumuð með refilsaumi. Þessi Kristsmynd er ann- að tveggja dæma um refilsaum, sem til eru frá 17. öid. Hitt er andlits- mynd af Þorláki Skúlasyni, saumuð af Elínu, dóttur hans. Það er eina saumaða mannsmyndin, sem til er hér á landi frá þessum tíma. Þá var mikið í tízku í Englandi að sauma manna- myndir, en ég hef ekki séð þannig myndir frá hinum Norðurlöndunum. Ef til vill má setja þessa mynd í samband við ensku kennslukonuna, sem kenndi Elínu, dóttur Þorláks. Þessi mynd fór einhvern tíma til Danmerkur. Danir gerðu smávegis við hana og sendu síðan til íslands aftur. Þeir virðast ekki hafa kært sig um að eiga hana, og megum við auð- vitað vel við það una. Við Elsa látum lokið göngu okkar um sali safnsins, þótt margt sé eftir, sem væri þess virði að minnast á það. En við skulum enn líta á einn hlut, sem safnið á í fórum sínum, og er sá ekki síður merkisgripur en ann- að, sem við höfum spjallað um. — Þetta er bútur af röggvarvefn- aði, sem fannst i ágúst 1959 á Hey- nesi í Innri-Akraneshreppi. Það var verið að grafa fyiir húsi, og fund- T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 175

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.