Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 10
hafi ekki valdið því hlutverki. Sumt af börnunum fór til ættingja, en önnur hafði hún með sér. Eftir fráfall séra Árna varð ekkj- an auðvitað að víkja af jörðinni. Nú vill svo illa til, að kirkjubækur Hálssóknar frá aldamótum til 1833 eru glataðar. Og er því ekki unnt að fylgjast með flutningum fólk . £rá ári til árs. En svo virðist, að Helga hafi flutt frá Hálsi að Hamri, sem er næsti bær innar með firðinum. Þar bjó hin til 1817, að hún fluttist í Ham- arssel, innar í dalnum, og mun hafa búið þar til 1830. Sennilega hefur hún fengið jarðnæði að Hamri með hjálp kirkjuyfirvalda, og þar bjó hún með ráðsmanni. í manntali 1816 býr hún þar og hefur hjá sér þrjár dætur sínar, Guð- rúnu 18 ára, Steinunni 14 ára og Guðríði 8 ára. Ráðsmaður hennar er þá Sigurður Björnsson frá Hamri. Hann er kvæntur maður. en hefur átt barn með ekkjunni stúlku að nafni Halldóru, sem þá er þriggja ára, fædd 11. marz 1813. Er þá komin til sögunnar kona sú, er hér verður gerð að umtalsefni, en mér vitanlega hefur fátt verið ritað um áður. Hefur hún þó orðið formóðir margra merkra samtíðarmanna okk-' ar. Mjög mun prestsekkjunni hafa ver ið láð þetta misstigna spor. En færa má henni það helzt til málsbóta, að hún var aðeins 38 ára, þegar hún varð ekkja og því enn í fullu lífs fjöri. En ekki þurfti hún að skamm- ast. sín fyrir þessa dóttur sína. En Helga lenti í fátækt og raunum. Með- al annars lenti hún í mjög leiðin- legu máli, þegar hún var í Hamars- seli, sem verður þó ekki rakið nánar hér. Enda flutti hún úr dalnum skömmu síðar. Halldóra Sigurðardóttir ;yddi æsku árum sínum í Hamarsdal. Þar befur hún eflaust verið smalastúlka á sumr- um eins og flestir jnglingar í þá daga. Þegar hún stálpaðist i Ham- arsseli. hefur hún gætt fráfærnaánna úti á Selhjalla og uppi um Fell Hún hefur séð fjallatindana háu, sem um- kringja dalinn. brosa í sólskininu og þokuna hjúpa bá á góðviðriskvöld- um. En hun hefur einnig tekið þátt í raunum og erfiðleikum móður sinn- ar Og Hklegt er. að þær -aunir hafi haft áhrif á næmgeðja unglings stúlku Þá hefur hún eflaust 'erið minnt á það, að hún hafi verið „i heimsins ínáð fædd.“ Fólkið ar strangara í dómum í heim efnum þá en nú. Halldóra var fermd i Hálskirkju sumarið 1827. fjórtán ára að aldri. Vitnisburður prestsins í kirkjubók inni er: „Kann ei illa, gáfugóð og skikkanleg." Verður fátt út úr því lesið. Þá á hún heima í Hamarsseli. Lítið hefur Halldóra haft af föð- ur sínum að segja. Þegar hún var sex ára, fluttist hann burt frá Ham- arsseli árið 1820 að Skála á Beru- fjarðarströnd. Hann lézt á Teigar- horni 1838, 69 ára gamall. Ekki hef ég getað rakið feril Hall- dóru næstu árin. En þegar hún er um tvítugsaldur, réðst hún ' innu- kona til Marteins Tvede, sýslumanns á Djúpavogi. En hann var þar bú- settur um nokkur ár og oftar en einu sinni. Vistin í sýslumannshús- inu varð hennar skóli. Þá þótti góð- ur skóli fyrir ungar stúlkur að vera á góðum heimilum í æsku, áður en þær þurftu að sjá um heimili sjálfar. Þegar Níels Weyvadt verzlunar- stjóri kom til Djúpavogs til þess að taka þar við forstöðu Örum & Wúllfs verzlana, þá var hann einhleypur maður, 27 ára gamall. Fékk hann þá Halldóru Sigurdóttur fyrir ráðs- konu, en hún var á svipuðum aldri. Hún verður eflaust fyrir valinu af tveim ástæðum. Hún hefur verið á embættismannsheimili og kynnzt þar svipuðum háttum og Weyvadt vildi hafa á sínu heimili. Og hún hefur haft gott orð á sér fyrir myndar- skap í verkum. Við þetta má svo bæta, að Weyvadt sagði síðar, að Halldóra hafi verið sú fegursta kona, sem hann hafi séð. Ekki verður hér sagt neitt frá ráðskonustörfum Halldóru. En næsti örlagaatburður í lífi hennar gerist 14. október 1842. Þá fæðir hún son, og er Weyvadt verzlunarstjóri- faðir barnsins. Drengurinn var skírður Níels Emil Weyvadt, og hefur fað- irinn einn ráðið nafngiftinni. Um vorið hafði Helga, móðir hennar, flutt í kaupmannshúsið til dóttur sinnar. Bendir það til ræktarsemi og að hún hafi borið einlæga ást í brjósti til þessarar efnilegu dóttur sinnar. Helga var sjálf ljósmóðir ntla drengsins. Má af því ætla, að hún hafi verið lærð ljósmóðir. En þegar hann var skírður, voru skírnarvott- ar Björn Gíslason, hreppstjóri í Borg argarði, og Tómas Skúlason á Bú- landsnesi, báðir Norðlendingar. Halldóra er hjá Weyvadt verzlun- arstjóra næstu árin til 1845 og hlú- ir þar að litla drengnum sínum. En hverjir voru draumar þessarar ungu stúlku þessi ár í kaupmannshúsinu í Djúpavogi? Er það of djarft að álykta, að þessi efnilega stúlka hafi Dorið þá djörfu von í brjósti að verða húsfreyja á heimili verzlunar- stjórans. Er nokkuð eðlilegra? Hún þekkti mannkosti Weyvadts og iiefur eflaust viljað staðfestast þar. En sú von rættist ekki. Talið er þó, að hann hafi borið ást í brjósti til Halldóru. En sennilega hefur fólki hans ekki þótt viðeigandi, að hann gerði þessa alþýðustúlku að eigin- konu sinni. En stéttaskipting hefur alltaf verið meirl í Danmörku en hér á landi. Halldóra varð því ekki eiginkona Weyvadts. Hann gekk að eiga Soffíu, elztu dóttur Tvede sýslumanns, árið 184'5, þá átján ára gamla. Þá flutt- ist Halldóra burt úr sýslumannshús- inu frá lilla drengnum sínum og ef- laust kalin á hjarta. En hún fór .;kki langt. Hún gerðist vinnukona í Borg- argarði hjá Friðrik Rasmussyni Lynge frá Akureyri og konu hans, Gróu Sigurðardóttur frá Hamarsseli. Hafa þær eflaust verið vinkonur. Hjónaband Weyvadts varð gott. Soffía virðist hafa verið gæðakona. Bæði voru þau hjón vel metin. En lítið hafði Halldóra af syni sínum að segja eftir þetta. Þetta auðuga fólk tók hann frá henni. Hann var hjá föður sínum á Djúpavogi til átta ára aldurs. Þá var hann sendur til Kaupmannahafnar og ólst þar upp hjá systur Weyvadts. Eflaust hefur Halldóra saknað sonar síns. Níels Emil Weyvadt yngri gekk menntaveginn. Stúdentsprófi lauk hann 1861 og lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1870. Hann barðist sem sjálfboðaliði í her Dana gegn Þjóðverjum 1864 og bótti efnismaður. Hann kom til íslands, eftir að hann hafði lokið prófi. Sumarið 1872 var hann fulltrúi sýslumannsins á Eskifirði. Dvaldist hann þá um tíma þetta sumar hjá föður sínum á Djúpa vogi, en síðar ætlaði hann til Reykja- víkur og taka þar við fulltrúrstarfi hjá landfógeta. Framtíðin blasti við þessum unga og efnilega manni. En allt fór þetta á annan veg. Halldóra var dæmd til þess að sjá af honum ungum. Nú varð faðir hans einnig að bergja þann beiska bikar að sjá af honum. Hinn 22. september þetta sumar gerðist eitthvert hörmulegasta slys, sem um getur í sögu Hálsþinghár. Þá fórst bátur í blíðuveðri á leið frá Teigarhorni út í kaupstaðinn. Á bátnum var tíu manns, allt ungf fólk, þar af fimm börn Weyvadtshjónanna. Þarna drukknaði sonur Halldóru, lög fræðingurinn ungi. — Hér verður þessu slysi ekki lýst nánar, þar sem af því er góð og glögg frásögn ann- ars staðar. (Sunnudagsblað Tímans 7. apríl 1962.) Engar sögur eru til um tilfinning- ar Halldóru til þessa sonar síns. En það liggur ljóst fyrir, að mjög muni henni hafa gengið til hjarta hið sviplega fráfall þessa efnilega sonar, þegar það fréttist heim í litla bæinn hennar í Borgargarðsstekkum. Halldóra Sigurðardóttir giftist i Borgargarði Rasmus Rasmussyni Lynge, trésmið frá Akureyri, árið 1846. Var hann bróðir Friðriks í Borgargarði. Átti hann þá eina stúl-ku, Vilhelminu að nafni, á fyrsta Fraiphald á 189. síðu. 178 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.