Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Side 3

Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Side 3
skall allt í einu á dimmur kaf- aldsbylur. Ég hafði aldrei áður farið yfir Hallormsstaðarháls, en mér var vísað þannig til vegar, að ég skyldi taka stefnu þvert yfir hálsinn og væri hálftíma- gangur milli brúna. Þegar ég sæi Hallormsstað, skyldi ég fara inn og ofan brekkurnar ofan við aðal- skóginn og síðan eins og leið lægi í Hrafnkelsstaði, sem nánar var lýst fyrir mér. Lánaði hús- bóndi minn mér úr, svo að ég vissi, hvað tíma liði. Nú sem ég stóð þarna á aust- urbrún hálsins í dimmviðrisbyl, gerðist ég nokkuð á báðum átt- um, hvað gera skyldi. Datt mér í hug að snúa við, en bjóst þó við, að þetta yrði kannski él eit og myndi bráðlega birta upp. Tók ég þá ákvörðun að halda áfram og setti vel á mig veðurstöðuna. Vindur var á hægri hlið, og gang- færi hafði verið gott, áður en fór að snjóa. Þegar mig fór að lengja eftir því, að ég kæmi á norðurbrún hálsins og halla tæki undan fæti, leit ég á úrið. Sá ég þá, að ég var búinn að ganga i þrjá stundar- fjórðunga, en mér hafði verið sagt, að mun styttra væri milli brúna. Þóttist ég geta ráðið af því, að ég hefði farið eitthvað af- vega. Tók ég það ráð að setja meira í veðrið, og ef ég fyndi þá ekkert undanhald að hæfilegum tíma liðnum, ætlaði ég að grafa mig í fönn, áður en ég þreyttist til muna. Þegar ég hafði gengið þannig nokkurn tíma, fannst mér ég verða var undanhalds til hægri hliðar, og breytti ég þá um stefnu og gekk því næst beint í veðrið. Fann ég, að hallinn smájókst, og eftir nokkra hríð kom ég á harð- sporaslóðir eftir fé. Af því dró ég, að ég væri einhvers staðar ná- lægt bæjum, þótt engin sæi ég hús, enda var nú kafaldið ekki al- veg eins dimmt og það hafði verið á fjallinu. Það mátti með öðrum orðum kallast ratljóst ''unnugum mönnum. Nú grillti ég í djúpt gil á vinstri hönd, og ofan með því fór ég, unz ég kom á sléttlendi, leitaði síðan undan veðri. Rakst ég þá á Hrólfs- gerði, beitarhús frá Hrafnkels- stöðum, og var beitarhúsasmalinn þa. fyrir. Varð hann undrandi á því, að ég skyldi koma yfir Hall- ormsstaðarháls í slíku veðri og fólkið á Hrafnkelsstöðum ekki síður, er þangað kom heim. Þegar Jónas hafði lesið bréf Finnboga, kvað hann upp úr með það, að enginn maður færi í því veðri, sem þá var, austur fyrir háls, og var ég því um kyrrt á Hrafnkelsstöðum um daginn og hina næstu nótt. — Til skýringar skal það tekið fram, að málvenja er á Héraði að tala^um að fara austur yfir háls og norður yfir háls eins og það væru gagnstæðar áttir. En aðalstefna Fljótdalshér- aðs er frá suðvestri til norðaust- urs, svo að í rauninni eru áttirnar yfir hálsinn suðaustur og norð- vestur. Til eru sagnir um nokkuð marga menn, sem villzt hafa og jafnvel orðið úti í Hallormsstaðar hálsi, þótt stuttur fjallvegur sé. Flestir eða allir hafa þeir villzt suður á hálendið. Orsakast það af breytilegri vindstöðu þar, sem ég fékk að reyna í þessari ferð og hef oft orðið var við síðan. . Seinna, þegar ég var orðinn kunnugur á þessum slóðum, skild- ist' mér, að kindaslóðirnar, sem ég kom á, höfðu verið skammt fyrir utan Skjögrastaði, sem þá voru í byggð, svo að ég hlýt að hafa ver- ið kominn nokkuð lángt afvega, þegar ég breytti stefnunni og sneri beint í veðrið. Næsta morgun var ég snemma á fótum. Fékk Jónas læknir mér þá bréf og meðalaglas eða böggul og sagðist ekki telja þörf á því, að hann færi sjálfur austur. Þá var nokkuð bjart veður, en þó dimmt til fjalla og snjóhraglandi „af norðaustri. Sagði læknirii.n mér, að ekkert vit væri í að leggja á hálsinn fyrr en utan við Hall- ormsstað, og gamall maður, sem á bænum var, kvaðst vera viss um, að það væri blindbylur aust- ur í Skriðdal. Ég þekktist þessi ráð og fór sem leið liggur í Hall- ormsstað. Ófærð var nokkur í Hall ormsstaðarskógi og gata óglögg, svo að ég tapaði veginum, en þó komst ég tafarlítið gegnum skóg inn. Slíkt væri ekki unnt nú, svo mjög sem hann hefur vaxið síð- an, enda var hann í þá daga ógirtur og lá undir ágangi búfjár Þegar ég kom í Hallormsstað. hitti ég gamlan mann. sem Bjarni hét, og bað um fylgd austur yfir hálsinn. En hann sagði mér, að enginn karlmanna væri heima nema hann, og gæti ég enga fylgd fengið. Ráðlagði hann mér að fara til næsta bæjar, út í Hafursá, og fá fylgd þar. Það vildi ég þó ekki. Bað ég hann að vísa mér til vegar, og það gerði hann, þó að hann teldi óráð «f mér að leggja á hálsinn. Sagði hann vera ösku byl í Skriðdalnum. Ekki sást í bjargið, sem er i hálsbrúninni, nema annað veifið, og utan við það sagði hann mér að fara og síðan austur yfir Haf- ursárgil Yrði þá hlíð á hægri hönd, er yfir gilið kæmi, og með- fram henni færi ég austur á Skor- hrygg. Með þetta lagði ég af stað. Komst ég austur yfir Hafursárgil, og virtist mér þar vera hlið á hægri hönd. En nú fannst mér sem veðurstaðan hefði snögglega breytzt, því að vindurinn, sem átti að vera á vinstri hlið, stóð beint í fangið. Skyggni var mjög lítið, þegar upp á brúnina kom, og stormur allmikill. Hélt ég þó áfram um stund, unz nokkuð greiddi til. Varð ég þá var við gil á vinstri hönd, og litlu síðar sá ég ofan til Lagarfljóts. Ég hafði snú- ið við og var á leið ofan í Skóga. Hélt ég að bæ, sem ég sá, og var það Hafursá. Þar hitti ég bóndann, Sigurð Einarsson, og fór heldur að fara um hann, þegar ég hafði sagt hon- um deili á ferðum mínum. Hann hafði frétt, að kíghósti væri á bæj- um í Skriðdal, og forðaðist að koma nærri mér. Sagði hann, að_ vinnumaður sinn væri enn á beit- arhúsum, enda hefði hann ekki þorað að láta hann fylgja mér, þótt heima hefði verið, því að hann vildi umfram allt forðast kíghóstann. Einhver orð hafði ég um það, að ég væri þyrstur, en hann kvað skammt í Freyshóla næsta bæ. og vísaði mér til vegai þangað. Bóndanum í Freyshólum, Jóni Ólafssyni, var ekki heldur um komu mína gefið, þegar hann vissi, hvaðan mig bar að. Það var sem fyrr kíghóstinn, sem þvi olli. Þó var mér boðið inn á bæjar- dyraloft, og þangað var mér færð- ur matur og drykkur. í þessum svifum kom beitarhúsasmali Sig- urðar á Hafursá, Pétur Pétursson, og varð það að samkomulagi milli hans og Freyshólabónda, að þeir fylgdu mér báðir austur yfir háls- inn. Þegai við komum á beitarhúsin frá Vaði í Skriðdal, sáum við, að smalinn þar myndi nýfarinn heim Töldu þeir, að ég gæti fylgt slóð hans heim að Vaði En farið var að dimma af nóttu, og tapaði ég slóðinni fljótlega. En nú var veð- ur heldur farið að lægja, og sá ég bæinn á Vaði, er ég fór þar hjá Hélt ég áfram undan veðr- inu og fylgdi árbökkunum inn á Mýraeyri. Þá var ég kominn á þær slóðir, er ég kannaðist við. Nú var orðið dimmt af nóttu Framhald á 190. síðu. T { M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 171

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.