Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 15
SéS heim aS KaldaSarnesi — eitt af minnismerkium brezka hernámsins fremst á myndinni. Þarna var krossinn frægl, huggun hrjáSra og hrelldra manna. Þau spjöll voru framin af einum Skálholtsbiskupa eftir daga Gissurar, aS krossinn var brotinn. Þegar Brynjólfur Sveinsson var biskup, í Skálholti, gaf hann Kald- aSarneskirkju nýjan kross í sárabætur. En hann kom of seint — á hann féll aldrei nein heigi. Ljósmynd: Þorstelnn Jósepsson. inn, og eitt er það, að ekki fylgir barnalánum þeim konum, er hann hefur sér fastnaðar. Katrín biskups- frú verður tvívegis léttari. En börn hennar deyja nýfædd. Ef til vill eru getur hafðar uppi um það, hvað þessu veldur, og það má jafnvel vera, að biskupinn verði þess áskynja. Getur verið, að blessun guðs fylgi honum ekki? En Gissur biskup lætur ekki und- an síga. Einn dag eru hestar rekn- ir í hlað í Skálholti og tygjaðir til ferðar. Biskupinn á erindi niður í Flóa með nokkurt föruneyti: Nú skal látið til skarar skríða gegn ■róðukrossmyndinni í Kaldaðarnesi, þessu athvarfi villuráfandi lýðs. Eng- inn skal framar tendra við hann :kerti sitt né gera þar heit í nauð- um. Það er sjálfsagt áliðið dags, þeg- ar þeir biskup og förunautar hans stíga af hestum sínum í hlaðvarpan- úm í Kaldaðarnesi. Og nú er geng- ið snúðugt til kirkju og krossinn íekinn niður að skipan biskups. Og tenn sem fyrr eru Skálhyltingar skyggnir vel á silfur og gull. Kross- inn er fagurlega búinn, og nú er hinn 'dýri búnaður slitinn af honum, því að biskupinn ætlar að hafa eðalmálm- inn með sér heim. Þegar þessu er lokið, er krossinn borinn út. Nú er litla kirkjan á bökkum Ölfusár svipt þeim helgidómi, sem hún er vígð. En getur það verið, að sjálfur hinn lúterski biskup sé ekki með öllu geiglaus? Hann hefur rænt hinn helga róðukross búnaði sínum, en hann lætur hvorki brjóta hann né brenna, heldur bera hann á afvikinn stað, líkt og skrín Þorláks helga í Skálholti. Kannski er þetta einungis meðalvegur, sem þeim hygg indamanni, sem Gissur biskup Ein- arsson er, þykir áhættuminnst að fara að því marki, sem hann hefur sett sér. Verið getur, að það sé ekki reiði guðs, sem hann óttast, heldur sé kaþólskan svo máttug í Árnes þingi, að varhugavert megi kallast að storka mönnum um of. Litlu síðar berast frá Skálholti fréttir, sem ekki koma þó öllum á óvænt: Gissur biskup er sjúkur. Menn segja fátt fullum rómi í margra áheyrn, því að það gæti farið of langt. En samt ber^t það frá manni til manns um allar jarðir, að hönd drottins hefur lostið biskupinn í Skálholti — þolinmæði hans var of- boðið, er krossinn í Kaldaðarnesi var saurgaður og óvirtur. Og biskupnum elnar sjúkleikinn, svo að hann fær ekki riðið á Öxarárþing. Á langa- föstu veturinn 1548 gefur hann upp öndina, maður á miðjum aldri. Það ber kannski að nokkuð um svipað leyti, að Gissur biskup Einars- son er grafinn í kór Skáliholtskirkju og heilagur kross er aftur kominn á sinn stað í kór litlu kirkjunnar í Kaldaðarnesi. XXII Þannig lýkur sögu fyrsta lúterska biskupsins á íslandi. Hann var hvorki langlífur né giftudrjúg- ur í einkalífi sínu, og eft- irmæli hans eru nokkuð tví- bent. Ekki bætir um, að hann auðgaðist svo á þeim árum, er hann fór með biskupsvald I Skálholti, að ekki getur verið með felldu. Hann hófst til biskupstignar örsnauður og fór með stólsforráð í tæp átta ár, en arfur eftir hann nam tvö hundruð og fjörutíu kýrverðum. Hann hefur sýnilega verið stórvirkur við að skara ^ld að sinni köku. En skylt er að hafa það í huga, að hið sama má segja um fjölmarga valdamenn aðra, er uppi voru samtímis honum. Sjálfsagt hefur Gissur Einarsson trúað þvj, að sá siður væri betri, er hann ruddi braut í Jandinu, en hinn fyrri. Samt varð hin fyrsta upp- skera íslendinga af siðaskiptunum megn hjátrú og átakanlegt umburðar- leysi, örbirgð og kröm. Og hversu trúaður sem hann kann að hafa ver- ið á siðabótina, sem hann kynntist úngur í Þýzkalandi, þá verður aldrei af honum þvegið, að hann beitti und- irferli og svikum til þess að koma sínu fram, sigldi undir fölsku flaggi og níddist þar á ofan á þeim manni, sem hann átti allt að launa, blind- um og örvasa. Slík vinnubrögð voru þó ekki neitt einsdæmi, þótt verknaður Gissurar sé öðrum minnisstæðari sökum þess. að þar tefldu tveir Skálholtsbiskup- ar tafl sitt um örlög þjóðarinnar Tæpum hundrað árum síðar þótti ti) Framhald á bls. 186. T f M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ 18:

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.