Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Blaðsíða 2
INGÓLFUR DAVÍÐSSON:
Fornþjóðir stríddu
vií jurtasjúkdóma
„Útlend þjóð hefur gert innrás 1
•k landið, óvígur her, tennur hans eru
sterkar sem Ijónsins. Framundan
liggur landið blómlegt sem aldin-
garðurinn Eden, að baki er auðn
ein.“
Þessi orð ritaði Jóel spámaður fyr-
ir fjögur þúsund árum, er flökku-
engisprettur réðust á land hans. Átt-
unda plágan í Egyptalandi á dögum
Faraós var líka af völdum engi-
sprettna er átu allan gróður, svo að
hungursneyð varð í landinu. Enn
herja engisprettur í milljarða tali
þurr héruð í Afríku og Asíu. Engi-
sprettumökkur, kannski 50—100 þús-
und lestir að þyngd, veltur yfir stór
landflæmi og skilur við þau sem
eyðimörk. Stundum tekst að hefta
framrás engisprettnanna með því að
strá yfir þær eiturlyfjum á jörðu og
úr lofti og herja á þær með eldi.
Sumir þjóðflokkar eta engisprett-
ur og eru einkum sólgnir í lærin.
Fæða Jóhannesar skírara í eyðimörk-
inni forðum var einmitt engisprett-
ur og skógarhunang.
Ryðsveppir hafa verið plága á
korni frá alda öðli, ritningin getur
um þá, að Rómverjar hinir fornu
héldu sérstakar hátíðir til þess að
milda guðina, svo að þeir afléttu
plágunni og leyfðu korninu að vaxa
og nýtast. Rómverjar notuðu annars
brennistein sem varnarlyf. Hómer
nefnir líka brennistein til sótthreins
unar og böðun útsæðiskorns í sút-
unarsýruvökvum. Forn-Rómverjar
úðuðu matvæli, sem áttu að þola
langa geymslu, með olíum. Þann-
ig voru til dæmis matvæli herja
þeirra stundum meðhöndluð.
Arsenik var notað sem skordýra-
eitur í Kína fyrir um tvö þúsund
árum og nokkru síðar í Rómaveldi.
Plöntulyf eru sem sé ævagömul í
sögunni, þótt notkunin væri að vísu
miklu minni fyrrum heldur en nú
gerist.
Korndrjólar, svartir, eitraðir
sveppakeppir, voru lengi mjög ill-
ræmdir í norðanverðri Evrópu. Þeir
lifðu á öxum kornsins og ollu hættu-
legum sjúkdómum, ef þeir komust í
mjöl. Mun rúgmjöl, sem hingað var
flutt á fyrri öldum, stundum hafa
verið mengað þessum eitursvepp.
Kornið var dökkleitt og gat orðið
beiskt. Nú er sáðkorn víðast Laðað
í sterkum sótthreinsunarlyfjum gegn
þessum og fleiri sjúkdómum. Sjálft
sáðkornið verður þá eitrað og má
ekki neyta þess. Notuð eru meðal
annars kvikasilfurlyf (Rómverjar
notuðu safa úr malurt, húslauk, olíur
og brennistein til sóttvarna gegn
kornsjúkdómum). Sveppar, náskyld-
ir korndrjólunum, sjást alloft hér á
landi í öxum melgrass og fleiri grasa
og eru varasamir. Nú á dögum er
korndrjólasveppnum haldið í skefj
um, en fyrr á öldum drap hann
fjölda manna í Mið-Evrópu og víð-
ar. Sýkt fólk getur fengið eins konar
dansæði — það stappar fótum og
sveiflar handleggjum í ósjálfræði.
Jurtasjúkdómar hafa oft valdið
hallæri. Árin 1845 og 1846 gereyði-
lagði kartöflumygla uppskeru kart-
aflna á írlandi. Dó þá nær milljón
manna úr hungri og fjöldi flýði land.
Lyf gegn myglunni, Bordóvökvinn
frægi, kom ekki fram á sjónarsviðið
fyrr en 1885 og var fyrst notaður á
vínvið í Frakklandi til þess að verja
vínberin fyrir þjófum. En brátt kom
lækningamátturinn í ljós.
Tóbakslögur var notaður til þess að
eyða skaðsemdarflugum á perum og
fleiri ávöxtum skömmu fyrir 1700.
einnig í Frakklandi. Tóbakslyf (niko
tín) eru enn notuð.
Olíur eru afarmikið notaða;
til þess að eyða lirfum flugna
tegunda, sem bera malaríu, svefn
sýki og fleiri hættulega sjúkdóma
með sér í heitum löndum. Er olíu
meðal annars dælt í polla og vötn,
þar sem Iirfurnar klekjast. Árið 1939
var talið, að um sex milljónir manna
týndu lífi vegna malaríu árlega, en
ekki nema hálf önnur milljón árið
1963. Kemur DDT einnig við sögu.
bæði gegn malaríu og sem lúsaeyð-
andi lyf, en lýs bera með sér hina
háskalegu útbrotataugaveiki, er
verið hefur sérlega skæð á styrjaldar-
tímum, er þrifnað skorti tiltakan
lega. Gat lúsin og taugaveikin stund-
Ingóifur Davíðsson magister-
um ráðið úrslitum i hernaði a okk-
ar dögum, líkt og flóin og svarti-
dauði fyrr á öldum. Notkun lyfja
gegn jurtasjúkdómum er í rauninni
afarforn. Indverjar notuðu kalk og
viðarösku gegn jurtakvillum löngu
fyrir íslands byggð, en Forn-Grikkir
brennistein og Kínverjar arsenik Á
íslandi hafa jurtalyf naumast verið
notuð fyrr en um eða iaust eftir
1920. Notkun jurtalyfja (og manna-
lyfja) er ill nayðsyn, og öll lyf er
unnt að misnota. Pliníus varaði Róm-
verja við að nota arsenik um of á
vínvið vegna eitrunarhættu. Allt hef-
ur sín takmörk. Paracelsus, einn
frumherja læknalyfjaefnafræðinnar.
sagði fyrir fjögur hundruð árum:
„Ef þið viljið útiloka allt eitur,
hvað er þá í rauninni til, sem ekki
er eða getur verið eitur?“
Magnið ræður, hvort eitur er eitur.
Sérhver matur og drykkur verður
eitur, ef neytt er í óhófi.
Samkvæmt rannsóknum dr. Dur-
hams hins bandaríska á okkar dög-
um, finnst eitthvað af eitri í flest-
um matvælum, þar á meðal í kartöfl-
um, korni, berjum, ávöxtum, mjólk
og eggjum, en bara svo lítið, að það
er venjulega skaðlaust. Jafnvel fjör-
efni í óhófi, til dæmis A og D, geta
verkað sem eitur.
Nýjasta kenning hrakspámanna
hljóðar eitthvað á þessa leið:
„Nú á mannkynið um tvennt að
velja: það er að svelta til bana vegna
offjölgunar og þar af leiðauoi mat-
arskorts eða eta sig dautt í lyfja-
menguðum mat.“
Tvö hundruð þúsund nýja munna
þarf að seðja á dag, og að minnsta
kosti þriðjungur mannkynsins er nú
talinn vannærður. Ástandið er þann-
ig, að ef lyf væru ekki notuð gegn
sveppum, skordýrum og fleiri mein-
dýrum á nytjagróðri, mundu milljón
ir manna hrynja niður úr hungri.
434
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ