Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Blaðsíða 15
legri en aðrir kettir . . . Jæja — þá verð ég að sætta mig við það. En þegar ég er farinn líka . . Flækingurinn þagnaði skyndilega. því að hann heyrði fótatak úti fyrir húsinu. Hann þóttist vita, að einhver væri að koma og stakk skammbyss unni í skyndi í vasa sinn. Bakdyr unum var hrundið upp í sömu andrá og hann leit við. Hann bjóst til varn ar, snar sem elding, og á næsta and artaki horfðust þau á, flækingurinn og konan, sem inn kom. Það kom stúlkunni á óvænt að sjá hann þarna, og hún rak upp óp. Þetta var ung stúlka, berfætt, með pappírsregnhlíf í hendi. Það hvarfl- aði fyrst að henni að forða sér út í rigninguna, en þegar undrunin rénaði, jókst henni kjarkur. Hún reyndi að hvessa augun á betiarann. þó að skuggsýnt væri í eidnúsinu. Það var líka óræð furða í svip flækingsins, þegar hann virti hana fyrir sér. Stúlkan kreppti dálítið annað hnéð, og af látbragði manns- ins mátti ráða, að hann var ekki lengur á varðbergi. Þannig horfðust þau þegjandi í augu nokkra stund „Þetta er Shínkó — er það ekki?‘ spurði hún, þegar hún kom upp orði. „Fyrirgefðu mér,“ svaraði flæking- urinn brosandi og kinkaði kolli til hennar. „Ég hrökklaðist inn í hús- ið í rigriingunni. Ég er ekki orð- inn innbrotsþjófur enn, get ég sagi þér.“ „Ég e; alveg steinhissa,“ hrópaði hút, orðin gröm, og hristi vatnið af regnhlíf: sinni. „Þetta er hreint dæmalaus ósvífni, þó að þú sért kannski ekki innbrotsþjófur. Snaut- aðu út. — ég ætla að fara hér inn!“ „Já — ég skal fara. Þú þarft ekki einu sinni að skipa mér það . . Þú hefur ekki enn leitað þér hælis á óhultum stað, ungfrú?“ „Jú — það hef ég gert. Því heiði ég ekki átt að gera það? En hvað kemur þér það við?“ „Þá hefurðu gleymt einhverju, þyk ist ég vita . . . Komdu þér inn úr dyrunum, manneskja Það rignir á þig þarna.“ Hún var enn dálítið æst, og nú settist hún á eldhúsgólfið, án bess að svara orðum hans. Þar teygði hún frá sér óhreina fæturna og fói að ausa yfir þá vatni. Flækingurinn. sem sat hinn rólegasti með kross lagða fætur, renndi annarri hendi um kafskeggjaða hökuna og ein blíndi á hana. Þetta var svarthærð þrifleg stúlka úr sveit með bólu- nabba á nefinu Hún var i látiaus um, heimaunnum flíkum og með baðmullarlinda um mittið eins og hæfði ungri stúlku. Fjörlegur svip- ur hennar og spengilegur vöxtur gæddi hana miklum þokka. „Þú hlýtur að hafa gleymt ein- hverju, sem þér ríður á að finna, úr því að þú snerir aftur í allri þess- ari ringulreið,“ sagði hann spyrj- andi. Hvað ertu að sækja — ungfrú Ótómi-san?“ „Hugsaðu um það, sem þér kemur við. Og fyrst af öllu: Komdu þér út héðan!“ Orð hennar bitu ekki á hann. Og nú leit hún framan í hann og spurði, alvarleg í bragði, eins og henni væri loks að koma það í hug, er mestu varðaði: „Shínkó," sagði hún. „Veiztu, hvai kötturinn okkar er?“ „Kötturinn? Hann var hérna áð- an,“ svaraði hann og litaðist um. „Greyið -- hvað hefur hann gert af sér?“ Kötturinn hafði stokkið upp á eld- húshilluna, án þess að þau tækju eft- ir því, og kúrði þar á milli járn potts og leirmortéls. Þau sáu hann bæði í sömu andránni. Ótómi ' .st aði undir eins frá sér ausunni og stóð upp, rétt eins og hún hefði gleymt nærveru flækingsins. Fegins- bros færðist yfir andlit hennar, þeg- ar hún kallaði til kattarins á hill- unni. Shinkó horfði til skiptis á hana og köttinn, kankvís á svip. „Gleymdirðu kettinum, ungfrú?“ spurði hann. „Hvers vegna get ég ekki komið til þess að sækja kött?“ sagði hún. — „Kis-kis, kisi minn! Komdu nú niður af hillunni." Shínkó rak skyndilega upp hlátur. Þessi hlátur hans bergmálaði ugg- vænlega í auðu húsinu, og jafnskjótt skall ný hryðja á þakinu. Ótómi leit forviða til hans, rjóð í kinnum og orðin gröm á ný. og hreytti út úr sér: „Hvaða sköll eru þetta? Húsmóð- ir mín er í öngum sínum út af kettinum. Við vissum ekki, hvað um hann kynni að verða, og hún hágrét. Ég fór hingað í rigningunni til þess að vita, hvort ég gæti ekki fundið köttinn og huggað hana . . .“ „Gott og vel. Ég skal ekki hlæja meira,“ greip Shínkó hlæjandi fram í fyrir henni. „Ég skal ekki hlæja meira. En hugsaðu þig nú uin: Á morgun verður lagt til orrustu, og þá er þér efst i huga, hvort hér verður einum kettinum fleira eða færra. Það er undarlegt, hvað fólk hugsar á slíkri stundu. Með allri virðingu fyr- ir nærveru þinni, gerist ég svo djarf ur að segja, að húsmóðir þín er ósanngjarnasta og. eigingjarnasta kona, sem ég hef heyrt getið um. Fyrst af öllu verður að léita uppi köttinn hennar . . .“ „Þegiðu!“ hrópaði Ótómi reiðilega. „Ég hlusta ekki á þig níða hana hús- móður mína.“ Það lét að líkum, að flækingur inn kippti sér ekki upp við það, þótt hún byrsti sig. Þvert á móti virti hann hana fyrir sér af ódulinni ósvífni. Ofsi hennar gæddi hana auk- ; inni fegurð. Gegnblautur kyrtillinn , límdist við hörundið, og það var eins I og nakinn, ósnortinn líkami hennar 1 blasti við horium. Shínkó starði á I hana og sagði ertnislega: „Það sést bezt af öllu á þvi, aö hún skyldi senda þig hingað til þess j að leita að kettinum — einmitt núna, ' þegar hver einasti maður í grennd við Úenó hefur leitað sér hælis ann- j ars staðar. Hér eru öll hús mann- ! laus — hvergi eftir nokkur hræða I frekar en á eyðimörk. Það ráðast kannski ekki á þig úlfar, en það veit samt enginn, hvaða hættu þú kannt i að komast í.“ „Vertu ekki áhyggjufullur að þart ] lausu. Og réttu mér köttinn undii eins. Ég ætla ekki að bíða eftir þvi, að þeir fari að berjast. og hvaða hætta er mér þá búin?“ „Talaðu ekki svona digurbarkatega Sé ungri stúlku engin hætta búin. þegar hún er alein á ferð. þá vof ir ekki neinn háski yfir.“ Ertni og . alvara blandaðist saman í orðum i flækingsins. „Hugleiddu það til dænr ] is, að við erum hér tvö ein. Ef það j krémi að mér að vilja eitthvað meira 1 en skipta við þig orðum, hvað ætlar ungfrúin þá að taka til bragðs?“ Það brá ekki einu sinni fyrir ótta í augum stúlkunnar. En blóðið flæddi í stríðari straumum fram ; kinnar hennar en áður. „Hvað ertu að fara, Shínkó? Ertu að ógna mér?“ hrópaði hún og þok , aði sér skrefi nær honum, líkt og í hún gerði sig líklega til þess að iáta ] hann kenna aflsmuna. „Ógna þér?“ endurtók hann. „Marg j ir, sem bera virðingarheiti, eru illa ! siðuð fúlmenni. En ég er flækingur. : Það gæti svo farið, að ég léti ekki j sitja við ógnanir einar. Ef það flögr- aði í raun og veru að mér að girn- ast þig . . Honum vannst ekki tími til þess að ljúka við setninguna. Hann fann þungt högg ríða á höfuð sér og sá Ótómí standa fyrir framan sig með regnhlífina á lofti. „Þusaðu nú!“ Hún greiddi honum annað höfuð- högg með regnhlífinni og dró ekki af kröftunum. Hann reyndi að vinda sér undan höggunum, en þá lenti regnhlífin á öxl hans, sem ekkert ] skýldi annað en hörskyrta hans. Kött j urinn spratt á fætur, velti járnpott- i inum niður gólfið og stökk upp á 1 hiliuna, þar sem helgiskrínið var. Við það datt grenigrein og olíulampi, j ofan á Shinkó. Ótómí lamdi hann hvað eftir annað með regn- hlífinni, áður en honum tókst að j standa upp. „Djöfull!“ öskraði hún og sveifl j aði regnhlífinni í kring um sig. „Djö< i ull!“ l TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 447

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.