Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Blaðsíða 10
. ::
Loftmynd af SandgerSj. Á þessum slóSum var kornrækt lengi stunduS, og sjálft nafn staðarins bendir ]íka til þess, aS
þay hafa akrar verið.
haldizt við fram um 1500. Þótt sæmi
leg árgæzka hafi ríkt hér á 15. öid,
er ekki þar með sagt, að veðurfar
hafi þá verið öllu mildara en á hinni
14.
Skömmu eftir 1400 verða miklai
breytingar á verðlagi hér á landi.
Þá verður bylting á verðlagi og að-
flutningum til landsins. Utanríkis
verzlun hefur aldrei verið íslending-
um hagfelldari en þá. Breytt utan
ríkisverzlun bætti auðvitað hag þjóð
arinnar, árferði gerðist betra. En þai
með er ekki sagt, að veðurfar hafi
breytzt til batnaðar. Stóraukin utan
ríkisverziun og hækkað verð á ^kreié
varð íslenzkum sjávarútvegi til mik
iilar eflingar, án þess að skerða aði
ar atvinnugreinar að ráði
Á miðöldum þurfti fólk jafnan að't
neyta allra bragða tii þess að halda
í sér lífinu. Þótt sjávarútvegur hafi
löngum verið arðvæniegri en aðrar
atvinnugreinar hér á iandi, þá hefur
það aldrei verið á dagskrá, að allir
settust við dorgar og hættu að yrkja
jörðina og hlaupa eftir búsmala. Ak-
uryrkja mun jafnvel hafa haldizt
lengst í sjávarplássum, Vestmanna-
eyjum og á Suðurnesjum, en mel-
korn var haft til manneldis í Skafta-
fellssýslum allt fram á þessa öld.
Fiskveiðar voru og eru árstíðabundn
ar, svo að þar hefur verið óbundið
vinnuafl á öðrum árstímum. Það er
fyrst um 1600, að svo hefur harðn-
að í ári, að kornrækt leggst niður
og hörmungar taka að steðja að þjóð-
inni í vaxandi mæli. Það er ekki svo
að skilja, að akuryrkja hafi verið
fólki hér á landi mikil auðsupp
spretta — afrakstur hennar hafi rið-
ið baggamuninn um afkomu þjóðar-
innar. „Hvert land bjargast með sín-
um gæðum,“ segir fornt máltæki
Menn nýttu gæði landsins eftir beztu
getu og voru fastheldnir á forna
bjargræðisvegi. — Kornyrkjan ei
nákvæmasti mælikvarði, sem við eig-
um á íslenzkt árferði, hve landið vai
byggilegt fólki á tæknistigi miðalda
Að vísu eru ekki allar syndir guði
að kenna. Eflaust hefði stundum ver
ið unnt að bjargast betur á íslandi
ef stjórnarfar og verzlunarhættir
hefðu verið með einhverju öðru sniði
en þeir voru, en slíkar vangaveltur
liggja fyrir utan svið sagnfræðinn-
ar. Ef við lítum til næsta nágranna
lands okkar, Grænlands, þá leggst
Vestribyggð af á kuldaskeiðinu fyrra,
sem Páll Bergþórsson nefnir svo
Eystribyggð fer í auðn um 1500, án
efa að mestu sökum versnandi ár-
ferðis, þótt fleiri orsakir séu hugsan-
legar. Undir iok kuldaskeiðsins síð-
ara, ísaldarinnar litlu (1580—1900),
eru Eskimóar á Austur-Grænlandi að
verða aldauða sökum harðréttis. Rétt
fyrir aldamótin 1900 tókst Dönum
að bjarga síðustu leifum þeirra við
Angmagssalik-fjörðinn. Hér virðist
um samfellda atburðarás að ræða,
þótt aldir skilji. — Þróun íslenzkr-
ar bæjargerðar bendir til, að hér
hafi smám saman orðið hrakviðra-
samara frá því á 13. öld og fram
á 18., en þá ríkir versta árferði í
sögu þjóðarinnar og íslenzkir bæir
eru orðnir að hálfgerðum rottuhoi-
um Munurinn á bæjunum í Þjórs-
árdal, að Stöng (um 1100)~og Sand-
ártungu (17. öld), sýnir skýrast, hví-
líkar breytingar hafa orðið á árferð-
inu. Á þjóðveidisöid stóðu fjós spöl-
korn frá bæjum, en þegar kemur
fram yfir siðaskipti, taka íslending-
ar að leita hlýinda hjá kúnum
Endalok kornyrkjunnar.
í Víga-Glúms sögu segir: „En þau
gæði fylgdu mest Þverárlandi, það
var akur sá, er kallaður var Vitaz-
gjafi, því >.ð hann varð aldrei ófrær.“
Þessi frægi akur er fallinn úr sög-
unni á dögum höfundar, en Glúma
er talin rituð á fyrri hluta 13. aldar.
Það er allmikið um akuryrkjuörnefni
um Norðurland og Austurland, en
þar er aidrei getið um kornyrkju í
neinum samtímaheimildum. I sum-
um sveitum Skagafjarðar, Eyjafjarð-
ar og Þingeyjarsýslu virðist hafa
kveðið allmikið að kornyrkju á 10.
442
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ