Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Blaðsíða 19
Teiknimynd af Grundtvig, hinum nafntogaða frömuði i dönskum skólamálum. unnt að láta í askana. Þetta er sú efnishyggja, sem lengst Lefur mjak að áfram framförum í Danmörku, ekki sízt á sviði landbúnaðarins. Danski bóndinn veit allt, sem vita þarf um búreksturinn, en hann veit líka oft lítið annað. íslenzkir stéttar- bræður hans vita alla skapaða hluti, en kannski eitthvað minna um bú- skapinn. Það er þessi húmanismi ís lenzkra bænda, sem hefur gert það að verkum, að þeir hafa aldrei orð ið kengbognir lífstíðarpuðarar, held- ur verið vakandi í andlegum efnum. Enginn skilji þó orð míh þannig, að ég meti lítils verkmenningu, heldur þarf hún að haldast í hendur við andlega strauma. En þetta var útúrdúr. Eftir að hafa skoðað skólann í Vinding, sann- færðumst við um, að hann muni skila nemendum sínum vel verkfærum út í þá hringiðu, sem nefnd er líf. Og er þá til einskis barizt? Skammt frá Vinding er hinn fagri staður, Monkebjerg. Við borðum nesti okkar hér í veitingahúsinu. Eins og nafnið bendir til, er hér um hæð að ræða. Er héðan allbrött brekka niður að Vejlefirði. Er mik- ill fjöldi fólks að fara upp og niður hinar geysimörgu sjálfrenn- andi tröppur. Það kostar fimmtíu aura að fara eina ferð. Ég segi, að staður þessi sé fagur. Það er hann vegna síns fríða útsýnis og trjágróð- urs í brekkunum, enda er ferða- mannastraumur mikill hingað, að því er bezt verður séð. Nú skal enn heimsóttur skóli. Hald- ið er nokkuð til norðvesturs. Þá er komið að Engelshólmskvennaskóla. Þetta er heilmikið slot. Rakti núver- andi skólastjóri, Soni Andreasen, sögu staðarins og var nokkuð lang- orður. Fyrst var byggt hér 1593. Knud Brahe, einn af ættingjum Tych- os Brahes stjörnufræðings, bjó hér um skeið. Hann kvæntist lærðri stúlku, Soffíu að nafni. Sneri hún latneskum textum á franska tungu. Knud orti fögur kvæði til Soffíu. Síðar slitu þau samvistum, og bjó Knud eftir það í Þýzkalandi í aum- -ingjaskap og fátækt. Brahe-ættin dó út í Danmörku árið 1727. í Engels- hólmi dvöldust ýmis stórmenni Dana. og var þá staðurinn oft nefndur Ver salir Danmerkur. Sá, sem fyst rak hér skóla, hét Níels Rósenkranz. Núverandi eigandi og forstöðumaður skólans keypti Engelshólm árið 1939 fyrir sextíu þúsund krónur. Það var ekki mikið verð, en þá var líka allt í niður- níðslu. Þurfti miklu til að kosta, svo að hæft væri til skólahalds, meðal annars þurfti að leggja miðstöð, sem mér skildist, að hefði engin verið áður. Gat kennsla hafizt 1940, en 140 stúlkur eru jafnan við nám hér frá nóvember til ágúst. Allar hafa slúlkurnar verið i einhvers konar húsmæðraskólum áður en þær koma hingað. Árið 1944 hertóku Þjóðverjar Eng elshohn, fylltu allt húsið af sínu drasli frá kjallara til kvists, eins og Andreasen sagði. Var nú skólahald allt úr sögunni í bili. En 7 maí 1945 létu Þjóðverjar slotið laust Buðu þeir Andreasen allt sitt hafur task að gjöf, en hann afþakkaði og bað þá að fjarlægja það fyrir alla muni. Mun víst enginn lá honum það. Húsið var mjög illa farið eftir dvöl Þjóðverjanna, ekki lengri en hún þó varð. Og vonandi verður Engelshólm- ur ekki fyrir slíkri hremmingu i bráð. Að lokum er haldið til lýðskólans í Uldum, skammt vestur af Horsens. Líklega er þessi skóli í einna mest- um vexti aiira lýðskóla í Danmörku. Þar standa nu yfir miklar bygging- arframkvæmdir, meðal annars er ný- byggð innisundlaug. Hér er skóla- stjórinn ungur guðfræðingur, Marie Svend Petersen að nafni. Stofnaður var Uldum-lýðskóli árið 1859. Sá, sem lengst manna st.ýrði skólanum, var Svend Petersen, frá 1911 til 1943, er hann andaðist af hjartaslagi. Okk- ur lízt einkarvel á hinn unga for- stöðumanns, framkoma hans óþving- uð og skemmtileg. Hér er ekki á ferð neitt merkikerti, sem eins og virð- ist veröldin til orðin vegna sín, held- ur maður, sem kann að blanda geði við aðra. Meðan hann fræðir okkur um sögu skólans og starfsemi, situr hann uppi á ræðustólnum og lætur fæturna lafa fram af. Ef til vill finnst sumum hér fulllangt gengið í þá átt að vera alþýðlegur. En tímarnir nú heimta annað fas og aðra framkomu fíIHINN - SUNNUDAGSBLAÐ 451

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.