Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Blaðsíða 9
 l BJÖRN þORSTEINSSON: „Korn vex í fám stöðum sunnan.- lands og eigi nema bygg.“ Þannig farast Arngrími ábóta orð í Guðmundar sögu Arasonar, en hún mun samin um miðja 14. öld. Hér á landi hefur ávallt verið óstöð- ugt veðurfar. „Stöðugt árferði er með öðrum orðum ekki hið eðlilega, eins og menn kynnu að halda, heldur er loftslagið í eðli sinu sí-reikult, ekki aðeins frá ári til árs og frá öld til aldar, heldur meira að segja frá ár- þúsundi til annars," segir Páll Berg- þórsson í greininni Hafísinn — hita- mælir fslands (Dagfari, 2. tbl. 1962.) Við íslendingar höfum lagt meiri rækt við að rekja hallæra- og hrak- fallabálka íslenzkrar sögu en góðæra- tal. Hér verður ekki tekin upp sú nýbreytni að telja sólskinsstundir á íslandi í' stað manndrápsbylja, en á það bent, að landið liggur á norð- urhveli jarðar á mörkum hins byggi- lega heims eða ræktanlega og órækt- anlega. Heimskautasvæði eru yfirleitt skýrgreind þannig, að þar sé meðal- hiti hlýjasta mánaðar ársins tíu stig á Celcius eða þar fyrir neðan. Nú er meðalhiti júlímánaðar ekki mik- ið yfir átta stig í útsveitum Norð urlands og Austurlands í með alári, en rúm ellefu sunn an lands. Samkvæmt þessu ættu hluti af byggðum íslands að liggja á heimsskautasvæði eða ut- an ræktunarmarka. Þótt þessu sé ekki þann veg farið. eins og saki) standa, mega sumrin hvorki styttast né kólna neitt teljandi í köldustu héruðunum, svo að landbúnaður 'ða kvikfjárrækt verði þar ekki miklum erfiðieikum háð. Reyndar hefui byggðin jafnan verið mjög stopui nyrzt á Ströndum, í Fjörðunum og á Langanesströnd og er nú að mestu í eyði. Síðustu fimmtíu árin hefur meðal hiti ársins verið meira en heilu stigi hærri en hann var á síðari hluta 19. aldar. Slíkar veðurfarsbreytingar hafa verið örlagaríkar fyrir íslenzk- an landbúnað. Þannig hefur dregið úr jarðrækt á kuldaskeiðum í sögu þjóðarinnar, og þá varð hún að treysta í ríkara mæli á sjávarafla en í góðærum. Fiskgengd hér við land virðist ekki mjög háð hitastigi veðurfars á landi. Þannig voru afla- brögð oft góð á kuldaskeiðum 19. aldar, einkum við suðurströndina. En breytingar á atvinnuháttum geta átt sér aðrar orsakir en breytt veður- far. Þannig hefur afkoma hér á landi verið allháð verðlagi á erlend- um mörkuðum og aðflutningum. Af heimildum sést, að sjávarútveg- ur tekur að eflast hér á landi, þegar líður á 13. öld, en einkum þó á 14. öld. Þá taka stórhöfðingjar þjóð- arinnar að setjast að við ströndina. — Skarð á Skarðsströnd, Reykhólar. Vatnsfjörður við Djúp, Innri-Hó.m- ur á Akranesi, Strönd í Selvogi, Bjarnanes í Hornafirði og ýmsar aðr ar útvegsjarðir urðu æðstu höfuðbói landsins, ásamt biskupsstólunum. Á þessu skeiði er nokkru kaldara í ári en áður var. Páll Bergþórsson telur, að síðustu áratugir hafi verið einhverjir hinir mildustu í sögu þjóðarinnar frá því á þjóðveldisöld (930—1262). Eftir 1200 kólnar lítils- háttar, og helzt það kuldaskeið fram eftir 14. öld, kuldaskeiðið fyrra. Þá verður mildari veðrátta til loka 16 aldar, er harðindaskeiðið síðara hefst, en það helzt til loka 19. aldar Meðálhita í kuldaskeiðinu síðara tel ur Páll um 1.4 stigi lægri en á tíma- bilinu 1930—1960, en um 1.6 stigi lægri meðan kaldast var (1740 —1840), að segir í fyrirlestri, sem hann flutti á þingi veðurfræðinga irið 1962. Öll tölfræði um hitastig og meðal hita hvílir auðvitað á líkum einum fyrir daga hitamælinga. Það ber þvi að taka allan slíkan vísdóm varlega Hins vegar hefur árferði verið mik ill örlagavaldur í sögu þjóðarinnar. Hér hafa mörkin jafnan verið mjó milli hins ræktanlega og óræktan lega, lífs og dauða. Á því herrans ári 1969 voru ís- lendingar 173.855, en 1910 85.183. Árið 1703, þegar fyrsta nákvæma manntalið er tekið hér á landi, reynd ust íslendingar 50.358, en telja má fulvíst, að þeir hafi ekki verið færri um árið 1000. þess- ar mannfjöldaskýrslur bera föð- urlandi okkar því miður ekki mjög vel söguna — ár- ferði hefur verið meiri örlagavald- ur í lífi þjóðarinnar en henni hefur oft 'verið ljúft að viðurkenna. Heild- arniðurstaða Páls mun alltraust. Þess ber þó að gæta, að við eigum fátæklegri ritaðar heimildir um veð- urfar á l'ö. öld en flest önnur skeið íslandssögunnar. Þá leggst annálarit- un niður, en annálar veita jafnan mesta og bezta vitneskja ritaðra heim ilda um árferði. Ef á heildina er litið, þá mun lítils háttar tekið að kólna um norð- urhvel jarðar á landnámsöld. Flóki komst í kynni við harðindi hér úti, eins og frægt er orðið. Um 970 er hallæri, óaldarvetur hinn fyrri (Land náma) og einnig eru hér harðindi um 990 (Ólafs saga Tryggvasonar). Þessi ár varð mannfellir af ulti, svo að líklegt er, að harðindin hafi haldizt nokkur ár samfellt. Þá kem- ur í Ijós, að landið er fullsetið með þeirri eigna- og atvinnuskiptingu, sem þá ríkti. Vexti og viðgangi þjóð- arinnar er hnekkt í bili, en atorka og sóknarhugur óskertur. Nokkur hundruð íslendinga tóku sig upp og hófu nýtt landnám handan hafs og jökla Iengra í vestri. Um 1056 var óöld í kristni, og síðast á 12. öld er óöld mikil og ísa- lög. Það kólnar ekki í ári á þann hátt, að samfrosta fimbulvetur legg- ist að landi, heldur fjölgar harðær- um á hverri öld. Sólin skín og ár- gæzka er yfir Iandi flest ár, en ís- inn geiist smám saman nærgöngulli. Þanriig leggst Vestribyggð á Græn- landi í auðn á „kuldaskeiðinu fyrra,“ en þela hættir að taka úr jöxð í Eystribyggð, þótt hún muni hafa T í M I N N — SUN NUDAGSBLAÐ AA 1

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.