Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Blaðsíða 16
„Hún var hræðileg ásýndum, og þó lék um hana undariegur, eggjandi meviarþokki. . . . Þau horfðust í augu nokkur andartök . Svo brá fyrir glottj á andliti mannsins, og hann dró upp skammbyssu." a Loks tókst honum að hrifsa vopn ið úr hendi hennar. Hann þveitti regnhlífinni frá sér og réðst á stúlkuna, fokreiður. Þau stimpuðust á fjalagólfinu nokkra stund. Mitt í sviptingunum skall ný hryðja á húsinu með þungu gnauði og það snöggdimmdi í eldhúsinu Rifinn og klóraður flækingurin beitti öllu afli sínu til þess að vinna bug á stúlkunni og koma henni undir sig. En þegar hann hafði loks náð á henni föstu taki eftir margar mis heppnaðar tilraunir. skall hann fram í dyrnar. „Bölvuð merin þín!“ hvæsti uann með grimmdarsvip, liggjandi með rennihurðina eins og skjöld fyrii framan sig. Ótómi sat flötum beinum á gólf inu með flaksandi hárið í óreiðu, mundaði rakhníf og lét eggina horfa fram. Þennan hníf hafði hún senni- iega verið með í mittislinda sínum. Hún var hræðileg ásýndum, og þó lék um hana undarlegur, eggjandi meyjarþokki, þar sem hún studdi baki við hilluna, sem helgiskrínið var á. Hún minnti helzt á kött í hnipri, búinn til stökks. Þau horfðust þegjandi á nokkur andar tök — hvasseyg og brúnaþung. Svo brá glotti fyrir á andliti mannsins og hann dró skammbyssuna upp ú' vasa sínum „Láttu nú eíns og þér sýnist.' sagði hann og miðaði byssunni með hægð á brjóst hennar. Það sló ótta á hana, en samt iæsti hún saman vörum og sagði ekki orð Hann veitti þessu athygli og lyfti hlaupinu eins og hann hefði komið auga á nýtt skotmark. Beint fyrir framan byssuna glórði i fosfóraugu kattarins. ^ „Jæja, Ótómí-san,“ sagði hann með röddu, sem vitnaði um það, að stríðn- isbros lék um varir hans. „Hleypi ég af þessu skoti, steypist köttur- inn dauður niður á gólf.“ Fingur hans hvíldi á gikknum. „Sömu leið ferð þú. Hvernig lízt þér á það?“ „Gerðu það ekki!“ hrópaði Ótómí snögglega ,Þú mátt ekki skjóta Shinkó.“ Shínkó renndi augunum til henn- ar, en miðaði þó stöðugt á köttinn, deplóttan eins og skjaldböku. „Ég þykist vita, að þér væri eftir- sjá að kettinum." „Það væri glæpur að skjóta hann. Blífðu honum — í guðs bænum.“ Ótómí hafði tekið snöggum stakka- skiptum. Augu hennar Ijóstruðu því upp, hvílíkur hugur fylgdi máli. Var- ir hennar skulfu lítið eitt, og á milli þeirra skein í skjallhvítar tennur hennar. Með spott og furðu í svipn- urn lét flækingurinn byssuna síga. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 448

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.