Tíminn Sunnudagsblað - 23.05.1965, Blaðsíða 5
2.
Þetta morgunrabb — og raunar
hafísfréttirnar frá Norðurlandi —
varð til þess, að ég fór að rifja upp
mínar fátæklegu minningar um ísa
og ísalög.
Veturinn 1917—1918 var ákaflega
kaldur hér á landi eins og þeir muna,
sem nú eru komnir yfir miðjan ald-
ur. Feiknamikil ísalög voru á Breiða-
firði. Gamlir menn, sem mundu fyrri
harðindi, sögðu, að meiri ís væri á
firðinum en verið hafði til dæmis
veturinn 1881.
Allmikið frost og kafaldsbyljir
höfðu verið í nóvember og desem-
ber 1917. Varð þá gengur ís milli
Inneyja í vestureyjum Breiðafjarðar.
en svo eru þær venjulega nefndar:
Svefneyjar, Hvallátur, Skáleyjar og
Sviðnur. Þarf heldur ekki að vera
nema 10—12 stiga frost nokkra daga
til þess, að svo verði, einkum ef
smástreymt er.
Sauðfé, sem enn var í úteyjum frá
nefndum eyjum, var rekið á ís helm
fyrir jólin og tekið á hús og hey.
Var það venju fremur snemmt. —
í einum hólmanum, sem liggur næst
landi, mættu menn rjúpnahópi. Hann
var eldstyggur og þyrlaðist eitthvað
út í buskann. Rjúpurnar voru komn-
ar í annarlegt umhverfi og kunnu
illa við sig. Næstu daga flögruðu þær
heima við bæi, síðan munu þær hafa
drepizt. — Nú spáðu menn harðind-
um. Sumir fyrirhyggjusamir bændur
slátruðu gömlum ám og lömbum,
sem þeir að haustnóttum ætluðu að
setja á vetur.
Um sólstöðurnar hlýnaði þó í
veðri, og vindur gekk til vestanátt-
ar. Brotnaði þá ísinn töluvert upp,
en ekki svo, að ófært yrði á göngu
milli Inneyja. En samgöngur voru
erfiðar og ferðir strjálar milli eyja.
Stóð svo fram um áramót.
3.
Föstudaginn 4. janúar 1918 lögðu
fjórir menn úr Skáleyjum af stað
út í Flatey. Erindið man ég nú ekki
lengur. Kannski hefur það ekki ver-
ið annað en að hitta menn að máli
og fá fréttir. Samt voru þeir með
nokkur sendibréf í vösunum, sem
áttu að komast á póstinn, er dag-
inn eftir átti að fara frá Flatey til
Stykkishólms.
Löngu var orðið ótært á bát frá
Skáleyjum, sem liggja ínnst og næst
landi af.Inneyjum, og var því ekki
annað að gera en að hefja ferðina
á göngu.
Broddstafir voru tiltækir frá fyrri
gönguferðum, og mannbroddar voru
hafðir með. Gat verið gott að grípa
til þeirra, því að ísinn var sleipur
og vondur yfirferðar eftir súld og
bleytuhríðar undanfarna daga.
Þessa ferð fóru Hafliði Pétursson,
sem þá og lengi síðan var hús®að-
ur í Skáleyjum, en fluttist seinna til
Reykjavíkur og dó hér árið 1958,
Guðmundur Jóhannesson, sem lengi
hefur verið gjaldkeri hjá bæjarsím-
anum í Reykjavík, Ágúst Sigurbrands
son, seinna bóndi á Hofstöðum í
Gufudalssveit, og loks sá, er þetta
ritar.
Þessir menn voru allir um tvítugs-
aldur, nema Hafliði, sem var nokkr-
um árum eldri, og var hann farar-
stjóri. — Bændur og rosknir for-
menn héldu sig löngum heima, eftir
að gönguís var kominn milli eyja.
Mér skildist, að þeim væri alltaf illa
við ísalög. Ekki svo mjög vegna harð-
indanna, sem þeim fylgdu — þeim
voru þeir vanir — heldur töldu þeir
ísinn oftast viðsjálan, sem hann og
var, og vlldu draga sem mest úr öll-
um ferðum um hann.
Veður var gott þennan dag: Vest-
anandvari, dumbungsloft og heldur
kalt í veðri. Þó mun hafa verið
frostlaust úti til eyja. ísinn kringum
Skáleyjar var víðast landalaus — það
er að segja fjöruborðið hafði brotn-
að upp, svó að illfært var út á hann
um flæðar. En sjálf íshellan á sund-
unum var sterk. Flóarnir utan eyja-
sundanna voru fullir af rekís, sem
barst til og frá með straumum og
vindum, og nú hélt vestanáttin hon-
um mjög inn á eyjarnar. Á vökum
synti æðarfugl og lét lítið yfir sér.
Yfir honum sveimuðu ernir og val-
ir og hugðu gott til matar síns. Á
jökum og ísspöngum ferðuðust selir
um fjörðinn og undu vel hag sínum.
Sennilega hefði mátt komast á sjó
einhvers staðar frá Hvallátrum þenn-
an dag. Var fyrst um morguninn
rætt um að ganga þangað. Það varð
þó að ráði, að gönguför okkar skyldi
stefnt til Svefneyja, og þar ætluðum
við að fá lánaðan bát út yfir Fiat-
eyjarsundið til Flateyjar, ef t>að
sýndist fært.
Þá bjuggu þau í Svefneyjum Guðný
Jóhannsdóttir og Magnús Jóhanns-
son frá Höllustöðum. Magnús var
einn af mestu bændum í eyjum, gest-
risinn og góður heim að sækja, og
var ævinlega gott að koma til þeirra
hjóna.
Magnús átti litla skektu, hvíta að
lit (sem þá var óvanalegur litur á
bátum í eyjum). Var hún venjulega
kölluð „hvíta skektan hans Magnús-
ar.“ Hún var létt og hentug til ferða-
laga í ís og fór marga ferðina milli
Svefneyja og Flateyjar síðari hluta
vetrarins.
Okkur gekk gönguferðin til Svefn-
eyja vel. Þó tafði það okkur dálítið,
að Breiðasundið, sem skilur Sveftt-
eyjar og Látralönd, var brotið upp,
og fórum við yfir það á jakahlaupi.
En jakahlaup var sú íþrótt, sem
strákar í eyjuni æfðu talsvert á þeim
árum, og gat komið sér vel að kunna
dálítið til þeirrar fótamenntar. Að
vísu vöknuðum við í fæturna á hlaup-
unum, en það sakaði ekki. Við vor-
um í tvennum ullarsokkum. Auk
þess höfðum við með okkur sokka
og gátum haft sokkaskipti.
Þegar við komum út í Svefneyja-
löndin, hittum við fjármann, er stóð
yfir fé þar í löndunum. Spurðum við
hann, hvort Magnús og hvíta skektan
væru heima. Hann kvað svo vera.
Urðum við því fegnir og hröðuðum
för okkar.
í Svefneyjum var okkur vel tek-
ið að vanda. Báðum við Magnús um
bátinn, og var það að vísu auðsótt
mál. En þó var einhver beygur í
karli. Hann spurði, hvort við þyrftum
endilega að fara út fyrir sundið í
kvöld. Við sögðumst þurfa þess, því
að bréfin sem við værum með í vös-
unum, ættu að ná á póstinn, sem
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
437