Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 4
Það var ekki heiglum hent að taka þátt í landkönnunarferðum á norður- slóðum. Margir létu iífið í slíkum svaðilförum og fleiri komust i mikil harðræði. Þó hafa færri menn farizt í Iandkönnunarferðum á heim- skautasvæðunum á heilii öld en bíða bana af völdum umferðarslysa á þjóð- vegum Bandaríkjanna um hverja helgi. Þess er þó að gæta, að þar er mannfall allmikið. Siðan nítjánda öldin gekk í garð hefur það einungis komið fyrir einu sinni, að meira en hundrað menn færust í könnunarleiðangri. Það var þegar Jón Franklín og förunautar hans allir. 129 að tölu, týndust ein- hvers staðar milli meginlands Kanada og Græniands. Þótt síðar fyndist sumt af því, er leiðangursmenn höfðu með- ferðis, ásamt nokkrum beinagrindum, er enn margt á huldu um það, hvað varð þeim að aldurtila. Skiptapar þeir, sem aðrir land- könnuðir urðu fyrir á norðurslóðum, höfðu iðulega í för með sér miklar þrengingar, og stundum létu sumir leiðangursmanna lífið, svo sem þegar Jeanetta, skip De Jongs, fórst þar. Én stundum komust leiðangurs- menn allir lífs af, þó að þeir misstu skip sitt, og má þar nefna, er hið þýzka leiðangursskip Hansa sökk í ís við Austur-Grænland. Stundum hefur það þó leitt til átakanlegra atburða, að til forystu hafa valizt menn, sem skorti for- sjálni og dómgreind. Til þess er að rekja dapurieg örlög hins bandaríska leiðangurs, sem Greely stýrði á önd- verðum níunda tug síðustu aldar. Þeir voru tuttugu og fimm saman og héldu brott úr góðu húsi og frá næg- um vistum á Ellesmerelandi. Það kostaði nítján þeirra lífið. En sem andstæðu þessara vanhygginda má nefna, að enginn maður fórst í rann- sóknarferðum þeim, sem Lauge Koch stjórnaði á Austur-Grænlandi ár- in 1926—1959 — umfangsmestu rann- 'sóknum, sem Danir hafa nokkru sinni staðið fyrir. Það hefur örsjanldan komið fyrir, að landkönnuðir hafi horfið, án þess að fundizt hafi þær menjar, að unnt sé að gera sér grein fyrir því, hvern- ig atvik hafa orðið í höfuðdráttum. Er þar þá helzt að vitna tii tveggja flugleiðangra. Önnur flugvélin var rússnesk og átti að fljúga frá Moskvu til Fairbanks í Alaska í ágústmánuði 1937. Hitt var flugfél Hróalds Am- undsens, er fór til hjálpar mönnun- um úr ítalska loftskipinu Ítalíu árið 1928. Báðar flugvélarnar týndust, og hefur aldrei fundizt neitt, sem unnt er að henda reiður á, af þessum flug- vélum eða mönnunum, sem í þeim voru. Árið 1930 hvarf líka Þjóðverjinn H.K.E. Kriiger í fylgd með Dananum R.A. Bjare og Eskimóanum Akojoa á ferðalagi í grennd við Ellesmere- land, og af þeim fannst hvorki tang- ur né tetur, þrátt fyrir mikla leit Svipuð urðu örlög sænsks grasa- fræðings, Alfreðs Björlings og manna hans árið 1892. Dálítið má tína saman um upphaf ferðarinnar, en endalok hennar eru myrkri hulin að verulegu leyti. Alfreð Björling var ungur maður — ekki nema tuttugu og eins árs. Dómar manna um fararbúnað hans og fyrirhyggju hafa verið nokkuð harðir. Ekki var hann samt með öllu ókunnugur heimskautslöndum, þótt ungur væri. Sumarið 1890 var hann í leiðangri Gústafs Nordenskjölds til Svalbarða á skútunni Lófót Hann hafði þá ekki lokið stúdentsprófi, en var eigi að síður grasafræðingur leið- angursins. Var hann til þess kjörinn sökum þess, að hann hafði mjög lagt stund á grasafræðilegar rann- sóknir á hálendi Sví- þjóðar. Sumarið 1891 fór hann einn síns liðs til Grænlaods og sigldi þá meðfram vesturströnd landsins á kaupförum Grænlands- verzlunar. Komst hann allt norður til Úpernivíkur á kaupskipi, og þar fékk hann Grænlendinga til þess að róa með sig á báti norður í suðurhiuta Melvilleflóa. Við Tassússak hitti hann fyrir djáknann Olsvig, sem var túlk- ur í för Nordenskjölds til Jórvíkur- höfða árið 1883. Höfðu þeir frændur fleiri komizt í kynni við landkönn- uði, því að faðir Olsvigs var túlkur og ökumaður Hayes árið 1860. Björling komst í þessari ferð norður í Hólmsey, rissaði uppdrátt, Uppdráttur af hafsvæSinu milli Morður-Grænlands og Ellesmerelands. Karra- ayjar neðst á miðjum uppdrættl. Björlingsey austust þeirra. ♦64 I I ÍM I N N - SDNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.