Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 11
leitt og tært eins og alltaf á haustin. Einn góðan veðurd-g lagði fljótið með bökkunum. Hópar villigæsa flugu yfir þorpið. Þetta sama kvöld kom piltur af næsta bæ að heimsækja flavrílu. Um leið og hann krossaði Sig lauslega frammi fyrir helgimynd- inni, sagði hann: "Hvernig hefur þér liðið í dag?“ ”Vel, guði sé lof.“ ”Hefurðu heyrt fréttirnar, karl minn? Prókor Líkóvídoff er kominn heim frá Tyrklandi. Hann var í sömu herdeild og hann Pjotr ykkar.“ Gavríla hraðaði sér af stað og skundaði niður götuslóðann, hóstandi og másandi. En Prókor var ekki heima. Hann hafði farið til einhvers smáþorps í grenndinni að finna bróð- ur sinn, en lofað að koma morgun- inn eftir. Þessa nótt gat Gavríla ekki sofið. Hann sat á hlóðarsteininum til morg- uns. Hann fór á kreik fyrir birtingu, kveikti á olíulampanum og tók að sóla slitin stígvél. Fyrsta morgunskíman lýsti í grá- leitu austrinu. Tunglið hvarf sjónum í hvirfilpunkti í stað þess að skreið- ast á bak við skýin og felast þar um daginn. Rétt fyrir morgunverð varð Gavr- ílu litið út um gluggann. Hann sagði án þess að áræða að tala fullum rómi: ”Þarna kemur Prókor." Prókor kom inn. Hann var mað- ur framandlegur og svipaði í engu til Kósakka. Á fótum sér hafði hann enska leðurskó, sem marraði í. Það fór ekki heldur á milli mála, að frakkinn, sem flaksaðist um hann, hafði einhvern tíma verið í eigu út- lendings, enda útlent á honum snið- ið. ”Þú ert enn heill og hress, Gavrila Vasílitsj?" ”Svo er guði fyrir að þakka, her- maður Komdu inn fyrir og tylltu þér.“ Prókor tók ofan húfuna, heilsaði konu Gavrílu og settist á bekkinn undir elgimyndurum. ”Jæja, þetta er þokkalegt tíðarfar — fannfergið er svo mikið, að tæp- ast er unnt að komast leiðar sinnar.“ ”Já, hann byrjaði að snjóa snemma í morgun. Hér áður fyrr var naut- peningnum samt haldið til beitar, þótt kominn væri þessi tími árs.“ Stundarkorn ríkti annarleg þögn. Síðan sagði Gavríla í kæruleysisleg- u..i uppgerðartón: ”Þú hefur látið á sjá, meðan þú dvaldist erlendis ungi maður.“ ”Þai var ekkert, sem yngdi mig upp, Gavríla Vasílitsj,“ sagði Prókor brosandi. Kona Gavrílu opnaði munninn og stamaði: ”Hann Pjotr ... “ ”Þegiðu, kona“, hrópaði Gavríla hranalega. ”Lofaðu manninum að jafna sig eftir kuldann. Þú færð að heyra þetta, þegar tími er til þess kominn.“ Hann sneri sér að gestinum og spurði: "Jæja, Prókor Ignatitsj, hvernig leið þér?“ ”Það er nú af litlu að státa. Ég skreiddist heim líkt og hryggbrot- inn rakki og þakka guði fyrir, að ég var þó ekki verr leikinn en þetta.“ ”Er það svo? Vistin hjá Tyrkjan- um hefur þá verið í lakara lagi?“ ”Við urðum að afla okkur matar með ránum.“ Prókor tók að slá fingrunum í borðið. ”En þú hefur líka elzt, Gavríla Vasílitsj, hár þitt er tekið að grána. Hvernig geðjast þér ráðstjórnin? ”Ja, ég bíð þess, að sonur minn komi heim . . . til þess að sjá fyrir okkur gömlu hjónunum." Prókor flýtti sér að líta undan. Gavríla tók eftir því og spurði for- málalaust hvellum rómi: „Segðu okkur, hvar Pjotr er.“ ”Hafið þið þá ekki fengið frétt- irnar?“ ”Við höfum heyrt margs konar fréttir," hreytti Gavríla út úr sér. Prókor fitlaði við óhreint kögrið á borðdúknum og svaraði ekki strax. ”Ég held, að það hafi verið í jan- úar . . . Já, það var í janúar. Her- deildin okkar var í herbúðum skammt frá Nóvórossísk. Það er borg við ströndina . . . Jæja, við vorum í herbúðum þarna . .. “ ”Segðu mér það strax — var hann drepinn?" hvíslaði Gavríla og hallaði sér fram á við. Prókor leit ekki upp og svaraði engu. Ef til vill heyrði hann ekki spurninguna. ”Við vorum í herbúðum þarna. En rauðliðarnir brutust í gegn og kom- ust upp á hæðirnar, þar sem þeir sameinuðust grænliðunum. Herfor- inginn sendi Pjotr í könnunarleið- angur. Herdeildinni stjórnaði ein- hver liðsforingi, sem hét Senin . . . Þaf vildi eitthvert óhapp til . . . þú skilur, hvað ég á við.“ Járnpottur féll með miklum skark- ala á gólfið við eldstóna. Gamla kon- an teygði fram hendurnar, rak upp vein og staulaðist yfir að rúminu. ”Vertu eklji að væla þetta,1 urraði Gavríla ógnandi. Síðan hallaði hann sér fram á borðið, horfði beint í augu Prókori og sagði hægt og þreytulega: ”Jæja, haltu frásögninni áfram.“ ”Þeir brytjuðu hann sundur með sverðum," hrópaði Prókor og ná- fölnaði. Hann reis á fætur, hallaði sér yfir borðið og fálmaði eftir húf- unni sinni. ”Þeir gerðu út af við hann með sverðum. Könnunarsveit- in hafði stanzað við skógarjaðarinn, til þess að lofa hestunum að kasta mæðinni. Hann losaði hnakkgjörðina og þá komu rauðliðarnir út úr skóg- inum ,....“ Prókor átti mjög erf- itt með að koma upp orðunum vegna geðshræringar og vöðlaði húfunni saman á milli titrandi handanna. ”Pjotr náði taki á söðulboganum, en hnakkurinn snaraðist . . . þetta var ólmur hestur, hann réð sér ekki, og Pjotr varð eftir . . . Meira er ekki að segja.“ ”Setjum svo, að ég trúi þessu ekki,“ sagði Gavríla og beit orðin í sundur. Prókor hraðaði sér til dyra og sagði, án þess að líta aftur: ”Hafðu það eins og þér líkar, Gavr- íla Vasílitsj, en_ það er satt, sem ég segi þér . . . Ég kalla mér guð til vitnis . . . Heilagur sannleikur . . . Ég sá það sjálfur .. . “ ”En setjum svo, að ég vilji ekki trúa því“, stundi Gavríla litverpur hásum rómi og blóðhlaupin augun fylltust tárum. Hann reif skyrtuna frá sér, svo að ber og loðin bringan blasti við, gekk í áttina til Prókors, skaut fram svitastokknu höfðinu og muldraði: “Einkasonur minn drep- inn? Fyrirvinnan okkar? Hann Pjotr litli? Þúlýgur, þrællinn þinn. Heyr- irðu til mín? Þú lýgur. Ég trúi ekki orði af því, sem þú segir.“ En um nóttina sveipaði hann gæru- skinnsjakkanum um sig og gekk út í húsagarðinn. Það marraði og brak- aði í slitnum stígvélunum, þegar hann öslaði snjóinn út að þreski- klefanum, þar sem hann nam staðar við einn stabbann. Vindurinn blés utan af sléttunni og hreytti úr sér snjó. Blaðlaus kirsuberjatrén voru kolsvört á að líta. ,,Sonur minn litli“, hvíslaði Gavríla. Síðan beið hann andartak, en endur- tók síðan án þess að hræra legg eða lið: "Pjotr. Elsku litli sonur minn.“ Síðan lagðist hann endilangur i troðinn snjóinn við stabbann og lok- aði augunum. Framliald, T í M I N N SUNNUDAGSBLA Ð 971

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.