Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 20
vill verður mér þyrmt, af því ég er ekki félagsbundinn. — Hvernig stendur á því að mér dettur alltaf í hug Ráðskona Bakka- bræðra, þegar ég heyri talað um leik- sýningar úti á landi.? — Kannski vegna þess, að ég hef sett það leikrit tvívegis á svið! Nei, annars — ég veit eftir, hverju þú ert að keipa. Þessi starfsemi hefur ekki alltaf verið höfð í hávegum í höfuðborginni, og það er ef til vill ekki að undra. Höfuðborgin lítur landsbyggðina hornauga í flestum eínum. Hún vill giæða á henni — umfram það má iandsbyggðin helzt ekki láta á sér kræla. Enda þótt á hæstu stöðum sitji „ólærðir" menn (eða kannski vegna þess), er sú skoð- un breidd út í dagblöðunum, að menntunin, og með því er átt við skólamenntun, sé hinn eini stimpill, sem gildir. Mér finnst þetta ágæt skoðun, hún ætti að hvetja menn til þess að læra. Og lærdómur er í sjálfu sér jákvæður Samt sem áður get ég ekki fallizt á, að þeir einir, sem hafa gengið í leikskóla, geti leikið, þar sem ég hef sannprófað annað Dæm- in eru sýnileg, meira að segja á leik sviðum höfuðborgarinnar Leik- starfsemi áhugafólks hefur að mínu viti mjög fjölþætt gildi, en þar éins og víðar veltur á því, hvernig haldið er á spöðunum. Mér er líka ljóst, að svo nauðsynlegir sem leikskólarn- ir eru, geta þeir jafnvel orðið til tjóns, ef þeir eru reknir vitlaust. Það er alveg rétt, að leikritavalið hefur verið of fábreytt. Mikið ber á heldur innantómum gamanleikjum. Það er ánægjulegt að starfa með leik- félögum, sem þora að sækja á bratt- ann. — Er ekki léttast fyrir óvant fólk að leika gamanhlutverk? — Það, sem veldur áhugalelkurum mestum erfiðleikum, er að tjá rík- ar tilfinningar eða átök. Með góðri æfingu geta þeir mótað persónu skýrt, en komi til átaka, er liætt við að þeir ofleiki. Reyndar eru þeir ekki einir um það. Ég get að gamni nefnt þér dæmi um, hvernig farið getur, þegar „innlifunin" verður fullkomin. I leik riti, sem ég setti á svið fyrir fáum árum, voru mikil átök milli persóna í lokaatriðinu, tveggja karlmanna, og annar þeirra kúgaði hinn. Ég tók eftir því, þegar líða tók á atriðið, mig minnir það hafi verið á loka- æfingu, að niður úr nefbroddi þess, sem hlaut að beygja sig, hins kúg- aða, hékk stór; glær dropi. Öll at- hygli mín beindist að þessum dropa sem hófst og seig án afláts og líkt- ist engu öðru en sultardropa. „Er hann kveíaður?'' hugsaði ég með mér. Litlu síðar áttaði ég mig: Þetta voru svo sannarlega tár. Þannig geta áhrifin af leik manns, sem ekki veld- ^ur tilfinningunum, sem hann á að sýna, orðið þveröfug. Þetta er reynd- ar ekki heldur séreinkenni áhuga- leikara. Einmitt vegna þess, að mörg hinna nýrri ieikrita eru laus við miklar tilfinningar eða átök, hef ég talið mér trú um, að þau hentuðu áhugaleikurum veL — Geta svona leiksýningar borið sig? — Leikfélögin njóta styrks frá riki og sveitarfélagi — öðru vísi væri þessi starfsemi óhugsandi. Áður bar töluvert á því, að rubbað væri upp leiksýningum í fjáröflunarskyni fyr- ir eitthvert annað málefni. Nú heyr- ist æ sjaldnar imprað á slíku, enda held ég, að fátt sé eins niðurdrep- andi. Ef ég skil rétt, er hinni nýju löggjöf um starfsemi áhugafélaga, sem kemur til framkvæmda á þessti ári, meðal annars stefnt gegn þvi- líkri fásinnu. — Ætlarðu að setja eitthvað á svið á Flateyri í vetur? — Það veldur sérstökum erfiðleik- um í þessu starfi, að ekki virðist vera nokkur einasta leið að gera áætlun fram í tímann. Allt í einu dettur leikfélagi í hug að koma upp leiksýningu. Það er hringt suður, og allt á að fara samstundis í gang. Frá þessu eru að vísu undantekn- ingar. Helzt þyrftu leikfélögin að ákveða á vorin verkefni næsta vetr- ar. Mig er farið að langa til þess að setja Beðið eftir Godot einhvers staðar á svið, ákveðið leikfélag hefur áhuga á leikþáttum Odds Björnsson- ar. Nú er ég á förum til Neskaup- staðar til þess að sviðsetja þar fjör- ugan gamanleik. Svo var ætlunin að skreppa til Frakklands um miðjan vetur. — Það er ekki í fyrsta skipti sem þú ferð til Frakklands, er það? — Nei—nei. Ég var við nám í leiklistardeild Sorbonne-háskóla 1952 —1953 og 1956—1958. Á þeim árum var mikil gróska í leiklistarlífi Frakka — nýir höfundar, ákaflega umdeildir, já og óvinsælir. Nú eru sumir þeirra orðnir að hálfgerðum mublum. Það var býsna fróðlegt að bera saman undirtektirnar, sem Sköll ótta söngkonan fékk á þeim árum í París, og þær, sem hún hlaut hér á Litla sviðinu í vetur sem leið. Árin 1953—1954 og 1958—1959 var ég svo í Vínarborg við sams konar nám. Fyrri veturinn kynntist ég í fyrsta skipti leikhúsi Brechts, Berliner Ensemble, en haustið 1962 var ég svo heþpinn að geta dvalizt við það leikhús um þriggja mánaða skeið. — Hvernig ætli að standi á því, að leikir Brecht hafa sama og ekkert verið sýndir hérna, þótt hann sé einn merkasti og afkastamesti leik- ritahöfundur aldarinnar? — Það er liklega ekki á færi ann- arra en leikstjóranna að svara þeirri spurningu. — í hverju er umsköpun hans fólgin? — Brechts? Ja, fyrir því verður ekki gerð grein í stuttu máli. Leik- rit hans eru öðru vísi byggð en hin hefðbundnu leikrit, — skiptast í mis; löng, tiltölulega sjálfstæð atriði. í þeim er ekki um neina spennu að ræða. Honum er mest í mun að sýna og skýra orsakasamhengi hlutanna, vekja áhorfandann til gagnrýni á at- vikunum í leikritinu og jafnframt á atburðum samfélagsins, sem hann lifir í. Leikarinn „lifir sig ekki inn í“ persónuna — hann sýnir hvernig hún hegðar sér. Nokkrir leikstjórar og leiklistarfræðingar vinna að hverri 980 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.