Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 8
anna var þeim opinberun. Þeir voru hugfangnir af þeim verkefnum, sem blöstu við þeim, og þeir vildu leysa þau, hvað sem það kostaði. Ekkert var fjær huga þeirra en uppgjöf. Síð- asta orðsending Björlings sannar, að þeir félagar voru hvorki hugsjúkir né bugaðir, þó að þeir hefðu orðið að þola margt mótdrægt. Þeir vissu, hvað þeir vildu og létu ekki hug- fallast. Þess vegna héldu þeir brott á báti, þegar þeir höfðu dysjað lát- inn ferðafélaga - sinn á þeim stað, þar sem þeir höfðu misst skip sitt. En þetta varð lokaþáttur landkönn- unar þeirra, þótt fátt verði með vissu sagt um endalokin. Hvalveiðimennirnir á Áróru reyndu að komast að Klarenshöfða, er þeir höfðu fundið skiláboðin á Björlingsey. En þeir komust ekki í gegnum ísinn, sem þakti tuttugu sjó- mílna breitt belti við strönd Elles- merelands. Þegar það, sem fundizt hafði, komst í hendur Gústafs Norden- iskjölds í Stokkhólmi, var hafizt handa um að undirbúa leitarleiðang- ur. Var það ætlun Nordenskjölds, að leitarleiðangurinn fengist einnig við vísindalegar athuganir. Það fórst þó fyrir, að raunverulegur Ieitarleiðang ur væri gerður út, en í þess stað voru menn sendir með skipum, sem fóru á þær slóðir, þar sem líkindi voru til, að einhverjar menjar um þá félaga kynnu að finnast. Til dæm- is fór Axel Ohlin norður á þessar slóðir á Fálkanum, skipi Pearys, sumarið 1894. Steig hann á land á Björlingsey 24. júlímánaðar, en þá sást ekki neitt eftir af Gáranum. Sennilega hefur flakið borizt brott með ís. Aftur á móti fannst síðasta bækistöð Björlings þar. Leifar af far- angri og munum leiðangurs- manna voru þar í kring á víð og dreif: Silfurúr, jurtapressa, minnis- bók með ýmsum dýrafræðilegum at- hugasemdum og margt annað. Vand- lega var leitað um Björlingsey alla og miðeyna í eyjaklasanum. En sú leit varð árangurslaus. Aftur á móti fannst orðsending frá sænsk- um manni, Elíasi Nils- son, sem sendur hafði ver- ið með hvalveiðiskipi frá Dundee, en í henni fólst ekki annað en það, að hann hefði gert árangurslausa leit 6. dag júlímánaðar. Þegar Ohlin kom ‘til Björlingseyj- ar, höfðu fuglar sundrað líki manns- ins, sem þar hafði verið dysjaður. Voru beinin tínd saman og lögð í gröf. Fór þarna fram nokkurs kon- ar útfararathöfn. Ekki vissu þeir Ohlin þó yfir beinum hvers þeir sungu þar við skin miðnætursólarinn ar, þótt allar líkur séu til þess, að það hafi verið hinn danski skipstjóri leiðangursins, Karl Kann. f stuttri grein, sem birtist í tímariti land- fræðifélagsins skozka árið 1894, er að því vikið, að það muni verið hann, sem fannst látinn á Björlingsey, og hlýtur sú vitneskja, að hafa verið komin frá skipstjóranum á Áróru. Þegar Ohlin og menn þeir úr leið- angri Pearys, sem gengu á land með honum, höfðu búið um beinin, sigldi Fálkinn brott og stefndi til höfuð- stöðva Pearys við Bowdoinfjörð. Þangað kom skipið 1. dag ágústmán- aðar. Þá var enn samfrosta ís langt út frá landi. Að ráði Pearys reyndi Fálkinn þó að brjótast upp að Elles- merelandi, svo að unnt væri að leita þar. Hélt skipið út úr Bowdoinfirði 4. ágúst, og eftir nokkrar þrenging- ar í ís, bæði á Murchisonssundi og við strönd Ellesmereslands, náði það að Faradayhöfða. Ekkert fannst þó þar er benti til þess, að Björling eða menn hans hefðu komið þang- að. Skipstjórinn á Fálkanum, Henry Barlett, sem stundað hafði hvalveið ar á milli Grænlands og Ellesmere- lands í mörg sumur og var þar því kunnugur, sagði leitarmönnum, að ísinn næði að jafnaði tuttugu sjómíl- út frá ströndinni og vafasamt væri, að skipið kæmist að landi. En þó að svo vel rættist úr, að þeir næðu landi við Faradayhöfða, voru engin tiltök að komast að Klarenshöfða, og varð leitarflokkurinn að ganga yfir ísinn átta mílna leið til þess að komast þangað. Landtaka er ekki fýsileg á þessum slóðum. Björg, sem víðast ganga í sjó fram, skaga upp úr jöklinum sunnan Klarenshöfða og norðan hans allt til Faradayhöfða, og þar sem skörð eru í sjávarhamrana, velta fram skriðjöklar. Enginn veit, hvort Björling komst á þessar slóðir, og ekkert fannst, sem tll þess benti, að menn hefðu hafzt þar við. Leit- armenn hlóðu vörður á báðum stöð- unum, þar sem þeir komust á land, og létu í þær greinargerð um ferð sína, og síðan sneri Fálkinn brott. Auðvitað getur verið, að Björling hafi komizt til Ellesmerelands, þótt ekkert fyndist, er sannaði það. Það hefði meira að segja mátt furðu- legt kallast, ef hann hefði einmitt náð þar landi, er hann hafði einsett sér fyrirfram. Vafi leikur líka á, að Björling og leitarmenn hafi nefnt sama staðinn Klarenshöfða, því að kunnugir menn segja, að hann sé torfundinn. Landabréfum ber ekki einu sinni saman um, hvar hann sé. Þrír mismunandi staðir milli Smiðs- flóa og Jökulsunds hafa verið nefnd- ir þessu nafni, og veltur á miklu, eftir hvaða gerð landabréfa er farið. Má það undarlegt kallast, að ekki skyldi betur vera leitað á því svæði, þar sem þessi höfði er, því að þang- að var þó miklu styttra frá Karra- eyjum en til Faradayhöfða. Svíar hirtu ekki um frekari kit. Samt gleymdu menn ekki Björling og'félögum hans. í byrjun ágústmán aðar 1916 gengu Lauge Koch og Pét- ur Freuchen á land á Björlingsey og ætluðu að vinna þar að landa- bréfagerð. En veður var óhagstætt, og sneru þeir sér þess vegna áð því að leita menja um dvöl þeirra Björ- lings á eynni, þótt það kæmi fyrir ekki. Sumarið 1928 kom Góðvonar- leiðangurinn svokallaði einnig til Björlingseyjar, og fór Riis-Carsten- sen þar á land, ásamt nokkrum mönnum öðrum, sem sinntu þar vís- indalega rannsóknum. Sjálfur gekk Riis-Carstensen um austurhluta eyj- arinnar, því að þar töldu Eskimóar frá Thúle sig hafa séð leifar húss. Á stað einum, sem í einu og öllu svaraði til þess, er Eskimóar höfðu sagt, fann hann gilda bjálka úr skipi, en ekki varð þó séð, að þeir hefðu nokkru sinni verið notaðir í hús eða skýli. Og ekki rakst Riis-Carstensen á neitt, sem af yrði ráðið, að menn hefðu hafzt þar við. Þetta var síðasta tilraunin, sem gerð hefur verið til þess að komast að hinu sanna um afdrif þeirra fé- laga. Hér verður því að láta staðar num- ið. En geta má þess, að fleiri skip hafa farizt við Karraeyjar en Gárinn — traustari skip og betur búin og með áhöfnum, sem meiri þekkingu höfðu til brunns að bera en Björling og liðsmenn hans. Þar strandaði til dæmis Kulborðinn, skip Pearys, árið 1907. Hrakför Björlings og manna hans hefur verið kennd fyrirhyggjuleysi hans og ævintýramennsku. En þó svo sé, að hann hafi gert sig sekan um slíkt, þá hefur hann áreiðanlega líka verið gæddur þreki og staðfestu. (Timaritið Grönland — Björ- ling-mysteriet eftir Dan Laur- sen.) ATHUGIÐ! Lesendum bla'ðsins skal vinsamlega bent á, a$ það birtir fúslega vel samdar greinar um sérkennilega eða minnisstæða atburSi og greiðir nokkuð fyrir það, sem birt er. Þess er óskað, að grein- ar, sem því eru sendar, séu vélritaðar, ef kostur er, og hóflegt bil haft á milli lína. 968 T t M I N N — SÚNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.