Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 2
UPPTÖK NAFNSINS St'SAR BENJAMÍN Fróðlegur og skemmtilegur hefur mér fundizt greinaflokkur sá um maonanöfn á íslandi, forn og ný, er lauk í „Sunnudagsblaði Tímans" í fyrradag. í næstsíðasta þættinum (7. nóvember) er þó vikið að nafn- gift, sem veldur þvi, að mig langar ti; að gefa nokkra skýringu umfram þa, sem þar er látin í té. Málið er mér í rauninni eins skylt og verða ma, þar sem um föður minn er að ræða. í greininni stendur: „Bóndinn á Bakka, Hallbjörn Oddsson, sem að vísu var aðkomumaður þar í sveit, lét son sinn heita Sesar Benjamín eftir stórhöfðingjum tveggja heims- velda, fjarlægra í tíma og rúmi.“ Nú má reyndar deila um það, hvort föðurland Benjamíns Ísraelíta hafi nokkru sinni verið „heimsveldi", en það er fyrir utan ramma þessa máls. Hins vegar vill svo til, að mér eru kunn tildrög þess, að áðurnefnd nöfn voru valin á föður minn, en þau virðast greinarhöfundi ókunn, og er vel fyrirgefanlegt. Hallbjörn, afi minn sagði mér endur fyrir löngu söguna af þeirri nafngift, en skrifleg frásögn hans fyrirfinnst einnig, og þykir mér gaman að mega tilfæra hana hér sem dæmi um það, hve hæpið getur verið að láta annarra smekk ráða, í þessu tilfelli sóknar- prests. Ég tek frásögnina orðrétta úr sjálfsævisögu Hallbjarnar. (Ársrit Sögufélags ísfirðinga, 1964, bls. 172.) Þar segir svo: „Þá um vorið fluttist til mín stúlka um tvítugt frá Vindheimum sem vinnukona. En á Kvígindisfelli og Vindheimum hafði gengið tauga- veiki það ár, talsvert skæð, og dáið úr henni, eftir því sem mig minnir, þrennt, og sumt er lifði hana af, varð örkumla. Það var talið, að veik- in hefði rasað út og búið að sótt- hreinsa. En nokkru eftir að stúlkán kom að Bakka, lagðist hún í tauga- veiki, eftir því er Sigurður héraðs- læknir Magnússon, sem vitjað var til hennar, sagði. Hún dó svo úr veik- inni 24. maí. En daginn eftir fæddi Sigrún, kona mín, sjöunda barn okk- ar, Sesar Benjamín, sem ber fornafn þessarar stúlku. Hún hét Sesselja Guðrún. Nafnið Mar tók Sesar í tólf ára siglingum erlendis. Stúlka þessi var myndarleg og mjög vel verki farin, og þann litla tíma, sem hún var hjá okkur, féll okkur mjög vel við hana. Séra Lárus réði eigin- lega nafninu. Hann sagði, að Sess- elja væri íslenzkað nafnið Sesilía, sem svarar tii Sesar, og væru nöfn- in latnesk. Hann um það.“ Þrjú síðustu orðin hygg ég að leyni nokkuð á sér. Að vísu minn- ist ég þess ekki, að afi minu hafi sagt, að þau hjón hafi séð eftir nafn- giftinni, en ég efast þó um, að þau hafi verið alls kostar ánægð með hana. Faðir minn hefur því við þessa sögu að bæta, að Hallbjörn muni hafa stungið upp á nafninu Gunnar eða einhverju, sem byrjaði á Guð-, því að síðara nafn stúlkunnar var Guð- rún, eins og fyrr segir. En „séra Lárus réði eiginlega nafninu,“ skrif- ar Hallbjörn í endurminningum sín- um, og finnst mér ekki ástæða til að rengja það. Nafngiftin sú arna má líka heita undantekning frá öðru nafnavali þeirra hjóna á börn sín. Þeim varð tólf barna auðið, og voru þeim valin mjög svo skikkanleg nöfn að minnsta kosti eftir því sem þá tíðkaðist, að þessu einu undanteknu. Var þetta þó á Vestfjörðum, þar sem segja má, að sannkallaður nafn- skrípafaraldur hafi verið landlægur á þeim tímum. Þykir mér ekki úr vegi að tilfæra hér nöfnin á systkina- hópnum, og eru þau þessi, nefnd í réttri aldursröð: Sigurður Eðvarð, Valgerður Friðrika, Oddur Valdimar, Ólafía Sigurrós, Sveinbjörn, Guðrún, Sesar Benjamín, Páll Hermann, Hallbjörg Sigrún, Sigmundur, Kristey, Þuríður. Útlenzk nöfn koma þarna fyrir að vísu, en þó yfirleitt sem síðara nafn, og kann ég ekki að rekja til- drög sumra þeirra. Sjálfur hét Hall- björn öðru nafni Eðvarð. Benjamín hét afi Hallbjarnar í móðurlið, sömu- leiðis bróðir hans. Ýmis framantal- inna nafna höfðu verið í ættum þeirra hjóna, jafnvel um aldir, svo sem Sveinbjarnar-nafnið (til dæmis Sveinbjörn rektor, sem var ömmu- bróðir Hallbjarnar, Sveinbjörn Þjóð- ólfs-ritstjóri, föðurbróðir hans). Um Kristeyjar-nafnið er aftui þess að geta, að það er eitt dæmið um til- raun til að sameina nöfn konu og karls Ung var stúlkan tekin í fóst- ur af hjónum, sem hétu Þórey og Kristján Sá vinargreiði var launaður á þann hátt að gefa meynni nafn af báðum. Eins og um er getið i tilvitnun- inni að framan, tók faðir minn sér ættarnafnið Mar á þeim árum, sem hann var ungur í siglingum. Kom þar einkum tvennt til Jafnfráleitt og nafnið Cæsar (en þannig hefur hann jafnan ritað það samkvæmt uppruna þess) þótti heima á íslandi, olli það honum engum vandræðum ytra. Það gerði hins vegar eftirnafnið Hall- björnsson Við gerðir vinnusamninga erlendis, endurnýjun vegabréfa og þess háttar, var það honum til baga. Hef ég séð sum þessi plögg í fórum hans, og er fróðlegt að kynnast því, á hve breytilegan hátt það nafn hefur gengið í útlendinginn. Annað var föður mínum þó ekki síður í huga: að koma í veg fyrir, að nokkur þyrfti fyrir hans tilverknað að kenna sig við Cæsars-nafn eftirleiðis. Hann fékk „leyfisbréf til upptöku ættar- nafns,“ dagsett 16. febrúar 1921 og hafði þá valið sér nafnið Mar. Fyrir það erum við afkomeíiour hans honum innilega þakklátir. 16. nóvember 1965. Elías Mar. Mig langar til þess að hnýta því hér við, þótt óskylt sé, að ég álykt- aði ranglega, að Ibsensnafni á Vest- fjörðum hefði verið sótt til norska skáldsins Hinriks Ibsens. Drengur sá, sem fyrstur hlaut þetta nafn, mun hafa verið látinn heita eftir norskum skipstjóra látnum. Ennfremur er þess að geta, að ég mun hafa rangnefnt konu Jóns Þórð- arsonar á Jódísarstöðum. J.H. 1082 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.