Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 14
Tavastehús — hinn gamli kastali bæjarins. ur tvær nýjar kirkjur, hin mestu Völundarsmíði, eins og við var að búast af Finnum. Einnig sýndi hann okkur lestrar- og vinnuherbergi sitt, ánægjulega vistarveru. Það var yndislegt að koma til þessara ungu hjóna og drengsins þeirra. Yfir kaffibollunum ræddum við meðal annars um för okkar á vinabæjarmótið. Urðum við ásátt uffl að verða þangað samferða með járn- brautarlest daginn eftir. Skiptum við með okkur undirbúningsverkum, þannig, að hann skyldi afla sér vit- neskju um brottferðartíma heppileg- ustu lestar frá Helsingfors og síðan láta mig vita símleiðis, en ég að því búnu tilkynna formanni Norræna félagsins í Tavastehúsum, hvenær við óskuðum að koma. Morguninn eftir, 30.. júni, hringdi svo Sigurður í mig og sagði mér, að heppileg lest fyrir okkur legði af stað frá Helsingfors kl. 17, en ég talaði við stjórn Norrænu deild- arinnar í vipabæ okkar og bað leyfis. að við mættum koma að kvöldi næsta dags og fékk það svar, að við værum þá öli velkomin og á móti okkur yrði tekið á járnbrautarstöðinni. þeg- ar við kæmum. Fyrsti dagur júlímánaðar heilsaði með rigningu, annars höfðum við ekki haft af úrkomu að segja, síðan við komum til Finnlands. Um há- degið rofaði til, og því meir sem lengra leið á daginn. Áður en við yfirgáfum stúdentaheimiiið, sem liafði verið bækistöð okkar í fimm nætur og reynzt ágæt vistarvera, tók ég ijósmynd af því á sólskinsstund. Við hittumst öll fimm á járnbrautar- stöðinni nokkru áður en lestin átti að leggja af stað og urðum sam- ferða til vinabæjarins, eins og i'áð hafði verið fyrir gert. Tavastehús eru á að gizka 100 kílómetra norður Helsingfors. Fórum við gegnum ÞÓRODDUR GUÐMUNDSSON FRÁ SANDI: FRÁ VINABÆJARMÓTI Að lokinni skoðun listasafnsins Ateneum fórum við að hugsa til brott farar úr Helsingfors. Ég hafði skrif- að Sigurði Thoroddsen, er stundar þar nám í byggingarlist, áður en við lögðum af stað að heiman, og boðið honum ásamt frú hans þátttöku í vinabæjarmótinu að Tavastehúsum á vegum Norræna félagsins og lét I hann jafnframt vita, hvar við byggj- j um í borginni, meðan við dveldumst ' þar. Nú talaði hann við mig i síma og tilkynnti mér þátttöku þeirra hjónanna. Um ieið bauð hann okk- ur í kvöldkaffi og til skrafs og ráða- gerða um förina á mótið, kvaðst einnig reiðubúinn að sækja okkur, sem við þágum þakksamlega af því að við vorum ókunnug í Helsingfors, en þar finnst mér villugjarnt mjög. Kom hann svo til okkar á tiltekn- um tima að kvöldi 28. júní, og fylgd- umst við með honum út f Drumbs- ey, bar sem þau hjónin bjuggu ásamt ungum syni. Áður en við kom- um heim til þeirra, sýndi hann okk- vöxtulegan skóg, yfir akra og engjoU fram hjá bændabýlum, sem allt ljóm* aði í síðdegisbjarma hásumarsins, og var öllum glatt í geði. Á brautar- pallinum í Tavastehúsum beið okkar móttökunefnd. Sigurður Thorodd- sen, frú og sonur fengu samastað í iðnskóla bæjarins, en Ake Jaatinen forstjóri netagerðar í bænum tók á móti okkur hjónunum, og fenguui við ágætt herbergi í svonefndu® Klúbb. Þar borðuðum við kvöldverð. En að honum loknum bauð Jaatinen 1094 T I M I N N — SUNNUDAGSBLA®

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.