Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 6
JÓHANNES BENJAMÍNSSON: í dalnum heima grænka brum á grein, er gróSrarskúrir svala þyrstri jörð. Og sólargeislar græða vetrarmein. í gullnum Ijóma sé ég Borgarfjörð. Ég geymi í minni, að gaman va rað sjá, er glóeyg hló við Eiríksjökuls brún. í grænum högum léku lömbin smá, og litlir kálfar hlupu út um tún. Af bröttum tindum þánar mjallarþak, og þungum rómi kveður foss í skor. í suðri heyrist villtra vængja blak. Er vetur hörfar, glæðist líf og þor. Sóleyjan fríða, fyrsta lóukvak fögnuð mér veitir. Loksins komstu, vor. Jóhannes Benjamínsson. af því að þar hafði ég séð örla á rindum og færi var sæmilegt. Þegar þangað kom, varð mér Ijóst, að tals- verð jarðarsnöp voru á dálitlu svæði í Ytritunguheiðinni, en Ytritunga er næsti bær sunnan við Hallbjarnar- staði. Þennan dag átti að vera á Hall- bjarnarstöðum í fundarhúsi sveitar- innar fundur í Tjörnesdeild Kaup- félags Þingeyinga. Ég þóttist vita, að ég gæti náð tali af bændum frá Ylri-Tungu á þessum fundi. Sjálfur þurfti ég einnig að mæta á fundin- um Fór ég því heim frá fénu, þar sem það var komið í Hallbjarnarstaða landi og beitti sér nokkuð. Á fundinum hitti ég bændur i Ytri- Tungu að máli og bað þá um leyfi til að mega beita kindum mínum um tíma á áðurnefndu svæði í heiðar- landi þeirra. Það var auðsótt mál. Ég sat ekki fundinn til enda, þótt alltaf hafi ég haft áhuga á samvinnu- málum. Fékk að Ijúka erindum mín- um í skyndi við deildarstjórann, sem var Karl Kristjánsson, núverandi al- þingismaður, og sagði honum einnig í fáum orðum, hvað ég hefði í huga að taka mér fyrir hendur næstu daga. Ekki veit ég, hvernig honum leizt í raun og veru á hugmynd mína. Hann þekkti mig sjálfsagt nógu vel til þess að vita, að ég mundi ekki láta telja mig á að hætta við áformið, að Ieggjast út með fénu. En hann bað mig að fara varlega, ef veður spilltust. Því næst fór ég heim í bæ minn og bað konu mína að búa út nesti handa mér, því að ég færi til fjárins og kæmi ekki heim í kveld, heldur yrði hjá því uppi í heiðinni fyrst um sinn nætur og daga. Blessuð konan varð hissa og spurði áhyggjufull: — Heldurðu, að þú sért fær um þetta, góði? Þú hefur hvorki tjald né annan útbúnað til útilegu. Ég sagði ákveðinn: Ég á tvö stór gæruskinn, sem ég vef mig í. Þau verða að duga. Þar með féll talið niður, Ég hélt af stað með mat og drykk til næsta dags. En lagði svo fyrir, að Guðmund ur, sonur okkar, sem var 13 ára, kæmi eina ferð á dag á hesti til mín með mat handa mér og brauðdelg úr 5 kg. af mjöli, sem ég ætlaði að gefa og gaf úr hendi mér gömlum ám og þeim ám, sem áttu allra fyrst að bera. Þarna var ég í þrjár vikur með féð. Þá voru fimm ær bornar og allar tvílembdar. Ein þeirra var rosk- in, svartbotnótt ær. Húri áttl tvær stórar og fallegar gimbrar. Til þess að létta á henni gaf ég gimbrunum sætt kakó fyrstu vikuna. Velgdi ég það á prímusi, sem ég hafði hjá mér. Botnu sjálfri gaf ég auðvitað mikið deig. Eftir þessar þrjár útileguvikur mín ar var byrjað að gróa mikið við sjó- inn, og allt fór vel. Ég missti aðeins eitt lamb á þessum sauðburði. Átti hey afgangs. Sennilega hefði ég komizt af með hey, þó að ég hefði ekki farið í útileguna með féð. En mjög vafa- samt tel ég, að lömbin hefðu lifað eins vel þá. Og ensinn gat heldur vitað fyrirfram, nvenær batinn kæmi og hvernig hann yrði. Var- kárnin er nauðsynleg í taflinu við veðurfarið á landi okkar. Ég hef mjög gaman af því nú, þeg ar ég bæli rúmið í sjúkrahúsinu, að láta hugann reika til þessarar útilegu minnar. Hún var af sumum talin sér- vizka þá, og er þó enn fjær aldar- andanum nú. En hvert stefnir aldarandinn? IV.Verkfall eyðilagt. Á fyrri heimstyrjaldarárunum 1914—1918 var torvelt að fá nægileg- ar vörur til landsins. Auk þess voru kolin, ef þau fengust, mjög dýr — mig minnir 300 krónur lestin. Það var mikil fjárhæð á þeim tíma. Elds- neytisekla varð mikil í þorpum og kaupstöðum. Vetur voru harðir á þessu tímabili, húsakuldi mikill og sannarlega vá fyrir dyrum margra vegna eldsneytisskortsins. í jarðlögum á Tjörnesi fyrirfinn- ast brúnkol og surtarbrandur. Þetta er aðallega á tveim jörðum, Ytri- tungu og Hringveri. Oft höfðu bænd- ur á þessum jörðum tekið eldsneyti úr þessum lögum til heimilisnota og haft af því hagræði. Eldsneyti þetta tóku þeir í sjávarbökkum, þar sem lítið þurfti til þess að grafa. Surtar- brandurinn var eldfimari en brún- kolin, en lítið magn af honum og hann því torfengnari. Hreinsa varð utan af brúnkolalögunum rækilega svonefndan sora, ef þau áttu að vera brúklegt eldsneyti. Þennan sora gekk óvönum illa að þekkja frá kol- unum, og sóðar létu hann líka fljóta með til þess að auka afköst sín. Varð varan löngum þess vegna neytendum hvimleið og miklu lélegrl en hún hefði þurft að vera. Til slíkrar vöru bendir vísa, sem Árni Sigurðs- son, kaupmaður á Húsavik, orti ein hvern tíma í harðindum á árum áð- ur, þegar Húsvíkingar höíðu fengið að afla sér kola í Ytri-Tungubökkum: Sést nú varla sólin hrein, sveliar að ýta spjörum. Illa loga Ýmisbein, utan úr Tungufjörum. Ýmisbein er Eddukenning og þýð- ir grjót. 1086 llDINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.