Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Page 17
Hinar mestu alfræðibœkur eru gríðarmikil verk. Encyclopedia Britannica er í 24 bindum, og er hvert þeirra um þúsund
síður í stóru broti. Engum manni er léð að höndla meira en lítið brot allrar þelrrar vizku, sem þar er skráð.
eiga í hlut, þar sem unnt er að
fylgja einhverri annarri orðabók og
miðað er við ákveðna stærð frá upp-
hafi, að hafa handritið á örkum.
Fyrsta skrefið við samningu orða-
bókar Menningarsjóðs var að orðtaka
Blöndal og skrá á seðla. Svo var
bætt inn í úr öðrum orðabókum, orða
söfnum og heimildum. Orðum var
safnað úr skýringum við ýmsar bæk-
ur, til dæmis rit Fornritaútgáfunnar
og lestrarbæku í skólum. Einnig var
skyggnzt í nýrri bækur, orðabækur
og aðrar.
Síðari hluti starfs við orðabók er
í því fólginn að skapa heilsteypta
mynd úr því, sem fyrir liggur —
ganga frá seðlunum, svo að unnt sé
að gera prentsmiðjuhandrit. Þá er
frágangur og uppsetning ákveðin.
Við tókum ekkert ákveðið rit okkur
til fyrirmyndar í þessu efni, en reynd
um að vinza það úr, sem bezt hæfði.
Merkjakerfið er til að mynda ný-
lunda í íslenzkum orðabókum, en alls
koma um þrjátíu merki fyrir í bók-
inni.
— Hvort er að jafnaði meira verk,
orðasöfnun eða frágangur?
— Það er misjafnt. Séu orð skráð
upp úr afmörkuðum heimildum, er
frágangurinn meira verk, og svo'mun
vera oftar en hitt. En sé hins vegar
orðum safnað alls staðar að, verður
annað uppi á teningnum. Setning og
prófarkalestur er svo alltaf mikið
vandaverk.
— Orðabókinni var vel tekið.
— Já, viðtökurnar tóku fram von-
um bjartsýnustu manna. Að visu
skorti ekki hrakspár, meðan unnið
var að bókinni. Því var haldið fram,
að almenningur myndi hvorki kunna
að meta né nota slíka bók. Sú hefur
alls ekki orðið raunin á, og er það
sama sagan og í öðrum löndum. Nú-
dansk Ordbog, sem margir kannast
við hér, hefur til dæmis selzt mjög
vel í Danmörku, og stöðugt koma
nýjar útgáfur af henni. Og nú hafa
á sjöunda þúsund eintaka selzt af
orðabók Menningarsjóðs, og skóla-
nemendur, sem fengu bókina á fé-
lagsmannaverði, hafa tekið henni feg-
ins hendi.
— Eru uppi einhverjar ráðagerðir
um endurútgáfu?
_ — Nei, ekki að svo komnu máli.
Eg hef safnað athugasemdum og geri
ráð fyrir því, að fáeinum atriðum
yrði breytt við endurútgáfu, en flest
myndi haldast í sama horfi. Bók
af þessu tagi mætti ekki vera rnikiu
stærri til þess að vera meðfærileg.
En aftur á móti kæmi til greina að
gefa út minni bók í svipuðum stíl.
— Og nú ertu önnum kafinn við
ritstjórn Alfræðibókar Menningar-
sjóðs.
— Já, vinna að því verki hófst ár-
ið 1964, og í ráði er, að bæði bindi
bókarinnar komi út haustið 1967.
— Áður en lengra er haldið, hvað
felst í orðinu alfræðibók?
—Alfræðibækur eiga að veita á
aðgengilegan hátt svör við fjölþætt-
ustu spurningum um hvaðeina, sem
maðurinn þekkir i tilverunni. Þessu
marki verður aldrei náð, en stefnt
er að því.
— Er fjölmennt starfslið við Al-
fræðibókina?
— Ég hef einn starfað við Alfræði-
bókina að staðaldri, en alis mun þrjá-
tíu til fjörutíu manns leggja bókinni
lið og skrifa greinar í hana. Raun-
ar hefur mannfæð valdið noKKrum
erfiðleikum. Treglega gengur að fá
menn til þess að skrifa um viss við-
fangsefni, einkum á vettvangi nátt-
úrufræða og raunvísinda, um læknis-
fræði og tækni.
— Hvaða svið er bókinni annars
ætlað að spanna?
— Bókin er ætluð fyrir skóla og
almenning. Séráherzla er lögð á ís-
lenzkt efni og erlent efni, sem ekki
er aðgengilegt annars staðar. Yfirleitt
er stefnt að því að veita upplýsingar
um sem flesta þætti mannlegs lífs,
þeirra, sem fólk skortir sennilega
SéS I hillu í bókaskáp Árna Böðvarssoniir.
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
761