Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Page 6
fjöllunum og reka það niöur á lág-
lendið — Brekkuna. Um ærnar var
ekki óttazt. Þeim hafði verið hleypt
vestur á Brekkuna daginn áður í
fyrsta sinn á sumrinu. Og voru þær
mjög spakar þar. Hafði faðir minn
í tuttugu ár ætíð haft ærnar á Brekk-
unni eftir göngur og fram í snjóa og
aldrei hlotizt tjón af.
Um hádegisbilið var loks afráðið
að hefja skyldi leit að geldfénu. Vor-
um við Björn Guðmundsson, frændi
minn, sem vorum þá rúmlega tvítug-
ir, valdir til fararinnar.
Við fórum fyrst að Fjöllum. Viss-
um, að Fjallafénu hafði verið sleppt
í fjöllin daginn áður. Jóni bónda
leizt ráð að ná fénu úr fjöllunum.
Þar er mikið af giljum, grófum og
djúpum lautum og því mikil hætta á,
að féð fennti þar, ef mikið snjófok
gerði.
Við vorum fram undir rökkur að
tína féð saman og ganga fram og
aftur um það svæði, sem við álitum,
að það væri á. Það var ekki stórt.
En' hríðin var svo dimm, þótt ekki
renndi, að lítið sá frá sér. Og er við
þóttumst hafa fullleitað, rákum við
féð til Fjallaréttar. Þar aðskildum
við það og töldum. Kom þá í ljós,
að við höfðum fundið allt Lónsféð,
en af Fjallafénu vantaði þrjár kind-
ar. Minnir mig, að þær fyndust ekki
fyrr en snjóa leysti vorið eftir.
í rökkrinu rákum við Björn fjár-
hópinn norður með fjöllunum eftir
sléttri grund. Austan við norðurenda
riennar var allmikil hæð með aflíð-
andi halla móti suðri. Kom okkur
saman um, að réttast mundi að bæla
féð í hallinu, því að þar var nokkurt
skjól fyrir norðanáttinni. Ekki vorum
við nú samt alls kostar ánægðir með
að skilja féð þarna eftir í hríðinni
»g snjónum. Og ef ekki hefði verið
vatn í fjárhúsunum, held ég, að við
hefðum rekið það heim og hýst það,
þótt ekki væri talin þörf á því, er
við fórum að heiman. Engum datt í
hug, að á þeim árstíma gerði þá
hríð, að fénu væri hætta búin á
Brekkunni og við álitum, að þótt veð-
ar gengi upp og snjófok gerði, gæti
ekki lagt svo þykkan skafl í hallið,
að tjón hlytizt af. Þetta hall var ekki
aema 250—300 metra frá Lónunum.
Við bældum féð í hallinu og héiá-
im síðan heim, ánægðir og sigur-
reifir yfir vel heppnaðri leit. Og sofn
aðum um kvöldið svefni hinna rétt-
látu, ásamt hinu fólkinu.
Klukkan fimm morguninn eftir
/aknaði fólkið í Lóni skyndilega við
/ondan draum. Það var skollið á svo
mikið stórviðri, að það brakaði í bað-
itofunni. Hún stóð eín, vestast húsa
>g nyrzt í húsaþyrpingunni. Um
ivefn var ekki að ræða eftir það.
Pg þegar sá, er fyrst fór á fætur,
tom fram í bæjargöngin, mætti bon-
«m óhugnanleg sýn. Stormurinn hhfði
svipt nokkrum hluta þekjunnar af
vesturhlið eldhússins, sem stóð næst
baðstofunni og var rishærra. Lagði
snjóstrokuna inn um opið í göngin.
Var nú karlmönnum bæjarins ekki
til setu boðið. Bjuggumst við fjórir
skjólgóðum vetrarklæðum og fórum
út í bylinn. Mun ég aldrei gleyma
þeirri stund. Mér fannst veðurofsinn
ætla að taka mig á loft og ég ætl-
aði ekki að ná andanum fyrst í stað.
Svo þykkt var hríðarkófið og renn-
ingurinn. Við gátum, við illan leik,
gert eldhúsið nokkurn veginn fok-
helt með pokum, sem við höfðum
tekið með okkur, torfusneplum, trjá-
við og grjóti, sem nóg var af í bæj-
arsundunum.
Þegar verkinu var lokið, vildi fað-
ir minn vitja bátanna. Þeir stóðu á
grastorfu við litla vik, er skarst inn
í krika á Brekkunni. Voru úm sextíu
faðmar þangað. Til marks um, hve
veðrið var ægilegt, vil ég geta þess,
að faðir minn, sem var greindur og
reyndur maður, lét okkur ná í reipi
til þess að hafa á milli okkar. Gerði
hann það til þess, að engan sliti úr
hópnum og hrekkti undan veðrinu.
Hef ég aldrei vitað slíkt gert nema
þá. Kengbognir komumst við með
miklum erfiðismunum á leiðarenda.
En er á staðinn kom, voru bá^arn-
ir horfnir. Það hafði lagt skafla yfir
þá frá nefi, er gekk fram úr Brekk-
unni, norðan og vestan við víkina.
Sá að eins í skutenda eins þeirra út
úr skaflinum, sem vatnið var að
brjóta framan af.
Þegar heim kom, áttum við þriðju
þrautina óleysta. Hún var sú að ná
í morgungjöf handa tveim kúm. Við
tókum sinn pokann hver og lögðum
svo allir aftur út í bylinn með reip-
ið á milli okkar. Voru um tuttugu
faðmar í þá heyhlöðuna, sem næst
var bænum. Tókum við sína viskina
hver i pokana — málsgjöf kúnna.
Stormurinn var á hlið og við urðum
að beita allri orku okkar til að kom-
ast heim með heyhárið. Og urðum
fegnir að komast í húsaskjól. En
„það voru hljóðir og hógværir menn“
sem skreiddust inn bæjargöngin í
Lóni í það sinn, Ipusir við alla sig-
urvímu, eftir að hafa komizt að raun
um mátt óveðursins.
Stormurinn og hríðin buldu stöð-
ugt á baðstofunni og beittu hana
þeim heljartökum, að hún nötraði í
byíjunum. En ekkert var unnt að
gera fyrr en storminn lægði.
Og loksins — um hádegisbil —
lauk óveðrinu jafnskyndilega og það
skall á og gerði gott veður. Var þá
ekki beðið boðanna, en tafarlaust lagt
af stað til að vitja geldfjárins.
Strax og út kom, sáum við, að
stormurinn og hríðin höfðu ekki
verið smávirk. Það var komið geysi-
mikið stórfenni. Öllum snjónum, sem
kyngt hafðl niður daginn áður og
þar á eftir, var svo gersamlega sóp-
að af holtum og hæðum, að varla
sást snjór á þeim. Og á sléttlendi
var aðeins snjór í skorningum. Veð-
urofsinn hafði fært allan snjó í laut-
ir, lægðir og brekkur. Einkum hafðl
mikinn snjó lagt í þær brekkur, er
sneru móti suðaustri. Þar lágu skafl-
arnir skáhallt af brekkubúnunum og
fram á móana. Voru þeir allþykkir
þar, sem brekkurnar voru brattar.
Sjórinn var í ógurlegu uppnámi og
hafði gengið lengra á land en elztu
menn vissu dæmi til.
Þegar við, er vitja vildum geldfjár-
ins, vorum skammt komnir vestur á
Brekkuna, fundum við' fyrstu vetur-
gömlu kindina. Hún lá þar í holti
á hryggnum. Og er við komum þang-
að, er geldféð var bælt kvöldið áður,
sáum við, að þunna snjóþilju hafði
lagt í hallið, þar sem féð var, og
sá aðeins á horn nokkurra kinda upp
úr fönninni. Auðvitað voru þær
óskemmdar. En þær voru — því mið-
ur — aðeins örfáar. Allar hinar hafði
hrakið þaðan.
Var nú farið að smala þvi, sem
uppistandandi var af fénu, bæði geld-
fé og ám. í leitirnar komu rúmlega
þrír fimmtungar fjárins, sem var um
190. Vantaði þá milli sextíu og sjö-
tíu kindur, sem vitað var, að vera
mundu allar í fönn.
Hófst nú mikil leit að þeim.'Tóku
allir karlmenn í Lóni, þeir er að heim
an komust, þátt í henni. Var leitað
með löngum járnteinum, er gerðir
voru ósléttir í annan endann. Var
þeim endanum síðan stungið með var-
færni niður í fannirnar, þar til hann
nam staðar. Þá var teininum snúið
nokkrum sinnum. Og síðan dreginn
upp. Ef teinninn hitti á kind, voru
ullarhár á honum.
Margt af geldfénu hafði fennt. Það
hafði hrakizt í grasgjárnar og þær
voru allar barmafullar af snjó. í ljós
kom, er við fórum að draga það úr
fönninni, að kindurnar höfðu smám
saman slitnað úr hópnum og hrakið
í gjárnar. Sáum við það á því, að 1
dýpstu grasgjánum, þeim er næstar
voru hallinu, er féð lá í, voru sumar
kindurnar niðri við botn þeirra. Þær
hafði slitið úr hópnum strax og byl-
inn gerði. Aðrar voru í miðri fönn-
inni. Og þær, er síðast hafði hrak-
ið, voru efst í henni, svo að á þeim
örlaði stundum.
Þegar búið var að leita nokkuð að
geldfénu, var hafin leit að ánum,
sem vöntuðu. Líklegt þótti, að eitt-
hvað af þeim hefði verið í gömlu
réttinni eða við hana, er bylinn
gerði. Bæði var réttin vel gróin og
ágætt skjól fyrir norðanáttinni í
krikanum og undir veggjunum, sem
ófallnir voru. Öll var réttin undir
þriggja til fjögurra metra þykkrl
fönn. Grunur okkar reyndist réttur,
Framhald á 910. siðu.
194
T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ