Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Side 9

Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Side 9
„Þa3 gerðu tveit menn — annar meSfiskspyrSu i hendi, en hinn gítar". Elzta systirin, tuttugu og tveggja ára, hóf, ódeig, nám í andlitsfegrun. En sú, sem var ári yngri, afgreiddi ropvatn í sölugátt, meðan hún beið þess, að eitthvað gerðist. Það var blákaldur veruleiki, að stúlkur, sem enginn vissi, að væru til, voru einn góðan veðurdag orðnar dísir og drottningar. Og minna mátti nú gagn gera. Grjóthólafólk kunni sér hóf í metnaði. Báðar lærðu þær ensku. Þeim var sagt, að enginn gæti ferð- azt um allan heiminn, án þess að kunna ensku. Yngsta systirin lærði kverið á kom- andi vetri við heillegasta gluggann í kjallaraíbúð foreldra sinna og átti að fermast að vori. Óðinn var sá eini af systkinunum, sem stundum heyrðist syngja. Hin sögðust ekkert kunna og maður gæti ekki verið að gala kunnáttulaust. Þessi löngun Óðins til að vera með í söng ágerðist, þegar hann fór að eyða dögunum liggjandi niðri í bíJa- gröf. Ekki leið á lö'ngu, áður en hann fór að þreifa fyrir sér, þar sem loðhausakór var í uppsigíingu og vantaði f jórða manninn. Rödd Óðins og tilburðir voru tekn- ir gildir, og hann var sendur heim til að safna hári. En Óðinn var með þeim ósköpum gerðum, að hár hans minnti enn á mjúku, gisnu lóna, sem var á kolli hans nýfæddum. Það óx hægt. Og honum var spáð skalla. Óð- inn ræddi árangurslaust við rakara og snyrtingamenn. Lyf þeirra breyttu engu. En hann hlýddi ekki ráði frænku sinnar, sem ráðlagði hontim að láta biðja fyrir sér á andafundi. Þar með var draumurinn búinn. Söng frami í öðrum kórum krafðist náms og kunnáttu. Og raunar var Óðinn ekki sá systkinanna, sem líklegastur hafði þótt til listamennsku. Gal hans og raul í heimahúsum bar vott um það gagnstæða, álitu systur hans. En við vélar var hann natinn sem áður og lá rólegur undir mörgum slysa- bil margan dag. Það var Skírnir, sá yngsti, sem sá einn góðan veðurdag, að ekki mátti við svo búið standa. Enda hefur þjóð sagan haldið svo fram hlut yngsta bróðurins, að honum er vorkunnar- laust að finna köllun sína, ef hún á annað borð er sjáanleg með berum augum. Hæverska sú, sem hindraði systur hans að halda út á brautir listanna, þróaði með honum fram- hleypni í smáum stíl. Og yngsti bróðirinn fékk sér nýja skó og nælonskyrtu, og segir ekki af ferðum hans fyrr en hann kom í Sjöstjörnuleikhúsið. Það var gróskan og dirfskari að sprengja af sér öll bönd, eftir því sem listkynnendur sögðu. Tjáningar- formin þar voru einstæð í veraldar- sögunni og þó víðar væri Ieitað. Skírni lá við að undrast það, að áhorfendur voru klæddir venjulegum sparifötum. Honum hafði dottið í hug, að einhverrar nýbreytni gætti í bún- ingi þeirra, svo frumlegt og einstakt sem allt var á vegum þessa leikhúss. Gott var, að skór hans og nælon- skyrta áttu hér við. Skírnir settist á miðjan bekk aftar- lega í húsinu. Það var óðum að fyll- ast. GaHgrænt tjald huldi leiksviðið. Skyndilega heyrðust ókennileg hljóð að tjaldabaki. Minntu þó helzt á mikilfenglegar hrotur. Tjaldinu var svipt til beggja hliða. Það gerðu tveir skeggprúðir menn, annar með fisk- spyrðu í hendi, hinn með gítar. Uppi á sviðinu stóðu manneskjur, sem töluðu saman í. þrennu lagi. Einn hópurinn talaði um veðrið. Ann ar þrætti um mjólkurverð. Hinn þriðji sagði skrítlur. Ekki varð num- ið samhengi í tali fólksins, þar eð allir óðu elginn í einu. Skírnir hugs aði með sér, að upphaf leiksins gerð- ist einhvers staðar, þar sem fólkið hittist af hendingw, og nú mund; draga til tíðinda. Eftir litla stund hvarf allt fólkið af sviðinu út um dyr til hægri hand- ar. En vinstra megin kom inn spari- klæddur maður með hænu í rimla- kassa, skákaði á gólfið og snarað ist út sömu leið. Þá læddist inn kona í kápu, sótti hænuna þegjandi og fór. Sviðið autt. Inn kom vinnu- klæddur maður með glerkönnu í hendi og lét hana varlega á auðan stól. Fór að svo búnu. Þá kom inn lítill maður með pípuhatt og gekk að stólnum, beinn og hátíðlegur. En þegar minnst varði, sparkaði hann í stólinn, og glerbrot þeyttust víða með miklu glamri. Tjaldið féll. LófaskeUir d indu. Skírnir áttaði sig ekki á þessu, en bjóst við, að allt yrði ljósara í næsta þætti. En þá var tilkynnt í hátai- ara, að einþáttungnum Symfóníu krossfiskanna væri lokið, en næst kæmi sjónleikurinn Sauðburður á þorranum. Skírni þótti þetta næsta furðulegt allt. En leikhúsvanari gestir sögðu í hálfum hljóðum sín á milli, að þetta væri táknrænt fyrir þá ringul- reið, sem ríkti í heiminum, — sem sagt ádeila. Þetta sagði fólkið, sem sat fyrir framan hann. En það, sem sat fyrir aftan hann, hvíslaðist á um það, að nútímalist legði kapp á að koma áhorfendum á óvart, og þetta „verkaði ákaflega sterkt.“ Allt í einu heyrði Skírnir lconu á vinstri hlið við sig hvísla að bónda sínum; „Þetta voru samhengislausar hundakúnstir. Svona gætum við alveg eins búið til heima hjá okkur.“ Mannkynssagan rómar þá ógæfu spekinga að eiga heimskar konur, og eru til helgisögur um umburðar- lyndi þeirra. Maður þessarar konu sagði þreytulega: „En, góða, það er sjálft samhengisleysið, sem er listin í þessu. Og mennirnir eru að leita að nýjum formum." Tjaldið þeyttist til beggja hliða. Stúlka í stuttum, lifrauðum kjól, hoppaði á öðrum fæti yfir sviðið og hvarf. Tveir menn með bláa skýlu- klúta á höfði, berjandi sinn, pott- hlemminn hvor, gengu hvatlega sömu leið og hurfu líka. Mótorskellir heyrð ust álíngdar. Og tjaldið féll. Sumir héldu, að þetta væri aðeins fyrsti þáttur Sauðburðarins á þorr- anuin En honum reyndist lokið, og T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 897

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.