Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Page 11

Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Page 11
í axlarólum, nálguðust hann. Annar var nokkru lágvaxnari en hinn. Skírnir snaraði sér í nauðsynlegus'.u spjarir. „Hvað er ykkur á höndum?“ spurði hann ónotalega. „Er okkur ekki frjáls flæðarmálið eins og þér?“ anzaði sá minni og hagræddi myndavél sinni í ólunurn. „Þetta er úr alfaraleið," hreytti Skímir að þeim og þótti sér mis- boðið með flakki þessara manna. „Megum við ekki vlkja út af al- faraleið eins og þú?“ spurði maður- inn. „Það er bara dálítið kyndugt. Ekki er vegurinn svo góður.“ „Vegurinn var ekki betri fyrir þig en okkur.“ Gremja Skírnis spratt af því, að honum datt einhvern veginn í hug, að mennirnir væru að elta hann af forvitni, illkvittni eða öðrum leiðin- legum ástæðum. „Ég er frá verkum," hélt hann áfram. „Ég hef verið lasinn og fór hingað að gamni mínu til að vera í friði.“ „Friður sér með þér,“ anzaði hinn. „Ekki ætlum við í styrjöld við þig.“ Þá tók sá til máls, sem þagað hafði: „Við fórum hingað til að sjá þennan eyðibæ, hvemig hann er út- leikinn. Eins og kunnugt er, vitjar höfuðstaðarmenningin oft mann- lausra húsa úti á landsbyggðinni til þess að skjóta inn um glugga og berja þau grjóti. Og fréttamenn gera aldrei veður út af svo náttúrlegum hlutum. Við brugðum okkur hingað vegna þess, að í nótt varð bílslys hérna uppi á afleggjaranum. Nokkr- ir framtakssamir menn tóku sig til í gær og brutust hingað niður eftir á lághjóla bíl. Þeir komust ekki alveg eins langt og þú á jeppanum og gengu heim að bænum. Þegar þeir voru búnir að skjóta þar eins og þá lysti og mölva hurðirnar, sneru þeir við og óku til baka. Þá var það, sem þeir hvolfdu bílnum ofan í ræs- ið og ein skyttan lærbrotnaði. Hin- um blæddi eitthvað. Út af þessu urðu yfirheyrslur, og erindið komst. upp.“ — Eruð þið komnir að meta skaða bóndans? „spurði Skírnir. „Hér er enginn bóndi,“ svaraði há- vaxni maðurinn. „Bankinn á jörðina. Og hann verður ekki hjartveikur út af smámunum. Nei, við ætlum að skoða skemmdirnar, lýsa býlinu og segja sögu þess frá landnámsöld. En fyrst vildum við vita, hver ætti jepp- ann og hafa tal af þeim náunga." „Ekkert skemmdi ég, hvað sem öðru líður," sagði Skírnir. „Við tókum ágætismynd af þér í sólbaðinu", sagði sá minni. „Við birt- um hana. Megum við það ekki?“ , Skírnir hafði ekki orðið þess var, að þeir tækju neinar myndir eða hefðu vélarnar á tofti. Hann tók gamninu: „Þó það nú væri! Velkom- ið!“ sagði hann. Maðurinn hélt áfram: „En nú för- um við heim að bænum og skoðum hann innan. Við gengum rétt um hlað ið áðan. Þú kemur með, vinurinn." Skírnir lauk við að klæða sig, og þeir urðu samferða heim að bænum. Þama var alistórt tún og girðingar í góðu lagi. Bæjarhúsin voru íbúðar- hús, lítill bárujárnsskáli og nýtt fjós, áfast við hlöðu. f skálanum, sem var opinn, sást gömul hestahrífa og fleiri áhöld, sem notuð voru, áður en vél- knúin tæki komu til sögunnar. Fjár- hús voru úti við túngirðingu. íbúðarHúsið var snoturt, þakið mál- að ekki alls fyrir löngu. Hlað var þarna breitt úr hellugrjóti. Lítill blómagarður var við suðurstafn. Fréttamenn tóku nú að telja heil- af^rúður 'í húsinu, og var það fljót- gert. Þar næst smugu þeir inn, þar sem útidyrahurð hafði verið brotin af hjörum. Komu þeir þá inn í litla forstofu. Birtu bar inn um opinn glugga. Álfreki var þar á gólfi, sem sýndi, að mennskir menn, en ekki vofur, höfðu heimsótt eyðibýli þetta. Fréttamenn gengu inn í stofu. Eng- in hurð var brotin inni í húsinu, en allar dyr opnar. Hvítmálaðir gluggar báru þess merki, hvar myndir höfðu hangið og gluggakisturnar, hvar blómapottar höfðu staðið. Meira bar þó á letri og teikningum, sem skot- mennirnir höfðu skilið eftir á veggj- um. Hvort veggja var gert með rauð- krít, hvorugt ýkjafagurt. Svefnher- bergi tvö voru með svipuðum um- merkjum. Gólfin voru olíuborin, gljá inn farinn að slitna innan við þrösk- ulda. Mygla nokkur hafði myndazt í hornum um veturinn. Fréttamennirnir gengu til eldhúss. Þar var hvít Sólóeldavél. Lok voru rifin af henni og sást niður í eld- hólfið. En lokin lágu á eldhúsbekkn- um. Hann var úr hvítum viði, slitinn nokkuð af margra ára þvotti. Skíinir sá í huganum rjúkandi kaffibolla og kúfaðan disk af heitum lummum á þessum hvítu fjölum. Og við eldavél- ina vantaði roskná konu með rósótta svuntu og hárfléttur vafðar um höf- uðið. Bekkurinn var sótugur, þar sem lokin höfðu kámað hann. Önnur hervirki voru ekki í eldhús- inu. Fréttamenn gengu út úr húsinu, fussandi og sveiandi, og kváðu það iítt prenthæft, sem hér hefði gerzt á vegum borgarmenningarinnar. Ann ar þeirra hagræddi útidyrahurðinni, svo að hún féll að stöfum. Það var svo sem þýðingarlaust. En venjan býður að breiða yfir andlit á líki, sem finnst á víðavangi. Skírni var farið að þykja vænt um mennina. Þeir gengu niður á sandinn aftur. Skírnir bauð félögum sínum hress- ingu úr kaffibrúsa sínum og eitthvað matarkyns. Hann hafði dagsnesti. Hinir voru með gosdrykki og ávexti og buðu honum. Nú fyrst kynntu þeir sig. Kom þá í ijós, að fréttamennim- ir vom ekki frá sömu útgerð. En það spillti í engu samlyndi þeirra. „Við erum bara fréttasnáp- ar,“ sagði sá hávaxni, sem í blaði síni nefndist Kolur. „Við þurfum ékki að slíta okkur út á því að skatt- yrðast við náungann, sem betur fer.“ Skírni þótti þeir vita allmikið um mannlífið, enda var þetta ekki fyrsta ferð þeirra um fósturjörðina. Þeir voru miklu meiri vandlætarar en'' honum hefði til hugar komið um slíka menn, eftir skrifum þeirra að dæma. Allir könnuðust við rabbmenn ina, Kol og Nóa, sem komu á vett- vang, engum til meins, alls staðar, þar sem eitthvað gerðist óvænt manna á meðal eða í búfjárlífi. Skírnir spurði,.hVort þeir væru van ir að gerðast saman. Ekki var það. En í þetta sinn urðu ýmis atvik til þess. Eftir snæðingu tóku rabbmenn píp ur sínar, en spurðu Skírni, hvort mætti bjóða honum líkkistunagla. Hann sagðist að vísu hafa lært að reykja í héraðsskólanum, en orðið fljótt að hætta vegna hálskirtlanna. „Fáðu þér nýja hálskirtla, góði,“ sagði Kolur. „Það verður ódýrara." Og hann bætti við: „Það er undarlegt, að náttúran hefur gætt skepnurnar óbeit á öllu, sem þeim hentar ekki að éta. En við mannkindurnar höf- um í staðinn fengið þá fýsn að jóðla allt og lepja allt, sem að kjafti kem- uir.“ Reykvíkingarnir urðu smám saman gamansamir og fóru í gáska að hnoða saman vísum um það, sem fyrir augu bar á eyðibænum. Skírnir lagði orð í belg. Þeir gerðu að því góðan róm og sögðu, að hann væri meinyrtur. Sjálfir þóttust þeir ekki af hag- mælsku sinni. Það jók honum hug- rekki til að skjóta inn hendingum. Það var gaman að kynnast þessum mönnum. Hann hafði enn ekki eign azt félaga í Reykjavík. Þegar þeir þreyttust á að ríma, tóku þeir að hlaða saman andagift í óbundnu máli, eins og tíðkazt hef ur síðan á dögum Salómc-ss eða leng ur, en má, að vísu, kallast nýjun«, ef miðað er við, hvað eilífðin er löng. Flest voru ljóðaljóð þessi um nákinn mann í sandi og það, sem fyr- ir hann hefði getað komið. Blekiðju mennirnir festu þetta á pappír af vana. Að lokum urðu þeir þreyttir á þessu líka og sögðu, að nú væri mál að halda heim og finna eitthvert fár- ánlegt nafn á fréttapistilinn, sem gæti kitlað fólk í eyrun. „Láttu skáldsögu heita Jón á Fjalli. Les hana enginn. Framhald á 909. siSu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 899

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.