Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Page 15

Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Page 15
Var Eva fyrsta galdranornin? Kirkjan álelt hana fyrstu kcnuna, sem gerði samning vi8 djöfulinn. — Eirstunga frá 16. öld. FÓRNARLÖMB BÁLSINS: Tvö dönsk galdramál haít mikiS upp úr því, ef ég aug- lýsti miðasafnið til sölu úti, ég er ekki í minnsta vafa um það. Nei, þetta er ekkert vitlausara en frí- merkjasöfnun, því það vita allir, að allt, sem er forðað frá glötun, það verður alltaf verðmætt, þegar frarn líða stundir. Og hvort sem miðinn er íslenzkur eða útlenzkur, það finnst mér engu máli skipta. Fjarlægðin er nú ekki orðin nein í heirpinuin og mér finnst það bara ekkert minna áhugavert, þó það séu ekki endilega eintómir íslenzkir miðar í safninu. Þeir eru að safna hér útlendum frl- merkjum. Ef ungir strákar byrjuðu á því að stúdera svona miða, skal ég ábyrgjast það, að þeir fengju ekki minni áhuga á því heldur en frl- merkjum. — Það vita fáir um safnið þitt, Þórður. Mörgum þætti án efa for- vitnilegt að sjá þetta. — Já, já, en ég held þessu ekkert á lofti, og ég hef haft góðan friS. En hver og einn má koma og skoða þetta, þetta er ekkert leyndarmál. — Þér hefur ekki hugkvæmzt að selja safnið eða gefa það almenn- ingssöfnum? —• Nei. Ég mun ekki selja þetta að svo stöddu og ekki gefa það held- ur. Að minnsta kosti ekki bækurnar. En hvað ég geri með afganginn, það er óráðið. Hann er mikill og alveg óskemmdur. Þórður sýnir mér fleiri bækur, brúnleitar stílabækur, gormur í kili, og þar gaf að líta miða frá flestum löndum heims, ærið ólíka að lögun og skreytingu. Þarna glottu stríðnis- lega gamlir kunningjar eins og Tú- borg, Karlsberg og Hæneken, og öll- um var þeim lagið að espa bjórþurr- ar kverkar komumanns og dapurlegt til þess að vita, að þeir voru einungis óæt bréfsnifsi. Við vorum niðursokkn ir í athugun á vínandastyrkléika tékkneskra bjórtegunda, þegar elzta dóttirin, Nanna, hljóp inn I stofuna og sagði tvær kindur hafa stolizt inn á lóðina. Þórður virtist ekki kippa sér mikið upp við slíka fregn, en ég áleit réttast að kveðja, svo honum gæfist tóm að verja landareign sína óboðnum gestum. Er við höfðum skipzt á nokkrum íslenzkum kurteisisorðum, var ég aft ur kominn út I mitt aursvað götunn- ar. Gegnum sortann heyrði ég köll- in í Þórði, þar sem hann stuggaði við kindunum tveim, og innan stund- ar þutu þær fram hjá mér og hrygldi I þeim eins og lungnaveikum körlum. Sögunni um íslendinginn, sem á tuttugu þúsund flöskumiða, er þá lok ið. Ef til vill þykir lesendum hún einskis verð, en þeir skyldu gæta þess, að ekki er aUt jafn ómerkt og það sýnist í fljótu bragði. Að minnsta kosti hefur það sannazt á flöskumið- um og íslendingum. jöm. I. Innosentíus var aðeins páfi I átta ár, frá 1484 til 1492. Hann var orð- inn aldraður ekkjumaður, þegar hann var kjörinn páfi, og hann átti mörg börn, bæði I hjónabandi og ut- an þess . . . Innosentíus seldi iðu- lega embætti í stórum stíl og hann sló ekki heldur hendinni á móti neins konar mútum. En hann hefur þó fyrst og fremst skráð^nafn sitt I söguna sem sá páfi, er gaf út það tilskipunarbréf, er hleypti galdra ofsóknunum af stað meðal kaþólskra þjóða. Fram að þeim tíma höfðu menn ofsótt trúvillinga með báli og brandi, en nú tóku ofsóknirnar eink- um að beinast gegn galdranornum og galdramönnum. Þetta páfabréf vakti mikla athygli, og þjónar kirkjunnar létu strax til skarar skríða. Heljarmikil bók um 700 síður var samin um það, hvermg haga skyldi sókninni gegn göldrum. Að sjálfsögðu höfðu fordómar og hjá- trú ríkt um langan aldur í Evrópu, en með galdraofsóknunum tók út yfir allan þjófabálk. f Evrópu urðu kon- ur einkum fyrir barðinu á ofsóknun- um, en til samanburðar má geta þess, að hér heima á íslandi var þessu öf- ugt farið. Fleiri karlmenn voru brenn ir hér en konur. Ofsatrúaðir prestar sáu skækju I því nær hverri fagurri konu. Og þeg- ar verst gegndi samband hennar og djöfulsins, sem alls staðar var nálæg- ur. Var ekki Eva fyrst allra til þess að gera samning við Satan? í sál þessara ofsatrúarmanna var stutt öfg anna á milli, — annað hvort elskaði konan guð eða hún hafði samvinnu við djöfulinn um að afvegaleiða sálir mannanna. Og það voru ekki aðeins ungar konur, sem gengu á mála hjá TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 903

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.