Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Blaðsíða 2
■MWMHVWBMLiíMMMMWBi Guðmundur Erlendsson: Árni í Hérna á árunum, þegar hann Árni heitinn í Botni eigraði um jörð samkvæmt fyrirmælum frá drottni, þá var harðbýlt í sveitum og lftið að bíta og brenna, bjargræði fólks var þá aðeins að vinna og nenna. Menn ýttu úr vör til að af!a bjargar í búið, í baðstofunum var garnið í flikurnar snúið. Ef athafnir þrutu, tók afkomuvonin að kárna, allt þessu hlítti, og svo skyldi vera mcð Árna. En Árni sá hafði ekki af miklu aö státa, eign hans var lítil og flest hms með þvílíkum máta. Kotið í Botni var kúgildis tæpasta virði, kostir til manns voru honum til litillar byrði. Því fékk hann þá hugmynd, ef léti hann svo út líta, að lítt væri til, er mætti hans gróðaveg slíta, þá gæfist sér færi að gagnast til hlunninda sinna, gæti svo farið, að hann þyrfti ei meira að vinna. Nú brá við hann Árni og bjó sig í skyndi í reisu í brækur við hæfi og spánýja duggarapeysu úr sauðlitu bandi með silfraða yfirmannshnappa, svo hann að vallarsýn líktist mjög útgerðarkappa. Hann taldi sér vissast að spara sér ekki sporin, spillt væri hans ferð, ef kennsl yrðu fljótt á hann borin. Loks barði hann að dyrum á hæ cinum suður í dölum, búsældarlegum með þriflegum, háreistum sölum. Botni Hér þáði hann gisting og þar eftir fyrirtaks heina, þarna var auður og prýðilegt brögð sín að reyna. En heimasætan var hýr við það stórmenni að vestan, að höfðingjum öllum, er þekkíi hún, hún taldi hann mestan. Og daglega Árni með drýldni að veðrinu hugði, dæsti og bar fram spurningu, sem honum dugði. Skálkurinn armi þá skáldaði sér f haginn: „Skyldu ekki bátarnir mínir á sjó þennan daginn?“ Og við þessi orðin féll aumingja fólkið í stafi, á auð þessa stórmennis lék ei hinn minnsti vafi. Og heimasætan var honum í skyndingu gefin með heimanmund gildan, það átti við klókindarefinn. Og kátur fór Árni í kot sitt með brúði og aúðinn og krökkum hlóð niður. Að endingd hirti hann dauðinn. En almannarómurinn aldrci mun Árna þann blessa enda geymir hann vandlega söguna þessa. En hitt vita færri, það finnst ekki heldur á blöðum, hve fádæma kynsæll varð Árni á þekktustu stöðum- Því afkomendurnir hans eru á allflestum sviðum, en alls staðar keimlíkir Árna í háttum og siðum. Þeir meðhöndla sannleikann eindæma ógætilega, í auðsöfnun feimulaust gjarnan að baki manns vega. Enga skal furða, þótt undan því taki að sárna, því ekkert á jörðinni er vesalla en kynið hans Árna- 1058 T I IH I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.