Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Blaðsíða 21
vangasvip manns síns, líkt og hún
stæSi augliti til auglitis við Alex.
Hún horfði aftur upp til stjarn-
anna og brast í grát.
„Af hverju eruð þér að gráta?
Amar eitthvað að yður? Hvaða
ástæða er til að hryggjast? Er það
af meðaumkvun, kæruleysi — eða
kennið þér í brjósti um stjörnurn-
ar? Nei, það tekur því sannarlega
ekki að vera með sorg og sút. Hlustið
aðeins á drykkjulæti, harmagrát,
rifrildi, hlátra, fótatak og fótaspark
og minnizt þess eins, að öll þessi
hijóð enda einn góðan veðurdag með
algjörri þögn, — og maður þarf
aldrei framar að vera leiður og öðl-
ast þann frið, sem maður hefur ailtaf
þráð.“
„Nei, svona megið þér ekki tala.
Það er einmitt vegna þess að ég veit,
að ailur grátur endar í þögn, allt
rifrildi hjaðnar við óendanleik
stjörnugeymsins. Það er einmitt þess
vegna, sem ég verð að hverfa aftur
til Alex. Ég verð að fara aftur til
Alex, því að tár mín vekja enga sam-
úð, nóttin veitir enga huggun og blik
stjarnanna er tákn, sem ég skil
ekki. Ég verð að fara til Aiex, því
að heimurinn þarfnast mín eins og
hann, en ásjóna heimsins er ógreini
leg og langt um stærri en andiit
Alex, sem er einungis ein af hrukk-
um hans, tvö augu úr ásýnd heims-
ins. Ég er farin að tala við Alex
minn á ný, og við eigum eftir að
finna einhver ráð. Það er ekkert vit
í að byrja á nýrri sögu, áður en
hinni er lokið.
Andlit Alex, — þú getúr aðeins
eignazt eina hrukku, og það eru að-
eins ein einustu augu, sem skjóta
gneistum, —þú verður að gera eitt
hvað, aðhafast eitthvað, skilurðu?
Það er ógerlegt að velja sér þúsund
hrukkur. Þú getur aðeins vaiið eina
einustu. Aðeins ein augu, sem leiftra
eins og elding, — svo mikið hef ég
iært.“
Konan stóð í eldhúsdyrunnm í
skini götuljóssins. Allt var hljótt i
íbúðunni, og út um gluggann glitti
í stimdan næturhimininn. Önnur
hækjan var lögð í gluggakisturia og
ofan á stólbak og leit út eins og
skinin bein. Hin teygði sig yfir að
veggnum með útlendu póst'kortunum.
Hækjurnar mynduðu eins konar brú
yfir herbergið, og á þeim héngu bluut
nærföt til þerris.
Konan laut höfði, leit aftur i átt-
ina að hækjunum og upp í tindr-
andi himinihvoifið og gekk svo hægt
að svefnherbergisdyrunum. Hún stóð
þar um stund, eins og hún væri að
hlusta eftir vatnsrennslinu, sem
heyrðist úr baðherbergi í næstu
íbúð.
Síðan sneri hún handfanginu og
gekk inn. Hún starði á rúmið, kvetkti
Ijós og kipraði augun.
Aléx svaf með ábreiðuna upp und-
T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
ir höku og viriist naumast draga
andann. Ko»an tók sér stöðu hjá
fataskápnum, líkaminn eins og þan-
inn strengur, hver vöðvi strengdur,
eins og hún væri í þann veginn að
stökkva upp í loftið. Hún tyllti sér
á tá og hrópaði:
„Alex! Alex!“
Hún hljóp til hans. Aiex settist
felmtraður upp í rúminu með svefn-
drukkið andlit, næstum óttasleginn
á svipinn. Hann var líkastur einfeldu
ingi, sem er hundeltur og á sér ekk-
ert hæli, kominn að niðurlotur og
skilur ekki, hvers vegna hann er of-
sóttur. Hann horfði á konuna. Fóta-
tak og hlátrar bárust neðan af göt-
unni og svo varð allt hljótt. Alex
fleygði ofan af sér ábreiðunni. Skjálf
andi höndum fálmaði hann eftir
hækjunum, staulaðist fram úr og
studdi sig við þilið. Munnur hans
var hálfopinn og andlitið tekið og
hrukkótt i hálfrökkrinu. Það minnti
á gamalt og sprungið olíumálverk.
Svipur hans var nú rórri, en augun
voru eins og í gömlum manni, sem
horfir fram á veginn, á sömu húsin
Horft til horfinna
Framhald af 1063. síðu.
menn, sem ekki voru algerlega i fæði
hjá vinum og venzlamönnúm, skrínu-
kost til að spara landsjóðnum út-
gjöld.
En svo að vikið sé aftur að Teiti
Finnbogasyni, þá er þess að geta,
að hann lærði járnsmiði af þjóðhag-
anum, tengdaföður sínum, kom sér
upp smiðju og hugðist gera járn-
smíðar að ævistarfi sínu. En þar sem
hann var einstaklega nærfærinn við
skepnur, úrræðagóður og heppinn —
honum virðist hafa verið læknislist-
in í blóð borin — var hann svo
mikið sóttur til dýra, að járnsmíðin
varð að vikja fyrir dýralækningunum.
Enn fremur var hann bæjarfulltrúi,
og það tók sinn tíma. Hann efnað-
ist vel, dreiddi hátt útsvar og var
því hinu fátæka og fábrotna bæjar-
félagi í Reykjavík mikill styrkur og
á marga lund. Hann entist vel eins
og fieira af ættfólki hans, fæddist
1803 og dó áttræður.
Þegar ég virði fyrir mér myn,i af
Teiti Finnbogasyni verður mér auð-
sæ hin sterka líking með uonum og
móður minni, mjúklegt en hremdrátta
og svipmikið andlit, munnsvipur og
Drættir frá nefi til munns hinir
sömu. Trúlegt þykir mér, að Guðríð-
ur afasystir hafi einnig haft sterkan
svip af Finnbogasensfólkinu sínu.
Ekki skyidi ég það fyrr en síðar,
hvernig Gúðríði hefur verið innan-
brjósts, er henni var gefið í skyn,
að hún mundi vera út af skiMítlu
fólki, sem lítið þýddi að spyrjast fyr-
ir um. Hún vgr að verja heiður
og sömu trén ár eftir ár, án þess að
gera sér grein fyrir nærveu þeirra.
Konan gekk til hans, horfði á
hann stórum starandi augun. og hvísl
aði:
„Alex — Alex — Ég ætla að vera
hjá þér, — alltaf að vera hjá þér.“
Hún greip hendur hans, hjúfraði
sig að honum og huldi brjóst hans
með kossum hvíslandi hálfkæfð ást-
arorð.
Snöktandi tók hún yfir um hann,
greip aðra hækjuna i vinstri hönd
og studdi hann yfir að glugganum
Alex rétti úr sér og horfði upp til
stjarnanna. Drykklanga stund stóð
hann í þessari óþægilegu stellingu,
en skyndilega seig hann saman í
mittið, eins og hann væri að hneigja
sig djúpt, hækjan rann á gólfið og
maðurinn datt. Hún var of sein að
grípa hann. Hann byrjaði að gráta
hástöfum og kyssa fætur hennar, með
an hún strauk hár hans, eyru og
herðar. Örvilnunin í svip hennar vék
hægt fyrir djúpri ró.
Guðrún Guðmundsdóttir þýddi.
kynslóða —
sinn og ættar sinnar, er hún greip
til þess að nefna Finnbogaser.síóikið.
Sennilega heíur hún ekki treyst
frúnni tii að fylgja sér ynr ai.a ætt-
liði, til ættföðurins, Teits Sveins-
sonar vefara.
íslenzkir sagnaritarar úafa iagt svo
mikia alúð við ættartölur, að þjóðin
samsamaðist þeirri kröfu að vita sem
gleggst skil á uppruna sínunj og
hvernjg ættir kvísluðust. sem trjá-
greinar frá stofni. Eðlilegt, yar að
gieðjast yfir þvi, sem frækilegt var
og frábært j ættinni og ýmsum
greinum hennar.
Hvaða íslendingur getur ekki
glaðzt yfir ættgöfgi sinni, þegai, haft
er fyrir satt, að ailir íslendingar séu
komnir út af Jónj biskupi Arasyni?
Skyldi ekki með tímanum bera að
sama brunni með afkomendur hins
ágæta forföður okkar Guðriðar, Ein-
ars Sigurðssonar, skálds og prests i
Eydölum?
Mann sinn hafði Guðríður misst,
engin voru börnin, ein varð hún að
heyja af ævikvöldið. En hún var ekki
öllu svift, ættina sína átti hún eins
og þétta fylkingu, er ósýnileg studdi
að baki hennar. Guðriður afasvstir
var í engum vafa um það, að hún
var aí góðu bergi brotin, það veitti
henni bæði reisn og ánægju.
VI. Vidalínspostilla — frá Neðri-
Hreppi?
Þegar Guðriður afasystir féll frá,
heyrði ég á það minnzt, að skipta
ætti dánarbúi hennar. Að sjálfsögðu
var það lítið og fátt um þetta talað.
1077