Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Blaðsíða 7
Ausu í Andakíl, búsetta í Hafaar- firði. Ég hef hér aðeins nefnt nokkur nöfn þeirra mörgu, sem sýndu fóstru minni ræktarþel með því að helm- sækja Ihana. í stórum dráttum vil ég segja þetta um borgfirzku gestina hetona, bæði skyldfólk mitt og aðra: Mikil tryggð og ættrækni var einkenni þessa fólks og hófsöm glaðværð. Svo sem alkunn Ugt er, gengur skáldskapur og listgáfa ýmissa tegunda eins og rauður þráð- Ur gegnum borgfirzkar ættir, sem eins og gefur-að skilja em mjög sam- fléttaðar, en slíkt verður til að skerpa ættarerfðirnar. Hagmælska og*frásagn argleði virðist flestu þessu fólki eðlis- ?róin. Slikum hæfileikum fylgir að afnaði skörp athygli og traust minni. Þó að bæði heimilisfólk og gestir hefðu stökur jafnan tiltækar, eftir því 8em atvik gáfu tilefni til, voru það þrir menn, sem mest og bezt héídu hppi bragarmálum á heimilinu. Fyrstan tel ég föður minn: „... hrundi gull af skálum, þegar Magnús hugunFhýr hreyfði bragarmálum." Hann taldi aldrei efth- sér að ljóða é fólk, enda virtist hann lítiS og stundum ekkert þurfa að hugsa sig um, áður en hendingarnar streymdu frá vörum hans. Reri hann oft fram 1 gráðið og kvað við raust. Annan nefni ég Eggert Brandsson, sem áður er getið — hann var stálminnugur hugsunin skörp og skýr. Glaður var hann og ör og mjög bjartur ásýnd- um í minningu minni, en sá hann ekki öðru vísi en skemmtinn og bros- Ihýran. Þriðja tel 5g Einar Þórðar- son, fyrrum bónda á Innri-Skelja- brebku í Andakíl. Hann var heldur hægari og þyngri í fasi en þeir hin. ir, fræðimannslegur og vandlátur á 6káldskap, hagmæltur og lagði stund á vísnasöfnun, hélt því áfram til hárr ar ©111 og átti stórt og gott vísna- safn, er hann féll frá. Tvímæla’aust Ihefur hann bjargað margri góðri Btöku frá því að fara í glatkist- una. Borgíirzku gestirnir á heimili fóst- urforeldra minna, Marenar og Ein ars, sóttu einnig heim foreldra mína. Margréti og Magnús. Á heimili þeirra kynntist ég hinu hugljúfa Bláskóga skáldi, Jóni Magnússyni. Hann orti um mág fóstra míns, Guðmund Ingimundarson frá Brekku í Núpa- sveit. Hann byggði sér nybýlið Garð í Brekkulandi, snertispöl fra Kópaskeri. Úr kvæði Jóns um Guð mund Ingimundarson tilfæri ég að eins vísubrot, og þrjár heilar visui Kvæðið heitir Guðmundur i Garði. Enginn =teig við Axarfjörð auðnumeirj spor. Guðmundur i Garði, gildur um herðafjöll, augum renndi ástum-hlýtt yfir grænan völl. Gæfusamur garpur græddi þessa jörð. Vom hér áður veðrum snjáð, visin móabörð. Góðar heiMir Garði gáfu heilög rögn. Hér var íslands auðnuljóð ort í sigurþögn. Hér mætist i fögru Ijóði, borgfirzkt og þingeyskt atgervi, ljóðskáldið og landneminn. Um Guðmund skal þess getið að hann var ekki aðeins hag- virkur athafnamaður, er síðar bjó stórbúi í Presthólum í félagi við dótt ur sína og tengdason, beldur var hann bókaonaður og skrifaði hjá sér ýmsan fróðleik .um rett sína og óðal- ið Brekku til að forða honum frá glöt un. V. Frænka mín og Finnbogasens- fólkið. Guðríður Magnúsdóttir frá Neðra- Hreppi, afasystir mín, kom oft heim til okkar. Laðaðist hún mjög að fóstm minni, sem ætíð tók henni vel og gaf sér góðan tíma til að ræða við hana. Stundum sendi hún mig til hennar með glaðning, og þá jafnframt til að vita, hvernig henni liði. Þessi umhyggja hlýjaði Guð- ríði afasystur um hjartarætur. Hún var stórrar gerðar og frásneidd því að nvilja leita ásjár annarra- En þar sem hún var, eins og hún átti kyn' til, mannblendin og ræðin hefur hún haft þörf fyrir félagsskap beirra. er hún undi sér með. Mann sinn, Jón Jónsson frá Hjörs- ey, missti hún eftir skamma sambúð, hjónabandið var barnlaust. Guðt'íður giftist ekki aftur né eignaðist börn Vafalaust hefur einstæðingsskapur hennar sorfið sárar að, er halla tók á ævjna og heilsu og kröftum hnígn aði. Guðríður mun hafa setzt ung að i Reykjavík, meðan bærinn var enn svo lítill, að hún gat vitað allt hið helzta um reykvísku ættirnar tíu, og raunar fleiri íbúa bæjarins. Hún var svo samgróin Reykjavíkurlífinu, að hún hafði alltaf á takteinum frásagn- ir um Reykvíkinga, og margt hafði borið til tíðinda í höfuðstað lands- ins. Státainnug var hún. Eitt sinn sagði hún frá réttarhöldum í Reykja- vjk, og mundi orðrétt, það sem nermi hafði fundizt mestu máli skipta úr yfirheyrslunni. Einhverju sinni sagði hún okkui mömmu frá því, að ein Reykjarvíkui frúln hefði sagt við sig: „Hverra manna eruð þér, góða mín?“ En líkt og tekið spurninguna aftur með því að bæta vlð: „Annars er ekki líklegt, að ég kannist við það fólk.“ Þá kom sfcoltið upp í afasyst'ir. Mér er sem ég sjái, hvernig hún rétti úr sér og setti hnykk á höfuðið um leið og hún svaraði: „O, ætli þó ekki, að frúin kannist við Finnbogasensfólkið, það er mitt íkyldfólk." Auðvitað kannaðist frúin við Finn- bogasensfólkið, en það gerði ég aft- ur á móti ekki þá, en lét ekki á fáfræði minni bera fyrr en Guðríður afasystir var farin. „Hvaða Finnbogasensfólk var frænka að tala um? Aldrei man ég eftir að hafa heyrt þetta ættarnafn áður.“ „Ætli það hafi verið lengi við líði,“ svaraði mamrna. „En þetta var nú. siður meðan danskra áhrifa gætii mest í Reykjavík, að helztu menn bæjarins, sem kki höfðu ættarnafn, en báru nafn föður síns, voru í um- tali nefndir sen í stað sonar.“ Ég heyrði oft minnzt á Teit Flnn. bogason dýralækni, dótturson Teits vefara, sem mikinn ágætismann, sjálf lærðan dýralækni og sundmann svo góðan, að hann synti miMi Reykja- víkur og Engeyjar, sem á þelm tíma taldist mikið afrek. Teitur kenndl sund, þvi að hann hafði mikinn hug á að efla sundíþróttina. Þar sem ég hef lesið um Teit þennan, er hann ekki nefndur Finnbogasen, en aftur á móti hef ég séð föðurnafn hans ritað þannig á gömlum kortum af Reykjavík. Teitur Finnbogason kemur talsvert við sögu Reykjavíkur, meðal fleirl manna fékk hann verðlaun fyrir hús og smiðju, er hann reisti við Suður- götu, 10% af byggingarkostnaði, og ég tel víst, að hann hafi fengið lóð- ina ókeypis. Þá var lögð mikil áherzla á að efla byggingar í bænum og að þær væru sem bezt úr garði gerðar. Kona Teits Finnbogasonar hét Guð rún Guðbrandsdóttir, Stefánssonar frá Káranesi. Guðbrandur þótti bera af öðrum, sem lögðu stund á járn- smíði, og varð á sínum tíma frægur fyrir að smiða fjárhirzlu Reykjavíkur bæjar. Á henni voru þrjár læsingar, sín með hverju móti, og skyldu lykl- arnir, sem gengu að þessum læsing- um, vera geymdir hjá bæjarfógeta, bæjargjaldkera og einhverjum af bæjarfulltrúunum, og skyldi hver um sig koma sjálfur með sinn lykil, þeg- ar opna þurfti fjárhirzluna. Slík var umhyggjan fyrir fjármálum bæjarins á þessum tíma, ofanverðri öldinni sem leið, ekki þarf lengra að fara aftur í tímann. Það er heldur ekki svo ýkja langt siðan alþingismenn riðu til þings með kæfubelgi, tólgar- skildi, smjörskökur og fleira, er þeir lögðu á borð með sér um þingtím- ann. En þá höfðu utanbæjarþing- Framhald á 1077. síðu. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1063

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.