Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Qupperneq 18

Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Qupperneq 18
oft hvíldi hún okkur og gladdi, og gleðin er læknisdómur, þegar áhyggj- ur og erfiði þjaka manninn. En sem betur fór þurftum við aldrei að leita á náðir sveitarfélagsins, þó að oft værum við tæp með mat — ekki sízt á vorin. Já, vorin voru oft erfiður timi fyrir börnin og mig, þegar afi þinn var farinn til sjávar á skúturnar — oftast litlu eftir miðjan vetur, því að útgerðarmönnum þótti gott að fá hann sem fyjist til að undirbúa skip- ln, því hann þótti góður smiður. — Já, amn.-a, greip ég fram í, fór hann þá ekki hérna fram dalinn og yfir heiðina? — Jú, jú, barnið gott, anzaði amma. Þegar snjórinn er farinn úr Tung- unum hérna fyrir botni dalsins, þá sérðu götutroðningana. Þeir liggja þarna beint upp á brúnina til hægri við klettinn, sem gnæfir við loft. Þú hefur vist heyrt, að hann er kall- aður Sjömannabanl? — Af hverju það, amma? vildi ég vita. — 0, það er sorgleg saga og langt síðan hún gerðist. Það voru fimmtan menn í hóp að koma r.orðan yfir heiðina, Gerði á þá stórhríð, og þá greindi á, um hvaða leið skyldi farin niður af heiðinni. Sumir vildu fara hérna niður í dalinn, og það lenti í orðasennu. Átta af mönnun- um fóru vestri leiðina og komust við illan leik til býggða, en hinir sjö komu ekki fram. Þegar leit var hafin að þelm, sást á harðspora i snjónum, að þeir höfðu villzt lítið eitt út af götunni og gengið fram af þessum Idetti allir sjö. En holurð var undir, og snjólaust áður en hriðin skali á. Auðvitað voru þeir allir dánir. Ó-já, góða mín, það hefur margur harmleikurinn gerzt í hríðarmyrkri á heiðavegunum okkar, en villugjörn gat þó ekki heiðarskömmin okkar heitið, til þess var landslagið of stór- brotið og kennileiti mörg fyrir kunn uga. Svo var líka vörðunum vel hald- ið við. Marga ferðina fóm mínir þarna um í misjöfnu veðri án þess að hlekkjast á. Nei, ekki mönnunum sem betur fór — en blessaðri Von minni varð hún að aldurtila. — Ég sá, að tár læddust fram í augnakrókana á ömmu. — Hvernig þá? spurði ég. — Það var nú þannig, að afi þinn var búinn að vera lengi i burtu, því að það var komið fram i maí. Tíðin hafði verið rysjug og fátt um ferðir yfir heiðina. Þá kom skipið, sem afi þinn var á, í höfn með eitthvað bil- að, og talið var, að þyrfti tvo daga til að gera við það. Stóðst þá ekki afi þinn mátið, þegar hann frétti ekkert að Keiman, reitti saman mat- væli eins og hann treysti sér til að bera, aðallega var það biti af lúðu, sem hann var uýbúinn að draga, og það sem hann hafði getað sparað við sig af skipskexinu, sem hásetarn- ir fengu. Lagði hann síðan land und- ir fót og hélt heim á leið, vegalengd- in var þó ekkert smáræði, og heim komst hann ekki fyrr en komið var fram á kvöld. Allt var í góðu lagi hér heima, og mikil var gleðin yfir heimkomu hans. En ekki hafði hann þó langan tima til að hvíiast, því að strax að morgni varð hann að leggja af stað aftur, og ég gat ekki vitað hann fara gangandi yfir heiðina tdl baka og heimtaði að hann færi á Von. Það vildi líka svo til að hún var heima, því að viku áður hafði hún eignazt fodald. Afi þinn var tregur til að taka hana frá folaldinu, en ég sagði hana verða því heim- fúsari, ef folaldið væri skilið eftir heima- Svo gat ég lika hermt það upp á hann, að hann hefði sjálfur gefið mér Von, svo að ég mætti ráða henni. Ég hafði mitt fram, og þetta virt- ist svo sem allt i lagi. Fallega, rauða hestfolaldið hennar var lokað inni eftir að hafa fengið góðan teyg af mjólk hjá mömmu sinni, og afi þinn hélt glaður úr hlaði. En nú var skipt um veður og hlýr vorylur í lofti, og brátt byrjaði að rlgna — fyrst smá- úði er þéttist og þyngdist, er á dag- inn leið, svo að um kvöldið var komið óhemju vatnsveður og rokið eftir þvi. Amma sagði vel frá, en ég reyni ekki að nota hennar orð í sögulok. Þau eru líka hálfgleymd. í þess stað bregð ég upp þeim myndum, sem þau fæddu af sér í barnshuga mínum. Ég sé afa stíga af baki Vonar, er hann nálgast leiðarenda, strjúka hana og kjassa og mjólka hana svo að mjólkin bági hana ekki í baka- ieiðinni. En nú tekur hún atlotum hans óvenju fálega og hneggjar hátt og sárt. Hugur hennar er allur hjá fallega folaldinu, og hún er ekki fyrr laus, en hún grípur sprettinn. Hún hverfur sjónum afa í þokuna, og hann grunar sizt, að hann sjái hana aldrei meir. Veðrið versnar stöðugt, og þegar Von leggur á héiðina, hefur hún það alveg á móti sér .En þó að hún sé nú orðin bæði þreytt og svöng, þá gefur hún sér varla tíma til að gripa niður meðfram götunni. Regnið streymir niður svitastorkinn háls hennar, þvi að enn hefur hlýnað í veðri. Þoka grúfir yfir heiðinni, og stormurinn sviptist um gnipur og grjóteggjar. En Von leitar ekki skjóls. Móðurástin knýr hana áfram, hvað sem öðru líður, og brátt stendur hún á bakka Fossár. Venjulega er það ekki mikið vatnsfall, en í slikri óhemjuleysingu getur hún orðið yfr ið ljót, enda ennþá mikiil snjór til fjalla. ViS vaðið á ánni stingur Von við fótum, blakar blautum eyrunum og skekur höfuðið. Vandræðabliki bregð ur fyrir í dökkum augum hennar, hún teygir snoppuna út yfir freyö- andi flauminn og bregður flipanum ofan i gruggugt, ískalt vatnið. Það er engu líkara en að hún vegi og meti allar aðstæður. En svo er eins og hugsunin um barnið hennar, sem bíður heima, víki allri varfæmi til hliðar. Hún verður að komast heim. Lágt og viðkvæmt hnegg blandast stormhvininum. Von hristir sig, svo að úðinn rýkur um rauðan skrokk- inn, og skyndilega stekkur hún út i ána, en nær ekki fótfestu. Skeif- urnar skrika á sorfinni blágrýtis- heilu, sem vatnsflaumurinn hefur rutt fram á vaðið um ieið og hann gróf sig meðfram bakkanum, svo nú er þar hyldýpi. Þarna bjarga engin sundtök. Hringiðan færir hryssuna í kaf, og gljúfrin bíða stelnsnar neð- ar. Ég ranka við mér. Amma hefur lokið frásögninni, og prjónarnir tifa' ótt og titt I höndum hennar. Ég kveinfca mér við að rjúfa þögnina, en forvitnin sigrar þó, og ég stama ósköp lágt: — En — folaldið, amma? Amma hvarflar augunum til glugg- ans- Óveðrinu er slotað, og veikur kvöldsólarbjarmi leikur um brúnir dalsins. Amma lýkur sögunni lágum og breyttum rómi: — Það komu menn yfir heiðina tveimur dögum seinna. Þeir sáu, að Von minni hafði skolað upp á eyri í ánni — þá var efcki eftir neinu að bíða með folaldið. Það varð að deyja líka, dropinn í kúnni nægði varla handa börnunum. Já, blessuð Von mín. — Amma stundi við og strauk sokkbolinn. — Hún færði móðurástinni lifið að fórn — geri mannskepnan betur, sem leyfír sér þó að kalla skepnurnar skynlausar. Þessi orð festust mér í minni og hafa stundum rifjast upp fyrir mér. Einmitt nú nýlega, var ég að tala við stúlku, sem hafði eignazt yndis- legan dreng. Ég sagði við hana: — Nú kemur þú þér auðvitað þannig fyrir, að þú getir haft barn- ið hjá þér — slíkt er svo auðvelt nú á dögum. En stúlkan skellihló og svaraði: — Ekki nema það þó, að ég farl að fleygja frá mér skrifstofustarfi fyrir strákinn. O-jæja. Skrifstofustarfið var lélegt undirtyllustarf hjá óvissu fyrirtækL Fyrir það vildi móðirin fórna sæl- ustu samverustundunum með barn- inu sinu. Og ég veit svo sem, að slíkt er ekkert einsdæmi, einmitt nú, þegar guli og gleðskapur eni orðin svo ákaflega auðfengin verðmæti — geti maður þá kallað það þvi nafni. 1074 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.