Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Blaðsíða 5
um til glöggvunar, er um ætterni sitt
liir'ða:
1) lírlendur,
2) Magnús,
á) Öísíi,
4) Sigríður —- fór til Vesturheims,
5) Ktistjana — fór til Vesturheims,
6) Ingileif,
7) Guðbjorg,
8) Guðný,
9) Kristín,
1Ó) Guðríður.
Tveim þeim síðastnefndu kynntlst
ég. 6lí urðu þessi systkini háöldruð
lifðu fram á tírætt þau elztu.
Kristín var gift Ásmundi bátsfor-
manni 1 Seli í Reykjavík. Af bðrn-
um þeirra nefni ég aðeins þau, sem
ég hef eitthvað kynnzt: Áslaugu, frú
í Hafnar.firði, þekkti ég lítils háttar,
en meiri kynni hef ég haft af tvíbura-
systrunum, Helgu Johansen og Sigur-
björgu Ásmunds, sem báðar hafa ver
ið búsettar í Kaupmannahöfn frá
unga aldri, en eiga fastar rætur hér
heima, ættræknar og þjóðræknar,
svo að af ber, og hafa margir fslend-
ingar notið þess, og þeir mest og
bezt, sem hjálpar hafa þarfnazt.
Sá maður, er ég veit fyrstan hafa
búið í Neðradlreppi, minna ætt-
ingja, (samkvæmt heimildupi Guð-
mundar Illugasonar), var Ámi Jóns-
son frá Kiðafelli í Kjós. Son átti
hann, Gisla, með Þuriði Ólafsdóttur,
er var prestsdóttir, og átji til presta
og biskupa að telja hið næsta sér og
lengra aftur. Voru þar prestar í hverj
um ættlið, en ekki fer ég nánar út
í ættfærslu Þuríðar. Liggur það utan
þess ramma, er ég hef markað efni
mínu, nema að því leyti, sem frá-
sagnirnar útheimta.
Gísli Ámason bjó eftir föður sinn
í Neðra-Hreppi. Hann kvæntist reyk
vfkskri stúlfcu, Þuríði Teitsdóttur,
Sveinssonar vefara' við innréttingar
Skúla Magnússonar fógeta. Kona
Teits var Guðríður Gunnarsdóttir,
Brandssonar, en móðir hennar hét
Hildur. Voru þau hjón búsett i
Reykjavík.
Frá Teiti Sveinssyni segir svo í
sögu Reykjavíkur eftir Klemens Jóns-
son: ,Hann var norðlenzkur og í
miklu áliti fyrir dugnað og fram-
takssemi." Teitur byggði sér bæ, þar
sem síðar stóð Guðjohnsenshúsið, núm
er 6 við Tjarnargötu. „ . . • Teitur
og Guðriður áttu fjölda barna og er
mikill ættbálkur frá þeim kominn."
Yfirgrip af Teitsætt er að finna
í fylgiskjali _ við fyrra bindi Sögu
Reykjavíkur. f þessum fylgiskjöl-
um eru að nokkru raktar tíu reyk-
vískar ættir. Ættir þessar eru nú
orðnar mjög fjölmennar í Reykjavtk,
og dreifðar út um byggðir landsins,
og önnur lönd. í sambandi við nöfn,
sem festast í ættum má geta þess,
að margir eru Teitarnir og Guðríð-
arnar út af þeim Teiti og Guðríði
Gunnadóttur.
Saman koma ættir móðurforeldra
minna: Get ég þéss hér af þeirri
orsök, að amma min átti þrjár syst
ur með nafninu Guðríður. Döu að
minnsta kosti tvær þeirra í bernsku,
liqld raunar allar, en uþp skyldi Guð-
ríðamafninu komið, á hverju sem
gekk. Ingveldur lét heita Guðnðar-
nafninu, en sú dóttir hennar, sem
bar það, dó á góðum aldri.
Ingveldur, amma mín, bað dætur
sínar að koma ekki upp nafni sinu,
því að ekki myhdi lán fylgja. Eln
dóttir hennar lét heita nafninu Inga.
Stúlkan dó nýfædd. Magnús, móður-
bróðir minn, lét heita nafninu Ingvar
(Aðalsteinn) í höfuð móður sinni:
Drengurinn dó í frumbernsku, en
tvíburabróðir hans lifir-enh.
Neðra-Hreppshjónin komu upp
nafninu Magnús, er svo vel hefur enzt
ættinni, að nú eru komnir fimm Magn
úsar í beinan karllegg frá Gisla. Móð-
ir mín var Magnúsdóttir, Magnússon-
ar. Bróðir hennar heitir Magnús
Magnússon og eiginmaður hennar og
frændi hét Magnús Magnússon og
svo kom næsti ættliður og þar næsti
með sama nafnið.
Heyrt hef ég, að Magnúsarnafnið
hafi komið inn í ættina sakir kynna
við Magnús Stephensen, konferens-
ráð, er bjó á Leirá í Leirársveit, áður
«n hann fluttist til Viðeyjar, en
þaðan var skammt í land til Reykja-
vikur og samgangur milii beimila kon
ferensráðsins og Teitsfólksins. Auk
þess gat verið vinskapur milli Magn
úsar Stephensens og Teitsfólksins,
meðan Magnús bjó að Leirá. Einn-
ig kynni við Neðra-Hrappsfólkið. Sagt
hefur verið, að Þuríður Teitsdóttir
hafi dvalizt með Stephensensfjölskvld
unni, verið þormikil eftirlætisstúlka
og þá trúlega orðið Magnúsarnafnið
kært.
Annað er hugsanlegt, að Magnús
fyrsti í Neðra-Hreppi hafi borið
nafn Magnúsar Gíslasonar á Leirá
sem var aldavinur föður hans. Gísli
í Neðra-Hreppi og Magnús á Leirá,
vor hestamenn ágætir, ferðuðust sam-
an og höfðu fleyg upp á vasann til
að hýrga geðið og verða léttara um
kveðskap. Ölvun til skaða hefur varla
þurft að óttast hjá slíkum hestavin-
um sem þessir bræður voru.
Móðurbróðir minn kann margt af
ætt sinni að segja, sem fyrr er að
vikið, og hefur nefnt mér ýmsa þá
ættmenn okkar, sem nafnkunnir hafa
orðið sakir menntunar og embættis-
frama.
„Við eigum marga presta í okkar
ætt, líka biskupa og dómara mann
eskja,“ sagði Magnús frændi.
Meðal annarra presta nefndi hann
þá feðga, séra- Hjört í Reytoholti, og
son hans, séra Jón á Gilsbakka. Meö
al dómara, Guðmund Grímsson í
Ameríku, afbragðsmann á alla lund.
Ef rakin er ættin um aldir, sést, að
GuSríður Magnúsdóttir frá Neðri-Hrepp
og maður hennar, Jón Jónsson frá
Hjörsey.
fyrrum var meirí festa í því en sið-
ar,að embættismenn væru óslitið ætt-
lið eftir ættlið.
Móðir min var ættvís og fróð, enda
stálminnug á það, sem hún heyrði
Og las af þjóðlegum fróðleik. Hei'nar
kynslóð hafði meiri áihuga á því, en
nú gerist, að vita deili á sinni ætt
og annarra. Hverra manna þessi eða
jhinn \ar, var þá algengari spurn-
ing en nú. Á timum mikillar efnis-
hyggju skipta peningar meira en ætt
með góðar erfðir.
Oft gáfust móður minni tilefni til
að fræða mig, og sjálfsagt systkini
mín einnig, um ættingja okkar. Til-
efnið gat verið blaðagrein eða frétt-
ir í blöðum og útvarpi. Man ég, er
hún sagði mér frá skyldleika okkar
við Pétur Jónsson óperusöngvara, að
ég hugsaði mér hann sem fulltnía
hinna söngvnu og söngelsku í
ættinni. Sama var að segja, er hún
nefndi mér þau af borgfirzku skáld-
unum, er mestan orðstír hefðu getið
sér. Þegar Kristmann Guðmundsson
var að brjóta sér leið til heimsfrægð-
ar, rifa sig upp úr sárri fátækt, og
umkomuleysi hér heima, og varð vin-
sæll rifchöfundur í Noregi og þýddur
á fjölda tungumála, sat Halldór á Ás-
bjarnarstöðum heima í ættarbyggð
sinni og orti við bústöri sín, sern
og fjöldi annarra íslenzkra skálda.
Mér verður gjarnt til að vitna í ljóð-
ið Sveitaskáld eftir Guðmund Böðv-
arsson, bónda og skáld á Kirkjubóli á
Hvítársíðu, er ég hugsa til þessara
manna, strits þeirra og drauma, sem
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
1061