Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Blaðsíða 22
Undrandi varð ég, er mér var færð Vídalínspostilla og sagt, að Guðdður frænka hefði ánafnað mér hana. Ilrærð í huga tók ég við postiil- unni og hugsaði til þess, hve vænt henni mundi hafa þótt um þessa gömlu guðsorðabók. Ef til vill hafði henni verið gefin hún í veganesti, er hún fór ung frá Neðra-Hreppi. Ef til vill var hún þá heitin Jóni frá Hjörsey, og þetta hefur átt að verða iheimilispostillan þeirra og færa þeiin blessun. Hitt getur einnig verið, að hún hafi farið ógefin úr föðurgarði til að eiga með sig sjálf. Tíu voru systkinin, sem upp komust af fimm- tán, og ekki undarlegt, þó að hreiðr- ið yrði þeim þröngt, er þau stækk- uðu, og þau yrðu því að fljúga burt, þegar flugfjaðrirnar voru orðnar nægilega sterkar til að bera þau. Ég strauk um spjöld og kjöl postillunnar, hún leit vel út, var að- eins farin að snjást á brúnunum. Svo opnaði ég hana, blöðin voru grá, ef til vill höfðu þau aldrei verið hvít, letrið var gotneskt. Ég las það, sem stóð á titilsíðu: Mag. Jóns Thorkelssonar Vídalíns (fyrrum biskup í Skálholts-stifti) Hús-postilla innihaldandi prédikanir yfir öll hátíða og sunnudaga guð- spjöll árið um kring. Hverri prédikun var skipt í þrennt: Guðspjallið, sem var texti dagsins, exordium og útleggingu, sem endaði með bæn. Bókin opnaðist milli fyrri og siðari parts. Þar var póstkort, ég leit á myndahliðina, þar var Strömsötorg í Drammen: Járnbrautarstöðvarhúsið, dökk lengja, Centralhótel, virðulegt með bogmynduðum gluggum og dyr- um. Fleiri hús voru í kringum torg- ið, á því sjálfu myndastytta, söluturn, stórt limmikið tré. Handan Dramm- enselfar gnæfði Bragernesásinn yfir Bragerneshluta bæjarins, vingjarn- legur, skógivaxinn ás, mjúklega sveigðar brúnir hans báru við létt- skýjaðan himinn. Ég sneri kortinu. Það var dagsett í Drammen 7-12 1935, þéttskrifað, frá miðju voru þessar línur: „Ég hef í fleiri ár komið til þín á aðfangadaginn. En nú færðu bara þessar línur frá mér með innilegri ósk um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökk fyrir liðna árið. Hjartans kveðja frá frænku þinni, Þórunni." Þessi jólakveðja mín varð mér nú hinzta kveðjan frá Guðríði afasvstur minni. Ég lagði kortið aftur ina í postilluna, og þar hef ég geymt það síðan. Fremst á saurblaði postillunar, stendur nafnið mitt efst á blaðinu en neðst: Húspostilla þessi var áður eign Guðríðar Magnúsdóttur frá Neðri- Hreppi í Skorradal. ATOMOLD . . . Framhald af 1067. síSu. verið vitni slíkra atburða: Fyrsta heimstríð veraldarsögunnar, nazism- inn og morð sex milljóna Gyðinga. Á öðrum tug þessarar aldar heyrð- um við í fyrsta skipti minnzt á atómorku. Þá var hún einungis vís- indakenning, og okkur þótti mikið til kenningarinnar koma, því hún jók þekkingu mannsins á eigindum efnisins. í þá daga hafði atómorka ekkert notagildi í augum okkar. Hvert er notagildi hennar nú, eftir fimmtíu ár? Ýmsir bægja ótta sínum á brott með því að útiloka atómstyrjöld, ein- faldlega vegna þess, að hún yrði blóði drifinn viðbjóður, sem okkur er nær ókleift að festa á mynd í huganum. Slíkum mönnum væri þarft að hugleiða eftirfylgjandi spurningu: Hvers vegna ætti atómstyrjöld að vera óhugsandi viðburður? Hvers vegna er fráleitt, að mannkynið tor- tímist og það innan skamms? Er slíkt nokkuð fráleitara en tunglferð- ir og uppgötvun erfðalögmálsins? Framtíð mannsins veltur á and- svari okkar við þeirri staðreynd, að atómstríð getur að öllum líkindum dunið yfir lönd og þjóðir. Ef við íhugum slíka staðreynd með dirfð og án þess áð reyna að draga dul á hættuna, munum við eflaust kenna ábyrgðartilfinningar, sem felur okk- ur hið vandasama hlutverk að koma á friði og afstýra atómstyrjöld. Illvilji og brjálsemi, er hingað til hafa einungis stefnt hluta mannkyns í voða, þröngva nú öllu mannkyni út í glötunarfen. Héðan í frá er okkur skylt að lifa allir fyrir einn og einn fyrir alla, öðrum kosti mun- um við deyja í sameiningu á viður- styggilegasta degi veraldarsögunnar. Þau vandamál, sem maðurinn á við að etja, eiga engan sinn líka, og lausn þeirra er og sérstæð. Lausnin var kunngerð fyrir æva- löngu. Inntaka hennar á ekkert skylt við stjórnmálaþras og milliríkjasamn inga. Spámenn Gamla testamentisins birtu hana ísrael og oftlega hefur tii hennar verið vitnað siðan, og margir eru andvígir henni og sum- um leiðist hún. Engu að síður er þessi lausn lífsbjörg nútímamanns- ins: Hugarfarsbreyting. Maðurinn þarfnast hugarfarsbreytingar. Lausn 39.krossgátu Hugmynd, sem hefur lengi töfrað smábrot jarðarbúa, en eigi fengið hljómgrunn meðal fjöldans,_ er nú forsenda frekara mannlífs. Ég held ég ýki vart, en þeir, sem munu lifa áfram í líkum anda og þeir hafa gert hingað til, virðast ekki skynja þá tvísýnu, sem ríkir í samskiptum þjóða á atómöld. Bætt hjartalag er brýnasta þörf atómbarna, ef lífi þeirra á ekki senn að ljúka. Hugar- farsbreyting er skilyrði þeirrar vin- áttu og þess samstarfs, sem er nauð- synlegt til að styrjaldir leggist af og 'hrjái ekki mannkynið á komandi öld- um. Höldum við áfram að lifá fyrir líðandi stund, mun dauðaþögn um- lykja einhvern tímann rústir fallinna borga. Nú er skylda sérhvers einstaklings að breyta hugarfari sínu og temja sér háttu vitsmunagæddrar veru, sem vill gæð-a tilvist manna þeirri dýpt og fegurð, er lífið hefur að bjóða. Mönnum er gefinn hæfileiki til að meta fegurð jarðar og elska hver annan og þeirn ber að virða þessa gjöf og njóta hennar allt til dauða. Ástin kennir mönnum uppruna þeirra og ljær þeim heimild að snerta og móta hið eilífa líf. Ást og kærleikur, skynsemd og vitsmun- ir eru lausn þeirra vandamála, er atómöld á við að etja. Renni sá dag- ur, að logi kærieika og vitsmuna tendrist á meðal okkar og læsi sig um gervallar byggðir manna sem skírandi funi, mun okkur takast að tálma ógnum atómaldar, aleyðingu heimskringlunnar. jöm LEIÐRÉTTING Sú villa varð í síðasta blaði, að kvæði Jóhannesar úr Kötlum, Land míns föður, var eignað Huldu. Þetta skal hér leiðrétt. 1078 iflUINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.