Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Blaðsíða 9
Hettumávur á steini hjá Breiðabólsstöðum á Álftanesi.
Ljósmynd: Jón Baldur Sigurðsson,
landnemi, sem vel
hefur dafnai
Hettumávurinn er enginn forn-
gripur í fuglabygg'ðum landsins
heldur sannur sonur hinnar tubt-
ugustu aldar. Hann var hér ó-
þekktur fram yifir síðustu alda-
mót, og góður áratugur var liðmu
af öldinni, þegar fyrst varð vart
við hreiðurger'ð háttumáva. Á
þeiim árum brá hettumávum fyrir
hér og þar um landið, en svo kom
nokkurt árabil, að hann virtist
með öJilu horfinn. En það stafaði
samt ekki af því, að honum féllu
hér iilla landkostir. Hann var bara
að saekja í sig veðrið, og í næstu
atrennu nam hann hér land, svo
að um munaði, og tók að verpa
á ýmsum stöðum. Hvergi þótti
honum þó betur til fundið að
koma upp nýlendu en við Þing-
vailavatn, þar sem margir ísiend-
ingar sáu þenna nýja fugl lands-
ins í fyrsta skipti á árunum á
milli 1920 og 1930. Hann hefur
kannski kosið sér vist við ósa
Öxarár til þess að geta kynnt sig
sem bezt á skömmum tíma, því
að ekki var annars staðar gest-
kvæmara en á Þingvöllum.
Nú þarf hettumávurinn ekki .j
lengur að kynna sig á fjölförnum ú
stöðum, þótt vel uni hann enn
við Þingvallavatn og Mývatn. í
Hann hefur á síðustu áratugum >
orðið einn af algengari fuglum . j
landsins, og líklega þekkja fi^ j
ir landsmenn, sem komnir eru ti: !
vits og ára, hann mætave! nú j
orðið. Hann hefur ekki látið sitt ,j
eftir liggja í sigurför mávanra I
um lar.dið í seinni tíð. J
Raunar er hettumávnum hreirU 'J
ekki þakkandi, þó að har.n kunni 1
vel við sig i landi okkar. því a? ]
hann hefur gott æti, bæði á sj j
og landi. Fiskúrgangurinn e
honum lystugur eins 02 öðr> f
mávum, auk annars, svo haiv )
hefur oftast gnægð matfanga )
fjörum, og á sumrum verður h<
um vel til fanga á túnum
grundum, þar sem ánamaðkar o
sniglar eru og ýmis konar sfcrr
dýr. Það er sem sé nægtaborfv
sem hann situr vi'ð. og veri hon’
það velkomið.
Hetbumávurinn er fugi, se.-
prýði er að — fallegur álitvv
fjörmikill og léttur í hreyfingu:
Þótt þögull sé að jafnaði og gæ
ur í sambúð, er hann reynd ,
nokkuð hávaðasamur í nýlendum .
sínum eða byggðum, þar sen ;
vanpstöðvar hans eru, og að hætli i
góðra foreldra ver hann vas'iega J
egg sín og unga, ef óboðnir gest- ]
ir gerast óhæfilega nærgöngulir. 9
Ekki er það álasvert.
Engin hætta er á því, að þessi
fugl slíti sambýli við okkur í
fyrirsjáanlegri framtíð. Við getum
glatt okkur við það, að við munum
Víða sjá hann á flakki með mó-
svarfa hettu sína, er rninnir á Mý-
vatnshettu dregna niður á háls,
og svarta fætur, sem stinga
skemmtilega í stúf við hvitan
búkinn.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
1065