Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Blaðsíða 10
Atómöld í úlfakreppu Tiltölulega skammt er siðan mað- urinn uppgötvaði eindasamsetningu efnisins og gerði sér ljóst, hvílíka orku getur að finna í leyndum þess. Hann hefur samt sem áður nýtt þekk- ingu sína af slíku hugviti, að hann ógnar öllu, er lífsanda dregur. Skyndi lega hafa ný og áður óþekkt vanda- mál skotið upp kollinum og krefjast úriausnar. Þýzki heimspekingurinn Karl Jasp- ers hefur ritað margt um tilvist manna í skugganum af ægiguði tutt- ugustu aldar, atómsprengjunni. Fyr- ir tæpum tíu árum flutti hann er indi í þýzkum útvafpsstöðvum, sem hann nefndi Atómsprengjan og fram tið mannsins. Erindi hans vakti mikla aihygli og er lagt til grundvalJar greinarkorni þessu, sem eigi er ætj- að að skelfa lesendur heldur birta þe m ljóslega, hvernig unnt væri að afstýra atómstríði og þar með eyð- ingu lífs á jörfiu. Ný eyðingarvopn eru ætíð sögð vera djöfullegar i'ítisvélar. Endur fyr ir löngu hlaut fallbyssan slíka dóma, og með sama hætti var kafbáturinn fy i.-dæmdur í fyrsta heimsstríði. En m.tðurinn samdi sig brátt eftir slík- i ii) nýjungum. Atómsprengjan er hins vegar gerbylting í hernaðar- tækni Ásamt henni er maðurinn þess megnugur að deyða allt kvikt í ríki sr-u. fækniatriði eru viðfangsefni sér- fræðinga, staðreyndir eru viðfangs- eíni almúgans. Bandariskir og rússn- eskir valdamenn hafa sóað geipi- m'klu fé til að auka birgðir sinar af atómsprengjum og efla þar með deyðingarmátt hinna ægistóru herja, sem þeir hafa yfir að ráða. 6. ágúst létu bandarískir hermenn fyrstu atómsprengjuna falla á jap- öósku borgina Híróshima. Hundrað og sextíu þúsund einstaklingar urðu dauðanum að bráð. Þremur dögum siðar féll önnur atómsprengja á Nagasaki. Deyðingarmáttur Banda- ríkjaihers knúði Japana til uppgjaf- ar. En sprengjur þær, er skóku heim inn i lok annars. heimsstríðs, verður að telja bamaleiktæki, ef miðað skal ið atómvopn stórveldanna nú orðið. Deyðingarmáttur atómsprengju, sem valdhafar ríkja bjóða vísindamönn- um að hanna og smíða á sjöunda tug aldarinnar, er átta til níu hundruð- falt meiri en deyðingarmáttur þeirr- ar ófreskju, sem deyddi íbúa Hírósh- hna. Árið nítján hundruð fjörutáu og fimm var fflestum ljóst, hvílík ógæfa 'hafði dunið á hinum japönsku borg- um, en mönnum brá vart í brún, unz þeim var kunngert, að hörmung og tjón af völdum sprengýanna yrðu hvorki metin né mæld í tölum. Al- þýðu er sagt, að þau fórnardýr geisla virkninnar, sem þrauka í atómstríði, mygli niður lim fyrir lim, þar til dauðinn bugi hjartað að lokum. Vís- indamenn lýsa í hreinskilni yfir, að manninum sé unnt að tortíma öllu lífi á jörðu. Hinir spakvitru eðlisfræðingar, sem bjuggu svo þægilega í haginn fyrir uppvaxandi kynslóð, hafa tjáð okk- ur sannleikann. Ásamt fleiri reit Einstein, skömmu fyrir andlát sitt, undir yfirlýsingu, þar sem getur að lesa eftirfylgjandi orð; Sé vetnis- vopnum óspart beitt í styrjöld, hljótum við að álykta, að nokkur hluti mannkyns bíði skyndilega dauða, eftirlifendur þjáist af kvala- fullum sjúkdómum og að lokum hverfi allur vottur lífs af jörðu. Sénhver hugsandi maður æskir af- náms atómvopna. Stórveldisforingjar segja sig reiðubúna að afstýra atóm- stríði og leggja niður hervæðingu. Ágreiningsefnið er eimingis þetta: Samtímis afnámi atómvopna verður óhjákvæmilegt að hafa eftirlit með, eð ákvæði afnámssáttmálans séu virt Og þeim hlýtt. Slíka hnýsni kæra stórveldaforingjar sig ekki um. Og þar við situr. Sumir segja sem svo: Þó atóm- vopn séu valdhöfum til reiðu, mun enginn voga sér að beita þeim í styrjöld. Jafnvel Hitler, sem lét á hinn bóginn framleiða óhemju magn af eiturgasi, þorði ekki að grípa til atómvopna. Vopn eru ónothæf, ef þau tortíma báðum styrjaldaraðilum og virða hvorki víglínur né hugsjón- ir. Aðrir segja: Atómstríð er firra, og sökum þess eru styrjaldir firra. At- ómvopnum hlýtur að verða beitt í heimsstríði, þar sem stórveldin eig- ast við og barizt er upp á líf eða dauða. Þess vegna hætta stórveldin ekki á styrjöld. Þar eð atómstríð væri í raun og veru ekkert annað en aldeyðing hernaðaraðila, er nær óhugsandi, að það dynji yfir. Við erum skolli heppin! Styrjaldir eru úr sögunni, og nú er okkur bezt að leggja til atlögu við þau vandamál, sem verða á leið okkar, þegar vopna- burður er kominn úr tízku og menn- irnir berjast hvergi nem'a í kvik- myndum. Þrátt fyrir ógnun atómsprengjiunn- ar, heyr maðurinn styrjaldir enn þenn dag i dag. VissuSega eru styrj- Karl Jaspers. aldir þessar smáskærur í saman- burði við heimsstríð, en eigi að síð- ur hafa þær uggvæn áhrif. Við skyld- um ekki segja: Mennirnir munu ekki heyja stríð, því atómsprengjan gerir slíkt ókleift. í stað þessa skulum við segja: Mennirnir gætu háð atómstyrj öld. Eiga smáríkin að njóta þeirra forréttinda að berjast sín á milli? Þau fremja ofbeldi til að breyta rétt- arstöðu sinni. Þau ógna máttar- minni andstæðingum til að fá vilja sínum framgengt. Þau kúga fjendur sína af siðlausri grimmd til samræm ls við hina aldagömlu reglu um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Ef stórveldin blanda sér í deilur smáríkjanna, er ískyggileg hætta á ferðum. Rjúfi smáríki samninga eða gerist sek um brot á alþjóðlegum sáttmálum og grípi til vopna, þora stórveldin ekki að knýja þau til blýðni með hervaldi, einfaldlegá vegna þess, að valdamenn geta ekki komið sér saman um, hvor deiluað- ila sé hinn seki. Öllu heldur gemýta þeir smáríkjaerjur til að auka og efla áhrifavald sitt. Ógnun atóm- sprengjunnar leiðir því til hinnar ævafornu stjórnarstefnu gjaldþving- ana, slægðar og svika. Ekkert stórveldanna æskir að beita atómsprengjunni, en þau nota hana sem hótun. Afleiðingin veldur undr- un; Þvi betur sem stórveldin eru búin atómvopnum, því síður geta þau barizt, en samtímis eru vígvellir vin- sælustu leiksvæði smáríkjanna. Hvað ber framtiðin f skauti sér? Stórveldin keppast við að friða heim- inn, að minnsta kosti segja æðstu foringjar svo vera, e-> fæstum dylst, hvað fyrir þeim vakir. Valdhafar 1066 T 1 M 1 N N — SMNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.