Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Qupperneq 3
Hve hraðsyndir eru fiskar eiginlega? Urriðinn virð-
ist hraðskreiður, þegar hann syndir brott með öng-
ulinn og stöngin svignar. Sumir fiskar renna sér
leiftursnöggt að flugunni. Hver er raunin?
Maöur nokkur rannsakaði þetta. Hann myndaði tveggia desi-
metra löng síli, sem hann styggði. Menn urðu forviða, þegar
filman var framkölluð og sundhraði silanna reiknaður nákvæm-
lega. Hraðinn reyndist sem sé einungis rúmlega tveir metrar
á sekúndu.
Fiskar eru ekki eins hraðsyndir
og menn ætla. Þar að auki þreyt-
ast þeir mjög fljótt. Tuttugu
punda lax getur ekki synt nema
tuttugu sekúndur með sextán
kilómetra hraða á klukkustund.
Samt sem áður eru fiskar viðbragðs-
fljótari en Valbjörn Þorláksson. Smá-
silungar ná fyllsta hraða á tuttugasta
hluta úr sekúndu. Það er sannarlega
vel af sér vikið og ieika fálr eftir.
Makrillinn, sem þykir afar snrettharð-
ur, er næsta úthaldslitill. Hann vantar
sundblöðrur og verður því sifellt að
vera á kviki. Annars sekkur hann til
botns, og þá er honum bráður bani
búinn.
Mlinn rís hér um bil upp á endan, þeg-
ar hann er á sundi á hafi úti. í ánum
hlykkjar hann sig áfram og ekkert stöðv
ar hann nema háir, lóðréttir stíflugarð-
ar. í votU'grasi kemst hann langar leið-
ir á landi.
Stangaveiðimönnum finnst kannski
rösklega bitið í, þegar silungar kem-
ur á. En liggi fiskurinn á færinu af
þunga, sem svarar einu pundi, hvíl-
ir tólf eða þrettán punda þungi á
handleggjum veiðiírannsins.
Sverðfiskur, sem er sex hundruð
pund, getur rekið trjónuna í gegnum
byrðing báts, sem er úr tré. Oddur
hennar lýstur það, sem fyrir henni
verður, af sama afli og tíu punda
sleggja, sem sveiflast með 130 km.
hraða.
T ! M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ
123