Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Qupperneq 4
Jv*.'
mmm
Liósmynd: Páll Jónsson.
Á Mýrdalssandi — séð til Hafurseyjar.
1
i ÞaS ©r með Kötlugosin eins og
| heimsendinn — enginn veit dag-
I inn eða stundina, þegar Katla kem-
! ur, en svo mæla Skaftfellingar
i Ef til vill geta vísindin einhvern
\ tima svarað spurningunni, en tæp-
I lega þó fyrr en á síðustu stundu.
i Og betra er seint en aldrei.
i Nú eru liðin 48 ár frá siðasta
; Kötlugosi. Tímabilið milli gosa í
{ Mýrdalsjökli hefur ætíð verið mis-
j munandi, en oftast hafa komið tvö
j gos á hverri Öld sem sjá má í
| Riti um jarðelda á íslandi eftir
| Markús Loftsson og Skúla Markús-
i son. Lengst tlmabil milli gosa er
243 ár, en skemmst þrettán ar.
' Milli gosa í jöklinum austanverð-
um hafa lengst orðið 105 ár, en
venjulegasti ‘ „meðgöngutími“
Kötlu, er 40—60 ár.
Margir tala um það nú, að Surt-
ur muni taka ómakið af Kötlu
næstu aldir. Segja má, ef til vill,
að sú ályktun sé ekki svo mjög út
í bláinn. Síður er hægt að finna
þeim orðræðum stað, er uppi voru
fyrir síðasta gos, að Katla mundi
brunnin í sjó. Þá var eldur ekki
uppi í sjónum og ekki heldur lið-
ið óvenjulangur tími frá gosi, þó
að frekar væri í lengra lagi. En
ljóst er, að einhvern tíma hefur
Katla legið í dvala margar aldir
— eða ekki átt tilveru. Það sanna
hinar blómlegu byggðir, sem -áður
voru á Mýrdalssandi. Voru gosin
þá alitaf í sjónum? Hvenær urðu
Vestmannaeyjar til? Þessum spurn
ingum fær enginn svarað, og svör
við þeim fá ekki leyst okkur frá
vandanum í sambandi við Kötlu.
Skynsamlegt er aðeins eitt: Að bú-
ast við henni án þess að vera með
sifelldan ugg og'ótta, sem oftast
eða alltaf væri ástæðulaus
Séð héðan frá Þykkvabæ eru
tveir áberandi hnúkar á Mýrdals-
jökli sunnanverðum. Talsvert bil
eða hvilft er á milli þeirra. Gamalt
fólk trúði því, að Kötlu mætti bú-
ast við, þegar hvilftin milli hnúk-
anna væri orðin full af jökli.
Amma mín, Valgerður Pálsdóttir,
(f. 1833, d. 1919,) lifði tvö Kötlu-
gos. Á síðustu árum ævi sinnar
talaði hún oft um, að nú væri
hvilftin milli hnúkanna orðin full
og mætti því búast við Kötlugosi.
Þessi ummæli ömmu minnar urðu
til þess, að mynd Mýrdalsjökuls,
eins og hann þá leit út, festist mér
í minni sérlega vel. Hvilft var þá
engin sjáanleg, en þó ljós merki
til hnúkanna. Milli þeirra lá bunga,
sem tók þeim jafnvel lítið eitt
hærra, þar sem hún var hæst, áð-
ur en gosið kom 1918. Frá nyrðri
hnúkunum var sem dregin þráð-
124
i
lilllNN
SUNNUDAGSBLAÐ