Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Page 10
Háskólahúsið þykir fögur bygging á nýársnótt, þegar logasterkum kastljósum er beint að framhlið þess, en
stúdentar eru ekki á eitt sáttir um ágæti þessara húsakynna, sem löngu eru of lítil orðin.
tóku að rétta úr kútnum efnahags-
lega að loknu seinna stríði. Hlutur
Háskóla íslands í hinni miklu efna-
hagsuppbyggingu er enn allt of iít
JU. Þetta stendur honum fyrir þrif-
um.
j: Hver ber sökina?
S: Ég vil ekki sakfella nokkurn
mann, en ástæður þess, hve litlu
háskólanum hefur verið úthlutað
af ríkisfé, eru að mínu áliti aðal-
lega tvær. í fyrsta lagi virðast
stjórnarherrar ekki hafa skilning
á því, hvaða hlutverki háskólinn
verður að gegna í þessu þjóðfé-
: lagi, og í öðru lagi hefur kröfu-
pólitíkin, sem löngum v.v og er
j enn ráðandi afl í íslenzku þjóð-
j félagi, ekki verið rekin frá hendi
! forráðamanna háskólans á jafn
I ábyrgðarlausan máta og hún al-
mennt gerist í þessu landi.
j: Gætirðu nefnt dæmi um treg-
i an vöxt Háskóla íslands?
S: Við getum hæglega kannað,
j hvað hefur orðið í húsbyggingar-
| málum. Eina byggingin, sem reist
j hefur verið á síðastliðnum tuttugu
\ og fimm árum, að mestu fyrir eig-
ið fé háskólans og ætluð til
kennslurannsókna, er Raunvísinda
stofnunin hjá Háskólabíói. Miðað
við þróun háskóla erlendis, væri
ekki óeðlilegt að telja, að húsa-
skortur Háskóla íslands ætti að
tvö- eðajafnvel þrefaldast á tutt-
ugu og fimm árum. Ég tel þetta
sýna nægilega vel, hversu íslend-
ingum er lítið metnaðarmál að
hlúa að æðstu menntastofnun þjóð
arinnar.
j: Nú rekur háskólinn happ-
drætti, og mér skilst, að með þeim
rekstri skuli háskólinn afla sér
þess fjár, sem hann þarfnast, að
minnsta kosti meginhluta þess.
S: Happdrætti Háskóla íslands
var að vísu nauðsynlegt fjáröflun-
artæki til þess að standa styaum
af kostnaði við byggingu háskóla-
hússins sjálfs, en margt hefur tek-
ið breytingum síðan. Svo heitir, að
háskólinn hafi einkaleyfi á rekstri
peningahappdrættis í landinu, en
allir sjá að einkaleyfið er til einsk-
is orðið nú í dag, en hefur samt
sem áður kostað happdrættið all-
góðan hluta af tekjum þess. Að
vísu er svo um mælt, að leyfis-
gjaldið skuli renna óbeint til há-
skólans aftur, með því að fénu er
veitt til vísindaþrifa, en slíkt bæt-
ir ekki kennsluaðstöðu háskólans,
og það er hún, sem krefst ræki-
legra umbóta. Með happdrættinu
var ákveðið, að Háskóla íslands
skyldi sjálfur afla sér fjár til ailra
bygginga og viðhalds á húsakosti,
og ekki verður annað séð en rík-
isvaldið haldi enn þá dauðahaldi
í þetta löngu úrelta bjargræði. Mér
þykir ekki grunlaust um, að stjórn
arvöld hafi tíðum bent á happ-
drættið, þegar beðið var um beina
fjárveitingu til byggingafram-
kvæmda, en eins og gefur auga
leið hrökkva tekjur happdrættis-
ins, að leyfisgjaldinu frádregnu,
skammt til stórra átaka.
j: Ekki er fátítt, að almenningur
bendi glottandi á Háskólabíó, þeg-
ar forráðamenn skólans kvarta
um fjárskort, og kveði háðslega
upp úr með það, að í bíóið hefðu
þeir getað sólundað milljónum og
aftur milljónum og sé ekki nema
sjálfsögð hegning, að þeir sitji uPpi
félitlir.
S: Það er mikið satt, að for-
ráðamönnum skólans er oft núið
um nasir, að háskólinn hafi koll-
keyrt sig, þegar hann réðist í bygg-
ingu samkomuhússins. Meðan Há-
skóli íslands rak Tjarnarbíó, var
ágóði þess stoð fyrir skólann, og
að fenginni áratuga reynslu í skipt-
um við stjórnvöld, verður því að
telja mjög eðlilegt, að háskóhnn
reyndi að efla þessa tekjulind með
því að reisa Háskólabíó. Hvað sem
illar tungur kunna að mæla, þá
er bíóið stórmerkilegt framlag til
menningar í landinu, því þar hefur
til dæmis sinfóníuhljómsveitin
dafnað eins og blóm í eggi og
þroskast til mikilla muna. Hvað
við kemur breyttum viðhoríum,
sem orðið hafa í kvikmyndahús-
rekstri frá því, er húsið var reist,
þá eru það hlutir, sem fæstum er
gefið að sjá fyrir. Hins vegar skal
ég fúslega viðurkenna, að það er
almenn skoðun stúdenta á meðal,
að myndavali kvikmyndahússins sé
mjög ábótavant og til lítiis sóma
æðstu menntastofnun þjóðarinnar,
hvar svo sem sökin liggur.
j: Þú telur sem sagt, að efling
háskólans frá því sem nú er ,verði
því aðeins veruleiki, að skólinn fái
aukið fé til umráða?
S: Já, það er mín skoðun. En
skilyrði þess, að stjórnvöldin g^ri
slíkt, er, að stjórnarherrum, svo og
allri þjóðinni, verði Ijóst hið gífur-
lega mikilvægi háskóla í íslenzku
þjóðfélagi. Mikilvægi hans er þrí-
þætti: í fyrsta lagi er þjóðinni hag-
ur að geta menntað sína eigin for-
130
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ