Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Síða 18
sfcvpðu atburði eða birtu áhorfend-
um ráðabrug hetjunnar. í leik-
verkum nútímans flytja persónur
einræður frá upphafi verks til loka
jafnvel i návist annarra persóna.
Samræður þeirra eru ekki eigin-
leg viðtöl heldur tvítal eða þrítal,
sérhver rödd talar óhið hinum
líkt og í broti því úr „Kirsuberja-
garði“ Tsjekhovs, er birtist í mið-
kafla þanka þessara.
Rétt mun að drepa á eitt atiiði
að auki varðandi persónusköpun
í leikverkum nútímaská'da, er
forðast „góð leikrit“. Þessi leik
skáld kæra sig lítið um að rekja
sögu persóna sinna allt fram til
upphafs leiksins. Þau sýna þær
einfaldlega á sviðinu rétt cii s og
þær hafi lifað þar árum saman og
beðið eftir, að tjaldið drægist frá,
svo áhorfendur heyrðu til þeirra
Hefðbundið „gott leikrit" hefst
nær ævinlega á því að segja frá
atburðum, sem urðu til upphafs
fyrsta þáttar, en lætur í fyrstunni
lítið uppi um persónurnar sjálfar.
Áhorfendur, vanir forsögulang-
lokum „góðra leikrita," verða
tíðum óánægðir með upphaf nú-
timaleikverka. „Þetta er engin
byrjun“, segja þeir, „þetta gæti
allt eins verið piiðjan.1, En nú-
tímaleikskáld hafa réttinn sínum
megin. Forsagan kemur málinu
eiginlega ekkert við, hún heyrir til
liðnum tíma. Þegar við kynnumst
fólki, þykir okkur litlu skipta að
þekkja ævisögu þess til hlitar.
Fyrstu stundum vináttunnar er
sjaldnast varið til upplýsinga um
störf, menntun, hæfileika, misferli
og annað slíkt. Við fáum þetta
smám saman að vita, og iðulega
tekur okkur tug ára að afla efnis
f ævisögu eins vinar. Tíminn
nemur ekki staðar, svo við getum
rifjað upp löngu liðna atburði, og
líkt er leikverkum íútímaskáida
farið. í verki Osbornes, „Horfðu
reiður um öxl“, erum við skyndi
lega stödd inn á heimili Porters-
hjónanna. Við höfum aldrei séð
þetta fólk áður og nú er okkur
boðið að fylgjast með lífi þess í
tvær klukkustundir, engin við-
vörun, engin forsaga, einungis
brugðið upp mynd af ensku mið
stéttarfólki, og áhorfendur verða
sjálfir að geta í eyðurnar sem
þeim er og tamt í daglegu hfi
sinu. Þetta verður okkur að vera
ljóst, ef við eigum að njóta verks
ins til fullnustu. Við verðum strax
að skynja, hvað hrjáir Portershjón
in, án þess að Osborne eyði dýr-
mætum tíma í útskýringar og for
söguþvogl. Þau sitja á sviðinu
rétt eins og nágrannar okkar, og
allt, sem nauðsyn er a'ð vita um
fortíðina, verður að koma af sjálfu
sér, smám saman eins og utan
leikhússins. Skáldsagnahöfundur
getur rakið forsögu persóna sinna
um leið og hann kynnir þær, en
slíkt er ekki talið sæma nútíma-
leikverki.
Fyrrum var efni stórbrotinna
leikverka nær ætíð sagnrænt, þar
barðist hin göfuglynda hetja gegn
kynngimætti örlaganorna og illra
vætta. Nú mun flestum ljóst orðið,
að leikverk geta og sagt frá al-
múgamanninum, smásálarhetj-
unni, og verið stórbrotin eigi að
síður. Þeir, sem villzt hafa í völ-
undarhúsi hins daglega lífs, heyja
jafnvel örðugri baráttu en kóngar
og kavalerar á vígvelli mannkyns
sögunnar. Hinir síðarnefndu gátu
hæglega uppgötvað felustaði óvina
sinna og samið við leigumorðingja,
en þeir, sem glíma við spurnir um
innsta eðli tiiverunnar, fá ekki
slíkum brögðum beitt.
Samt sem áður mun líklegt, að
leikskáld nútímans taki að skrifa
sagnræn leikverk, sitt eigið til-
brigði, sagnaleik nútímans, og vak
ir fyrir þeim tvennt: í fyrsta lagi
vilja þau gæða sviðið hátiðarblæ
hrikaviðburða, og í öðru lagi
leggja áherzlu á sígildi mannlegra
vandamála með því að höfða til
nútímans með fortíðarmyndum.
En leikmennt nútímans getur
ekki beitt listbrögðum fyrri alda,
og sköpunarháttur nútímaleik-
skálda samræmist ekki hinni klass-
ísku mótun sagnrænna leikverka,
sökum þess einfaldlega, að hún
fylgdi ávallt staðreyndum sög-
unnar. Skrifi leikskáld hefðbund-
inn sagnaleik, er því farið sem
þeim, er semur „gott leikfit", og
er nauðbeygt að starfa eftir for-
málum likt og sagt var hér að
framan. Skáldið fær ekki sjálft
að sníða persónum sínum stakk,
og þar með er sjálfstæð og óháð
túlkun orðin tóm. Enda þótt við
segjum, að fólkið sé skapandi sög
unnar, eru sagnfræðirit einungis
upptalning staðreynda en ekki
mannlýsingar, og sérhvert leik-
verk, byggt á sögulegum stað-
reyndum, frásögnum atburða og
viðteknum hugmjmdum um mikil-
menni fortíðarinnar, verður að
sjálfsögðu að fylgja slíkum stað
reyndum. Skáldið getur bókstaf-
lega ekki stefnt saman sex sagna
persónum til þess að sjá, hvað
þær muni gera, því hann veit það
þá þegar. Staðreyndirnar hafa tjáð
honum allt saman.
Slíkt vandamál er ekki nýtt fyrir
bæri. Shakespeare átti við sömu
erfiðleika að etja, þegar hann reit
sagnaleiki sína, en aðstöðu hans
bætti nokkuð, að honum var ein-
ungis í mun að réttlæta og efla
skoðanir samtíðar sinnar og hann
reyndi lítt að^ rýna í sálarfylgsni
persónanna. í leikverki sem „Rík
arður 111“ sjáum við, aö réttvisin
fer loks með sigur af hólmi. Sam
tíðarmenn Shakespeares vissu, að
svo hlaut að vera, þeim kom ekki
annað til hugar, en nú munu flest
ir þeirrar skoðunar, að réttlætið
eigi tíðum í_vök að verjast og
fari á stundum halloka. I „Rik
arður 11“ fjaHar Shakespeare um
guðdómlegt vald konunga og önn
ur fríðindi konungdóms, svo og,
að konungar séu meiri en aðrir
menn. Nú hafa þjóðarleiðtogar glat
að slíkri virðingu. í okkar augum
eru þeir ósköp venjulegir menn,
kenjóttir og breyskir, sumir fórnar
lömb minnimáttarkenndar og ann
arra sálarsjúkdóma og eiga lítið
skylt við guðdóminn og æðri vizku.
Sjáum við konung á leiksviði, er
okkur nú tamt að líta á hann sem
einstakling í afar sérstæðri að-
stöðu, en ekki sem konung. Leik-
skáld nútímans vilja rýna I hugar
líf fólks, en eru treg að fást við
sögufræg mikilmenni, er notið
hafa hylli þjóða öldum saman, og
því hafa þau tilhneigingu til að
semja sagnaleiki um þá, er sjaldan
er hampað um of í sögubókum.
Þau skrifa um smákónga og minni
spámenn, og er þeim gjarnt að
sýna þá ekki sem volduga drottn-
ara í hásæti eða gáfaða mannvini
í öndvegi vizkunnar heldur sem
lítil peð, skekin af óþekktum reg
inöflum tilverunnar. Þeir eru „Sér
hver“, fulltrúar allra manna, við
sjáum sjálf okkur í persónum þess-
um, og því hafa sagnaleikir nútím-
ans svolítinn keim af siðgæðisleikj-
um miðalda.
Hver sem verður þróun nútíma-
leikmenntar, munu sérstakir frum-
þættir ætíð halda gildi sínu. Einn
þeirra er, að leikverk krefst áhorf
enda í sal og innlifun, hugræn
tengsl, hjálpar þeim að njóta verks
138
T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ