Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Side 21

Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Side 21
vörunum var hægt að gera sig gildan. Þar stóð líka fleira, m.a. hvernig lauma ætti boltanum milli fótanna á stórvöxnum og klunna- legum mótherja. Leifur lærði þetta allt utan að, og í næsta knattspyrnutíma átti hann í höggi við hinn aðsópsmikla Hannibal. Það var að vísu engin sýning á enskri knattspyrnu, það urðu stöð- ugar hrindingar og pústrar, en Hannibal hélt fast við sinn keip, en Leifur lá óvígur eftir á vellin- um með snúinn handlegg og gat ekki hreyft sig — Stanz! Flautan vælir, drengur hleypur á harða spretti í síma hjá bakaranum, en Leifur er studdur af tveimur fé- lögum út í bíl. Þetta hafði ekki Hannibal gert viljandi, en hvers vegna hafði hann ekki farið og beðizt afsökunar eins og sönnum íþróttamanni sæmdi? Hann stóð bara álengdar og saug upp í nefið og leit ekki vel út. Kringum hann ríkti kyrrð og tómleiki. Næsta dag var hann kallaður fyrir rektor og kom frá honum rauðeygur og snökt andi, hann fékk bréf með sér heim og var útilokaður frá knattspyrnu það sem eftir var skólaársins. En hægt og hljóðalaust gekk sá dómur ekki í gildi. Meðan Hannibal hélt heim til sín undir rassskellinn, var sök hans og sakleysi rædd á fundi, er drengirnir héldu, en sem enduðu með ofsalegum slagsmálum milli patricea og plebeja. Patricear og plebejar voru tvö stjórnmálafélög í bekknum. Þau hefðu alveg eins gatað heitið hægri og vinstri, fas- istar og kommúnistar, efnaðir og öreigar, en þeir hétu nú einu sinni patricear og plebejar, eftir að Im- gerslev rektor hafði haldið prýði- legan fyrirlestur um götubardaga í Róm hinni fornu. Leiðtogi patricea var Leifur sá, sem tognað hafði í handlegg, há- vaxinn, bláeygur drengur, sem tal- aði með hernaðarlegum þótta um félagsskap og heiður bekkjarins. í hvert sinn, sem nafn hans var nefnt í tímum, spratt hann á fæt- ur eins og hermaður og svaraði reiprennandi með orðum kennslu- bókarinnar, án þess að sleppa ein- um stafkrók. Já, Leifur hafði allt það til að bera, sem kennari virð- ir í fari ágæts pilts. Hann var styrkur guði, kóngi og föðurlandi. Félag hans samanstóð eingöngu af drengjum frá efnuðustu heimilum. Það var auðvelt að þekkja þá á einkennisbúningunum: kakískyrt- um og brúnum hermannajökkum með stórum, útáliggjandi vösum. Þeir áttu enskar reykjarpípur og æfðu ensk orðtök og siagorð inn- byrgðis, og þegar stúlkurnar voru í námunda töluðu þeir á máli, sem þeir einir skyldu um mikla, dular- fulla atburði, er þeir áttu hlut að utan skólatímans. Að lokum varð ekkert púður í því, því að stúik- urnar kærðu sig ekki um miðskóia- drengi, þó að þeir væru patricear, þær leiddust arm í arm og gengu í kringum þá „stóru“ úr mennta- skólanum. Plebejarnir komu frá heimilum lægri stéttanna, þeir báru ekki einkennisbúning, þar að auki voru þeir mjög ólíkir og sundraðir inn- byrðis, það var aðeins persónu- leiki Maríusar, sem hélt þeim sam- an í einni fylkingu. Maríus var al- ger andstæða Leifs: smávaxinn, fljóthuga náungi með fjörleg augu og strítt, úfið hár. Hann var langt- um betur gefinn en mótherji hans, en þegar honum var hlýtt yfir í tímum, svaraði hann ekki með orð- um kennslubókarinnar, þvert á móti gagnrýndi hann kennslubók- ina, hann vildi lesa milli línanna og spurði í þaula eins og barn, svo að oft urðu kennararnir að beita hörku, því að það er leitt að hlusta á einn hund gelta. Þegar allt kom til alls, var eitthvað það í fari Maríusar, sem gerði hann illa látinn af foreldrum og kenn- urum. Feður bönnuðu sonum sín- um að um'gangast hann og skól- inn náði sér niður á honum eins og hann gat. Á prófi fékk hann laklega í danskri ritgerð fyrir að hafa misskilið efnið. Kvöld eitt var fundur haldinn í málfundafélaginu „Orðið er frjálst", en það hefði rektor sjálf- ur stofnað. Umræðuefnið var heimsstyrjöldin og orsakir hennar. Þá kvaddi Maríus sér hljóðs og hélt því fram, að orsakirnar væru hreint og beint af hagfræðilegum rótum runnar, og að stríðið mundi fyrst hverfa úr sögunni, er eignarréttur einstaklingsins hefði verið afnum- inn. Já, þetta var skoðun Maríusar, og hann mátti svo sem hafa hana, en næsta morgun kom hann í skól- ann samt sem áður bólginn í and- liti og ókennilegur ásýndum. Tveir stórir strákar höfðu setið fyrir honum á heimleiðinni frá fundin- um og lúbarið hann. En kjark- inn var nú ekki hægt að berja úr Maríusi. Hann vissi, hverjir að til- ræðinu stóðu: tveir bræður, synir lEiermanns, ríks verksmiðju- eiganda. Hann fór beint til rektors og kærði. Nú, það hefði Maríus kannski ekki átt að gera. Tveir synir hans Eiermanns fluttu eng- , in bréf heim með sér, þeir voru .< ekki einu sinni yfirheyrðir. Hins ; vegar kallaði rektor nemendur skól ans saman og hélt þrunandi ræðu ' gegn þeirri ósvinnu, að drengir , gæfu sig að stjórnmálum. Já, hann barði í ræðustólinn og bannaði það: ef þetta endurtekur sig, skyldi hann sannarlega léta kné fylgja kviði. Og rektor stóð við orð sín. Fjór- um vikum síðar var Hannibal rek- inn úr skólanum fyrir að hafa staðið að pólitískum ólátum. Hanni bal, sem ætíð hristi Maríus af sér, þegar hann hafði verið að ginna hann inn í félagið. Hannibal, sem aðeins vildi fá næði til að verða stúdent. Já, þessi stjórnmál gátu svo sem verið nógu óhræsislega lúmsk! Það var vorið 1919. Úti í Ev- rópu var keisurum velt og kóngar flýðu yfir landamæri með falskt hár og skegg, en á leikvelli Hov- gárdsskóla ríkti Hammer skóla- stjóri í anda einveldisins. Nákvæm- lega klukkan fimm mínútum fyrir níu sló hann sín þrjú ráðríku högg í koparklukkuna til hægri við að- alhliðið og upp úr skauti jarðar- innar skutu tvö hundruð börn kollinum og skipuðu sér í rað- ir, hver bekkur sér í næstum þráð- beinum röðum. En í fjórða bekk A í miðskólanum var eitt sæti autt og nafn Hannibals var. hvíslað frá manni til manns. Veik- ur? Nei, drengur eins og Hannibal var ekki veikur. Of seinn? Ómögu- legt! Það hafði aldrei gerzt fyrr. Þar sem ekki þurfti að hafa heil- ann í lagi, var Hannibal ailtaf á sínum stað. En þegar klukkan var eina mín- útu yfir níu og bjöllunni hafði ver- ið hringt öðru sinni, heyrðist und- arlegt hljóð: klap-klap-klap-klap frá innakstursdyrunum, en þar sást Hannibal á þönum og taka skarpa beygju. Augun stóðu stjörf í höfðinu á honum, á baki hans hlunkaðist taska lík þeim, sem sveitastrákarnir báru, og innan í töskunni skrallaði í pennastokk taktfast, en það var nú samt ekki það, sem gaf frá sér hið undar- lega hljóð. Það stafaði frá fótum Hannibals, tréskónum, sem hann T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 141

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.