Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Page 22

Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Page 22
mér og lauk upp grindinni Það var eins og við værum þegar njón. og hann var sýnilega rogginn, þegar hann sneri lyklinum. — Gerðu svo vel, sagði hann stimamjúkur Ég bíð hérna dá— litla stund, áður en ég skelli í lás. Þú kallar ef eitthvað kemur fyrir. — Við hvað ertu hræddur, spurði ég hlæjandi. — Allt. Það getur 41 dæmis einhver setið fyrir þér i stiganum og ætlað að ræna bé, Og nú var honuro ekki ienguj tortryggni i huga, því ið hann bætti við með glettni í rómnum: Til Jæmis verkfræðingurinn. — Það er undarlegt, að þú skalir •'■kki geta gleymt þessum verkfræðingi, maldaði ég í móinn. Ég hef sagt þér það, að honum verður ekki einu sinni litið á mig. — Furðulegur maður, sagði Maríó hugsi. Svo kyssti hann mig lauslega og sagði með föður- legri umvöndun: Farðu nú upp — mamma þín er kannski orðin hrædd um þig. Ég gekk bæði sæl og hreykin upp stigann Ég læddist hljóð - lega inn í herbergi, þar sem við mamrna sváfum báðar. Hún virt- ist sofa, og til þess að fullvissa mig um, að svo væri hvisiaði ég: — Mamma! En hún bærði ekki á sér. Ég hlustaði litla stund á þungan andardrátt hennar, og svo gekk ég að speglinum. Ég stóð lengi fyrir framan hann og horfði 1 sjálfa mig í bjarmanum frá gildu kerti, sem hún lét ávallt loga um nætur fyrir fram- an lítið skrín, er hún átti. Ég teygði úr mér og strauk hendinni yfir ennið og hárið. Ég varð hálfdöpur. Það er satt, sem Maríó segir. Undarlegt, að verk- fræðingnum skuli aldrei verða lit- ið á mig. Maríó á einn sök á því, sem gerðist eftir þetta. Ég hafði aldrei leitt hugann að þessu fyrr. Mér er eiður sær, að það hafi aldrei hvarflað að mér fyrr en hann kveikti neistann. Guð hjálpi okk- ur öllum. J.H. þýddl. Gamalt og gott Dagur á — Framhsld af 618. síSu. var örðugasti hjailinn, að endur- heimta vandamái sín og færa þau í samræmi við hæfileika sína og samvizku. En hugur þinn verður að vera hreinn og móttækilegur og fús til að gera þetta — að lokn- um þessum sex hljóðu kyrrðar- stundum, sem nú eru liðnar. Vesturhiminninn var allur eitt iogandi, dumbrautt eldhaf, er ég tók upp síðasta miðann. Hér voru þá loks skráð sex orð. Ég gekk hægt ofan á sandströndina. Fáein- um metrum fyrir framan flóðmál nam ég staðar og las aftur orðin sex: Skráðu allar áhyggjur þínar í sandinn. Ég lét miðann fjúka út í loftið, laut niður og tók upp dálítið skelj- arbrot. Ég lagðist á kné andir hvelfihgu himins og skrifaði nokkur orð í sandinn, hvert upp af öðru. Síðan gekk ég burt og ieit ekki aftur. Ég hafði skráð áhyggjur mín- ar í sandinn. Og nú var telcið að flæða. fmrmmmm ................ ■ Þeir se"i hugsa sér að halda Sunnudaas- blaftinu saman, ættu þv? að athuga fyrr en síðar, hvart eitthvað vantar í hiá þeim og ráða bót á þvL Eitt sinn var gamall maður að gera við búsáhöld fyrir séra Skúla Gíslason. Þegar verkinu var lokið og prófastur hafði borgað honum vinnulaunin, minntist karl þess, að hann hafði gert við greiðslu- bala fyrir prófastsfrúna, og sagði því nokkuð hikandi: — Já, og svo gerði ég fyrir maddömuna yðar. Prófastur svarar: — Já, hvað kostar það? — Tuttugu og fimm aura, svar- aði karl. Þá svaraði prófastur: — Það er ekki dýrt, ef það dugar. Biðill, sem þótti heldur léttúð- ugur, fékk það svar hjá ástkonu sinni, að hún vildi aðeins eiga þann mann, sem elskaði sig af heilum hug. — Fáðu þér þá hund, sagði hann og fór leiðar sinnar. Eftir ræðu sína sneri trúboðinn sér að einum áheyrendanna, sem Lausn 25. krossgátu hann grunaði að lítt hefði fylgzt með máli sínu, og spurði: — Hefur þú fundið Jesúm Krist? Áheyrandinn svaraði: — Ér hann nú týndur? Una gamla hafði miklar mætur á presti sínum, og sat sig sjaldan úr færi að hlusta á hann. Eitt sinn er hún kom frá jarðarför, spurði vinkona hennar, hvernig henni hefði líkað ræða prestsins. — Og minnstu ekki á það, góða mín, sagði Una. Það er hvort um sig, að hapn hefur mikla náttúru, presturinn okkar, enda brúkar hann hana. 622 T I M l N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.