Tíminn Sunnudagsblað

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1968næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 2
>t(tur í skjðnum í skriftinni lesum við þessi orð, er herrann mælti við Abraham Tarason: „Ég mun gera niðja þína sem duft jarðar, svo að geti nokk- ur talið duft jarðarinnar, þá skulu niðjar þínir einnig verða taldir“. Þetta var ættfeðrum ísraelslýðs fagurt fyrirheit. Út frá bitihögum hjarðmannsins á Kanaanslandi teygðu sig endalaus víðerni til allra átta, og enginn gat einu sinni látið sig gruna endimörk veraldar- innar. Undanfærið var nóg. En rykkorn jarðarinnar eru mörg, og þegar niðjar Abrahams og sambýlismarina hans í heimin- um nálgast tölu þeirra, gerist þröngt fyrir dyrum einhvers stað- ar. Þótt enn sé fjarri því, að rætzt hafi á mannkyni öllu það fyrirheit, er Abraham var einum gefið, hafa menn nú um skeið haft ærnar á- hyggjur af mannfjölguninni í heim inum. Það hefur ekki farið fram hjá neinum manni, sem yfirleitt veit, hvað gerist í kringum hann. Á annað vandamál, andstætt þessu, er sjaldan minnzt. Það er mannfæð sumra þjóða. Hin hraða mannfjölgun bitnar þunglega á þeim þjóðum, sem annað tveggja geta ekki séð börnum sínum fyrir viðhlítandi viðurværi eða búa í löndum, þar sem landkostir hafa verið nýttir nálega til hlítar. En hún er líka ógnun við þær þjóðir, sem búa fámennar í löndumr, er ekki eru nýtt nema að nokkru leyti. Mannfjölguninni í Asíulöndum til dæmis hefur réttilega veríð líkt við tímasprengju, sem muni sundr ast á þeirri stundu, er mannfjöld- inn hefur ekki framar neitt oln- bogarými, og bylgjan flæðir af ó- mótstæðilegu afli yfir þau lönd hið næsta, þar sem enn er svig- rúm. Spakir menn, sem leitast við að rýna inn í framtíðina, hafa fyr- ir löngu vakið athygli á því, að nálega hljóti að vera óhjákvæmi- legt, að Nýja Sjáland og Ástralía verði framtíðarheimkynni hinna gulu þjóða i Austur-Asíú, þegar þær sprengja af sér haminn. Við íslendingar erum í hópi þeirra þjoða, sem búa fámennar i stóru landi. Land okkar er ekki ræktað nema að litlu leyti, byggð- in gengur heldur saman en hitt og margvísleg landgæði — þetta, sem kallast auðlindir á íburðar- miklu máli stjórnmálamannanna — eru ónytjuð. Það var fyrst árið 1924, að við íslendingar urðum hundrað þúsund að tölu, og mann- fjölgunin hefur ekki verið hraðari en svo, að það var fyrst á síðasta ári, að við gerðum okkur vonir um að ná tvö hundruð þúsundum. Þó er hæpið, að svo hafi orðið, og getur eins vel verið, að það verði fyrst á því ári, sem nú er byrjað. Það hefur því tekið 43— 44 ár, að íbúatalan tvöfaldaðist. Það er svo að vísu, að hið næsta okkur eru ekki þjóðir, sem búa við kvíðvænleg landþrengsli. En fari svo fram sem nú horfir, megum við samt búast við þvi, að um næstu aldamót verði mjög far- ið að líta ágirndaraugum til landa, sem lítt eru setin. Þá verður mann- kynið orðið tvöfalt fjölmennara en nú, ef því hlekkist ekki stórlega á næstu áratugina, og víða farið að sneyðast um olnbogarými. Jafn- vel ein sú grannþjóð, sem fæstum mun koma í hug, þegar talið berst að mannmergð, mun litlu eftir aldamótin, sennilega í kringum 2020, fara fram úr okkur að mann- fjölda, ef víðkoma verður svipuð og verið hefur hjá báðum næstu fimmtíu árin. Þetta eru Grænlend- ingar, sem auka nú kyn sitt svo ört, þrátt fyrir drykkjuskap að tala landsmanna tvöfaldast á tuttugu árum. Hagstofu Dana reiknast svo til, að Grænlendingar verði með sama vaxtarhraða orðnir þrjátíu milljónir að tæpum tvö hundruð árum liðnum. Og þó að Grænland sé firnastórt, þá eru ekki ýkjavíð- lend þau svæði, sem byggileg eru. Hitt er svo það, að enginn veit einu sinni, hvernig lífshættir manna verða árið 2000, hvað þá þar eftir. Og sjálfsagt eru það ekki Grænlendingar, sem fyrstir verða útlendinga til þess að seilast hér til landa, þótt þeir séu nefndir til dæmis um öra mannfjölgun. Það er kannski lágkúrulegt hug- arfar að horfa ekki of heima alla, breiða faðminn jafnt móti mann- kyni öllu og láta sig einu gilda, hver erfir landið. Þó er því svo Þú, fósturjörðin fríð og kær, sem feðra hlúir beirtum og lífi ungu frjógvun faer hjá fornum bautasteinum. farið, að engin þjóð vill láta land sitt eða týna þar sjálfum sér I flaumi aðvííandi fólks, þótt þau hafi orðið örlög margra fyrr og síðar. Við þykjumst sem aðrir eiga rétt til landsins, er við höfum lengi búið í. En í þröngbýlum heimi er hætt við, að sá réttur verði ekki virtur til lengdar, ef við höfum ekki á að skipa á fóiki svo mörgu, að heita megi, að það ráði við að nytja landið nokkurn veginn. Þessi hætta eykst með hverjum aldar- fjórðungi sem líður. Mannfjölgun- in í heiminum gerir mannfæðina á landj okkar að miklu alvarlegra máli en hún hefur verið fram að þessu. Hver milljarðurinn, sem bætist við jarðarbúa, gerir rétt okk ar til íslands tvísýnni. Þetta eru sannindi, sem mjög hafa gleymzt í þrefi um verzlunarálagningu, kaup og skatta. Meginatriðið er, að við séum þess umkomnir að byggja landið, svo að heitið geti, að það sé num- ið og bolmagn okkar nokkurt. Þjóð, sem náð hefði hálfri milljón, þótt ekkj væri meira, væri Hka margt léttari en tvö hundruð þús- unda þjóð. Stjórnarkerfi allt yrði hlutfallslega ódýrara og viðráðan- lega að vega landið, gera flugvelli I Fram á 46. sitSu. 34 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2158
Tungumál:
Árgangar:
13
Fjöldi tölublaða/hefta:
556
Gefið út:
1962-1974
Myndað til:
03.03.1974
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Fylgirit Tímans
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (14.01.1968)
https://timarit.is/issue/255851

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (14.01.1968)

Aðgerðir: