Tíminn Sunnudagsblað

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1968næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 14
eftir andlegu frelsi. Hann les Sartre, Camus eða Kafka. Kannske er hann existensíalisti — kannske marxistiskur endur- skoðunarsinni. Hann veit ekki, hvernig hann á að bregðast við afbrotum eldri kynslóðarinnar. Feð urnir í leikritinu eru endanlega allir myrtir. Kannske er þýðingar- mesta persónan nú Fortinbras, ungi, glaðlegi prinsinn, sem í leiks lok gengur inn á likum stráð svið- ið, og segir: „Berið burtu hina dánu. Nú tek ég við.“ Miklum harmleik er lokið. Ung- ur, hressilegur piltur hefur tekið völdin. Faðir hans hefur áður fall- ið í einvígi við föður Hamlets. Og nú spyrja hinir pólsku áhorfend- ur: Megum við vænta þess, að hildarleikurinn sé á enda og björt tíð runnin upp? Hér gefst ekki tóm til að rekja meira af hugleiðingum Jans Kotts. En snerti Shakespeare hjarta Pól- verja sem samtíðarmaður væri, þá er freistandi að ígrunda, hvort hann eigi nokkurt erindi við ís- lendinga nútímans. Nú getur hver gruflað fyrir nig. ið skulum vona, að það sé ekki harmleikurinn Lear konungur, sem hæfir okkur bezt. Það fjallar um stórbrotinn kon- ung, sem fyrir talhlýðni og hé- gómaskap lætur hengja hjarta- hreinustu dóttur sína, Cordelíu. Skáldið leggur áherzlu á andlegu blindu hans með því að láta óvini hans stinga úr honum augun. Eftir langa raunagöngu iðrast hann heimsku sinnar, en enginn máttur fær vakið Cordelíu upp frá dauðum. „Þvi lifir hundur, hestur, rotta, ekki þú. Og kemur aldrei aftur. Aldrei, aldrei, aldrei, aldrei, aldrei“, veinar hinn ógæfusami konjingur og springur af harmi hjá yndinu sínu látna. Etidir. Úr ferðabókum — Framhald af 39. síðu. til þess, að við hypjuðum okkur burt. Ég snaraðist út í bátinn af mikl- um móði og vakti Axel og Tony. „Við höldum frá bryggiu eftir klukkutíma. Þá verður dráttarbát- urinn kominn“. Þeir sveifluðu sér fram úr og luku því, sem gera þurfti, áður en við lögðum af stað. Tony var með okkur út í fjarðarmynnið en fór síðan aftur í land með dráttar'oátn um. Við höfðum verið sex daga á Seyðisfirði í seinna skiptið, en sextán daga alls.. . Við nálguðumst nú opið haí, og alltaf mættum við fleiri 03 fleiri drekkhlöðnum síldarbátum, sem voru á leið til Seyðisfjarðar. Loks var síldin komin — enginn þurfti framar að segja: Engin síld. Ensk tónlist — Framhald af 44. siðu. hvergi er sparað við lýsingu á djúpum tilfinningum hinnar grimmu örlagasögu úr Trjóustríð- inu. En það er hvergi skotið yfir markið, alls staðar er gætt fyllsta jafnvægis forms og hljóms af slíkri fullkomnun, að helzt væri leita til Mozarts um samanburð. Því má svo við bætaj að Hándel mun hafa hugað vel að kórþátt- um Didos, áður en hann tók til að semja sínar stórbrotnu óratór- íur og lært eigi fátt, gott sem gagn legt. Aðra óperu eftir Purcell, King Arthur, telja sumir jafnvel enn merkari en Dido að drama- tísku gildi og tónlistar, en hún hef- ur ekki enn náð eyrum nema þröngs hóps nútímamanna hvað sem síðar verður. Sá er samdi text- ann var enginn annar en John Dryden, eitt virtasta skáld brezkr- ar sögu, og ætti það eitt að við- halda áhuga margra góðra manna. Eftir Purcell liggja kannski engin ósköp, miðað við afköst Bachs eða Mozarts og fleiri af „duglegasta kynstofni jarðarinnar“ enda lézt hann aðeins 37 ára gamall 1695. En kirkjutónlist hans, sem hann samdi í skylduvinnu hjá kónginum fhann var lengi irðorganisti), hljóðfærasónöturnar og strengja- fantasiurnar, að ógleymdum leik- húsverkunum, munu þó lengi halda nafni hans á lofti, og sanna þó að ekkert annað komi til, að minnsta kosti einu sinni var Eng- land stórveldi á tónlistarsviðinu. Mannfæð — Framhald af 34. síðu. og hafnir og margt annað. Það yrðu fleiri bök að gera þær byrð- Lausn 1. krossgátu ar, sem hver þjóð verður að sjanda undir. Og fleira kemur til. Á við- ræðufundi í útvarpinu að kvöldl nýársdags var drepið á eitt atrið- ið; Það er mun hagkvæmara að ráðast í stórvirki, ef geta er til þess, en stiga stutt skref í einu. Stórvirkjanir eru hagkvæmari en smávirkjanir. Á sama hátt eru stór ar verksmiðjur með mikilli fram- leiðslugetu hagkvæmari en smá- verksmiðjur. En til mikilla átaka þarf margt fólk. Mannfjölgun er því eigi aðeins landvörn í framtíð- inni, heldur beint hagsmunamál allra, sem nú eru uppi og geta gert vonir um að lifa fáeina ára- tugi til viðbótar. Jakob Gíslason raforkumála- stjóri vék lí,ka að því á þessum viðræðufundi, að sú stund kynni að koma, að kjarnorkustöðvar gætu miðlað ódýrari orku en fall- vötn. En slíkar kjarnorkustöðvar yrðu stærri en svo, að við réðum við byggingu þeirra í mannfæð okkar. Ég veit ekki, hve fjölmenn þjóðin þyrfti að vera til þess að standa þolanlega að vígi til þess að koma upp kjarnorkustöð til orkumiðlunar, ef til þess þyrfti að taka. En augljóst er, að lífskjör íslendinga hljóta að versna í hlut- falli við aðra, ef kjarnorkutækni tekst á þetta stig á meðan við er- um ekki nægjanlega margir. Það er nöldrað í blöðum um eld- spýtur, sem brotna, ostbita, sem hafa verið gerðir upptækir, og margan annan hégóma. Það getur svo sem verið gott og blessað. En eldspítnabrotin og ostbitinn ættu ekki að. skyggja á það, er meira varðar. J.H. 46 I I - i\ N _ SliNMUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2158
Tungumál:
Árgangar:
13
Fjöldi tölublaða/hefta:
556
Gefið út:
1962-1974
Myndað til:
03.03.1974
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Fylgirit Tímans
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (14.01.1968)
https://timarit.is/issue/255851

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (14.01.1968)

Aðgerðir: