Tíminn Sunnudagsblað

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1968næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 6
V Stýrimaður var a® rifja það upp í huga sér, hvernig Víga- Hrappur slapp frá Guðbrandi og mönnum hans í skóginn, þeg ar alda reið undir hátinn, svo að hrikti í öllu. Sjó var tekið að stæra, og vindur jókst, og það mátti þegar sjá, að siglutré nýja var allt of veikt. Þeir fé- lagar sáu sér þann kost vænst- an að lækka seglin og setja hjálparvélina í gang. En þegar til kom, reyndist hún engu betri Okkur féll öllum ketill í eld. Einn stakk meira að segja upp á þvi, að við snerum við. „Það er lýðræði hér á skipinu“„ eagði ég: „Lýðræði, sem lýtur leið- gögn, og ég er leiðsögumaðurinn. Við ihöfum ekki farið alla þessa leið til þess að snúa aftur, þegar evona skammt er í Grænlandshaf. Við höldum áfram norður á bóg- inn“. En það varð að styrkja sigluna betur. Við siglum fyrir Langanes, norðausturodda íslands, förum síð an vestur með landi og leitum hafn ar á Raufarhöfn, sagði ég. Merton gat ekki verið með okkur nema tvo daga til viðbótar, og hann gat farið frá Raufarhöfn til Reykjavík- Wr og síðan áfram til Lundúna. f»etta átti að slarka, ef vindur yrði hagstæður. Þegar að landi var fcomið; gátum við styrkt sigluna með nýjum stögum, sem fest væru í hana miðja. Þá gátum við að vísu ekki dregið stórsegiið upp nema til hálfs, en það varð að rifa jþað, hvort eð var, og framseglið var svo stórt, að þetta átti að nægja. Bátinn gátum við létt-með iþvií að rífa úr honum vélina og skilja björgunarbátinn eftir, og treyst á gúmbátinn, ef í nauðir xak. Vélina var hægðarleikur að senda til Englands með næsta tog- ara, sem þeir hremmdu. . . Morguninn eftir sá ég, að skríf- að hafði verið í skipsbókina: „Ut af Seyðisfirði, stefnum eitthvað í norðvestur“. Um tíuleytið .'orum við þó í raun og veru út af Langa- nesi í sæmilegum byr.. . Klukkan ellefu dundi reiðarslag ið yfir. Veðurstofan sendi okkur sérstaka veðurspá með aðstoð Man- chester Guardians. John Fairhall var ósköp^ dapurróma, þegar hann las hana: viðskiptis en Víga-Hrappur: Hún fór annað veifið í gang, en síöðvaðist þess á milli. Hákarl synti hjá með sporð og bakugga upp úr sjónum og henti gaman að þessum útlendingum, sem ekki kunnu að láta sér fátt um örðugleikana finnast. Loks bræddi gangsetjarinn iir sér, svo að vélin varð ónothæf, og skömmu síðar tóku stög að losna. „Norðanstormur með kvöldinu, snýst til norðvesturs upp úr mið- nœtti“. Við stundum þungan. Við árædd um ekki að sigla vestur fyrir Langanes, því að án vélar og við- unandi seglabúnaðar var viðbúið, að otokur hrekti inn á flóann í norðanstormi. Þá áttum við okkur ekki undankomu von. Við gátum auðvitað siglt eins langt norður í haf og auðið kunni að verða og slegið svo undan, þeg- ar norðanveðrið dyndi yfir. Þeirri uppástungu að leita afdreps við Langanes hafnaði ég undir eins, því að ég bjóst þar við miklu sjóróti um fallaskiptin, og gengi vindur til austurs í stað vesturs, hlaut báturinn að molast við svart standbergið. Ég bað Merton að taka saman föggur sínar, svo að ég gæti sett hann í fiskibát. sem væri á leið til hafnar, en hann yrði á vegi okkar, áður én veður versn- aði til muna, því að mér sýndist tvísýnt, að við næðum landi innan tveggja daga... Veðurspáin varð sér etoki til skammar. . . Það var um fátt að velja: Seyðisfjörður var eina höfn- in, sem við gátum náð, en þangað voru níutíu sjómílUr ... ★ Þegar við nálguðumst fjarðar- botninn, sáum við, að kaupstaður- inn hafði tekið stakkaskiptum. Pen ingamökkurinn frá sfldarverk- smiðjunum hvíldi yfir honum eins og drungalegt ský. Við töldum meira en hundrað stór skip, sem ýmist lágu við akkeri eða við bryggjur — íslenzk, norsk, fær- evsk, þýzk og finnsk. Enski togar- in var farinn, og nú var þarna ekkert skip frá Englandi. Það var þó skrítið: Sumarið 1413 sigldu frá Englandi til Austfjarða „þrjá- tíu fiskiduggur eða fleiri“.. . Jafnskjótt og við höfðum bund- ið bát okkar utan á fimmfaldri röð skipa — það var klukkan sjö um morgun — slangruðu tveir drukkn- ir sjómenn um borð. Ég eftirlét félögum mínum að bjástra við þá, en hljóp sjálfur á land til þess að síma til Péturs Blöndals. „Já, auðvitað, Davíð. Ég get feng- ið einhvern úr verksmiðju bróður míns til þess að hjálpa ykkur að gera við vélina. Hvenær? Nú — Rehu Moana heldur út SeySisfirSi í annaS sinn. Vegna aukastaganna var ekki unnt aS draga seglin aS húni. 38 TÍMiNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (14.01.1968)
https://timarit.is/issue/255851

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (14.01.1968)

Aðgerðir: