Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 13
Skakespeare á 20. öld —
Framhald af 42. síðu.
Kott þekkir samsæri og oíbeldi
eins vel og samtímnmenn Shake-
speares og skilur öðrum betur
skáldið, sem hefur „eðjudiki und-
ir fótum, en horfir tii stjarnanna,
með rýting í hendi.“
í liitteðfyrra safnaðist saman
fólk hvaðanæva að í Varsjá til að
minnast örvæntingarfullrar upp-
reisnar, sem þar var gerð gegn
nazistum, en kæfð í blóði. „Það
hræðilegasta við þessa minningar-
athöfn“, skrifaði brezkur blaða-
maður, „var, að aðeins tuttugu ár
skyldu vera liðin síðan svo ægi-
legur harmleikur gerðist.“ Sagan
endurtekur sig alltaf. Og það er
barátta um völd, sem orsakar of-
beldið.
Shakespeare skrifaði að minnsta
kosti sex leikrit um enska kon-
unga og valdabaráttu þeirra (Jón
konungur, Ríkarður II, Ilinrik IV,
Hinrik V., Hinrik VI, Rikarður
III). Jan Kott bendir á, að í þess-
um leikjum virðist sagan kyrr-
stæð. Öll byrja þau á baráttu um
völdin. Öll enda þau á dauöa rikj-
andi þjóðhöfðingja og krýningu
þess næsta. Þjóðhöfðinginn, sem
deyr, á alltaf blóði drííinn feril
að baki. Hann hefur brueðizt þeim
aðalsmönnum, sem hjálpuðu hon-
um að ná krúnunni hann hefur
myrt óvini sína fyrst, síðan fyrri
bandamenn, og ennfremur aila
hugsanlega keppinauta En alltaf
hefur einhver sloppið. Ungur prins
snýr heim úr útlegð — sonur eða
bróðir hinna myrtu — til aí ná
lögum og rétti. Aðalsmennirnir
flykkjast um hann sem persónu-
gerving hreinleikans En hverju
spori hins unga manns i átt að
hásætinu fylgja morð, ofbeldi,
svik. Þegar hann loksins nær tak-
marki sínu, er glæpaferill hans
engu skemmri en glæpaferili þess
konungs, sem áður ríkti. Hann er
orðinn jafn hataður og fyrirrenn-
arinn. Ög nú kemur annar ungur,
ennþá saklaus prins úr útlegð og
gerir tilkall til konungstignar.
Leiknum er lo-kið. Nýr leikur hefst
með öðrum persónum, sömu at-
burðum.
í augum Shakespeares er vald-
ið ekki óhlutkennt, leyndardóms-
fullt hugtak. Það hefur nöfn, augu,
munna og hendur. Það er linnu-
laus togstreita lifandi manna við
eitt og sama borð. Tákn þess er
kóróna. Þungur hlutur, sem hægt
er að handfjalla, þrífa af höfði
deyjandi manns og setja á sitt
eigið.
Já, í augu hvers deyjandi þjóð-
höfðingja horfa fjórir eða fimm
menn, sem girnast þennan hlut.
Þeir hafa undirbúið samsæn, trygg
ir hermenn bíða utan dyra, leigu-
morðingjar hafa fengið fyrirmæli,
rammgerður Tower-kastali bíður
nýrra fanga. Þeir eru fjónr eða
fimm, en innan stundar kunna
þeir allir að vera dauðir — nema
einn. Ólíkir að skaphöfn eru þeir,
einn slægur, annar kann ekki að
hræðast, þriðji grimmur, fiórði
raunsær, kaldhæðinn. Það skiptir
ekki máli, valdafiknin steypir
þeim öllum í .glötun. Og mæður
þeirra rekja æ ofan í æ sömu
harmtölurnar:
Ég átti Játvarð, unz itíkarður
drap hann,
ég átti Harald, unz PJkarður
drap hann
Þú áttir Játvarð, unz Ríkarður
drap hann,
þú áttir Ríkarð. unz Ríkarðu;
drap hann
(Rikarður III. IV, 4)
Þjóðhöfðingjarnir feta. . langri
lest upp háan stiga. Af efsta þrep-
inu er aðeins eitt fótmá! fram af
hengifluginu. Aftur og aftur Það
er hið mikla hreyfiiöginá', sög-
unnar.
Sá, sem heldur að þessi áhrifa-
mikla, skáldlega túlkun mannkyns
sögunnar sé hápunkturinn í skáld
skap Shakespeares, fer villur veg-
ar. Þessi leiklist er samin snemma
á skáldferli hans, á hinu svokall-
aða bjartsýna tímabili! í harmleikj
unum miklu, er síðar komu: Ham-
let, Macbeth, Lear konungi, sýnir
hann manneskjuna sjálfa og um-
brot hennar í óslitandi vef örlaga-
norna.
Hræðilegt er hið óstöðvandi
hreyfilögmái sögunnar, en hinar
skelfilegu ástríður, sem búa í fórn
arlömbum hennar, eru túlkaðar á
æ margslungnari hátt. Enginn má
sköpum renna. Ekki voldugasti
konungur.
í síðasta konungaieikritmu.
þeirra, sem áður voru nefnd. RSk-
arði III, sést þróunin til dýpri
persónulýsingar. Krypplingurinn.
Ríkarður III, svo dýrðlega leikinn
af Laurence Oliver í kvikmynd,
sem hér var sýnd fyrir nokkrum
árum, fetar upp valdastigann á
þann hátt, sem fyrr var lýst. Hann
þykist hafa öll ráð í hendi sér.
En með hverju skrefi verður hann
minni og minni. Heimurinn, sem
hann hugðist móta að geðþótta
eins og leir, gerir hann að lei-k-
brúðu sinni. í síðasta atriðinu sjá-
um við hundeltan mann, sem á
sér þá einu ósk að bjarga sínu
auma lífi á flótta.
„Hest! Hest! Konungsrikiö gef
ég fyrir hest“, eru hans síðustu
örvæntingarorð. Djöfulslungnustu
vélabrögð megnuðu ekkj að'fleyta
honum lengra.
Maður eins og Jan Kott getur
trútt talað um tilgangsleysi glæpa
verka. í hans eigin föðurlandi
settu nazistar upp fangabúðirnar
í Auschwitz, þar sem tugþúsundir
saklausra manna létu lífið. Fjög-
ur, fimm ár, og veldi nazista var
duft eitt og aska. Hugsun hans
er þó langt frá rígskorðuð við
þennan þátt í verkum meistarans.
Þegar hann tekur Hamlet til um-
ræðu, bendir hann á, hvernir þetta
leikrit má túlka á ótal vegu. allt
eftir viðhorfi leikstjórans. Hann
segir frá tveimur sýningum leiks-
ins í Póllandi, 1956, rétt eftir tutt-
ugasta flokksþingið í Moskvu, þeg
ar uppljóstranir um Stalin skyggöu
á allt annað í hugum manna, oe
1959, þegar Pólverjar nútímans
eru að reyna að skilja hverjir
þeir eru og hvaða leið þeir eigi
nú að velja.
Fyrri sýningin var sterk, ákveð-
in og snerist aðeins um einn hiut:
Persónurnar hugsuðu ekki um
annað en njósna hverjar um aðra.
Engum var a.ð treysta, ekki móð
ur, ekki syni, bak við öll tjöld
stóð einhver á gægjum. Tafnvei
Pólonius gamli ráðgjafi sendir
mann eftir syni sínum, Laertes, til
Parísar til að grennslast eftir því.
hvernig hann lifi og hverja hann
umgangist. Tortryggnin tærir ást
Hamlets tii Ófelíu „Farðu i klaust
ur“, segir hann, því þar sem cf-
beldið ríkir, treðst. hjartað undir.
Spurningunni um það, hvort Haml
et sé geðveikur er svarað þannig,
að hann þykist vera það í sliku
ríki verða menn að fela sig á bak
við grimu til að geta steypt harð
stjóranum.
Þremur árum seinna, 1959, hef-
ur Póiland breytzt. Og Hamlet er
allur annar. Áður las hann ekkert
nema blöðin. Nú er hann nýRon-„
inn frá némi í París og hungrar
TlMINN - SUNNUDAGSBLAi)
45