Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 10
Trúvillingar hengdir og brenndir í Englandi Eiísarbetar-tímans. 20. öld et lýkur á þá lund. að allar per- sónurnar eru fallnar í valinn og enginn uppistandandí á svíðinu. En Jan Kott eru slíkir atburðir bléköld staðreynd úr lífina sjáifu. Hann var tuttugu og fimm ára gamall, þegar skriðdrekafylking Þjóðverja réðst inn í Pólland og eirði engu. Fáum þjóðum sýndu Þjóðverjar meiri grimmd en Pólverjum og er þá mikið sagt. Sögurnar af því eru svo hroðalegar, að þær eru varla rekjandi í heiðvirðri sunnu- dagslesbók. Og Jan Kott beið ekki með lokuð augun eftir því, að hörmunginni linnti. Hann barðist fyrst í pófcka hernum. gekk síð- an í andspyrnuhreyfinguna. Fyrstu bók sína, Goðasögur og raunsæi, ritaði hann í laumi bak við hlaða af þýzkum kennslubókum í há- skólabókasafninu, þar sem Poi- verjum var ekM leyft að vinna. Eftir stríðið tók Stalíns tíminn við, svo það er áreiðanlegt, að Jan Framhald á 45. sí3u. Shakespeare á í nýútkomnu smásagnasafni Guð bergs Bergssonar ieggur hann á einum stað Hallgrími Péturssyni þessi orð í munn :im sín eigin Ijóð: Þegar fram iðu stundir, veittu þau ýmsum atvinnu með smásnatti í kringum sig. Hallgrímur Pétursson fæddist tveim árum fyrir dauða þess manns, sem veitt hefu> einna flest- um atvinnu við að snudda í skáld- skap sínum, Vilhjálms Shakespe- ares. Fjölda margir gáfumenn hafa eytt óteljandi vinnustundum i að þýða verk hans á móðurmáj sín. Þess er skemmst að niinnast, að Ríkisútvarpið bauð Helga Hálf- danarsyni heiðursverðlaun nú um áramótin sem viðurkenningu fyr- ir hans ágætu og miklu afköst á þessum vettvangi. Þýðmgar h?ns hafa gert íslenzkum leikhúsum kleift að sýna á stuttum fresti þau sígildi leikrit, sem Matthías Jochumsson hafði áður gefíð okk- ur tækifæri til að þykja vænt um. Eitt þeirra, Þrettándakvöld, er ein mitt nú á sviðinu í Þjóðleikhús- inu. En hvað er það, sem gerir Shake speare svo forvitnilegan öld eftir öld? Ja, um það hafa verið og eru enn skrifaðar þúsundir bóka með milljónum orða. Niðurstöðurn ar eru orðnar svo margar, að það mætti ímynda sér, að ekki væri hægt að bæta þar fleira við. En lengi skal manneskjuna reyna. Nú er nýlega komin út bók eftir pólsk an leiklistarprófessor, Jan Kott, sem þykir í senn sérlega nýstár- leg og sérlega skemmtileg. Hún heitir á pólsku Szicc o Szekspirze, en þeim til huggunar sem virðast það mál óárennilegt, má segja, að danskar og enskar þýðmgar fást í bókaverzlunum hér i böfuðborg- inni. Við fslendingar, sem ekki sjá- um mannsblóði útheilt nema þeg- ar drukknir menn láta undan frum stæðum hvötum og pústra hverj- ir aðra, verðum allt að því hneyksl aðir, þegar harmleik eins og Haml- 42 T f M .» N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.